Saturday, April 26, 2008

óhappa-kerla fær sér permanett

"ég blogga. þess vegna er ég" á EKKI við mig....er að blogga svona á mánaðarfresti. dúbbídúú...

míns er loksins komin með krullur eftir erfiða viðureign hárgreiðslukonu við sléttu hárlufsurnar, en eiturefnin sigruðu að lokum! Nú vakna ég á morgnana ennþá villtari og úfnari en áður, með lokka sem líta út fyrir að vera úr einhvers konar vír, gasalega ánægð að vera ekki slétt og feld.

jamm, ýmislegt leggur nú maður á sig fyrir lúkkið!

Ég lenti í glæfralegu atviki um daginn sem tengist að einhverju leiti þessum lokkum.

Um daginn var ég að gera mér sjeik í blandaranum mínum sem er ekki í frásögur færandi nema að ég þurfti oggóponsu að ýta með gafflinum ofan í til að frosnu bláberin færu í hakk..........úbbbs heilasellurnar voru ennþá ekki komnar í lag eftir permanett eiturefnablönduna góðu.....EEEn allavega þá fer ég aðeins og neðarlega í blandarann og beint með gafflinn í hakkarann og PLAFFFFFSPLAFFFKLAFFFP'UFFF og SLURRRRPPPPPPPPPPSPLASSSSSSSSS

ég stóð á gólfinu, ennþá í heilu lagi samt, allt eldhúsið var orðið berjablátt, loftið og gólfið, bara ALLT og auðvitað hún gáfaða ég líka! var fjólublá í heilan dag en samt fegin að eiga alla fingur ennþá á höndinni minni hjúkketttt!!! Hefði nú ekki verið gaman að fá eitt stykki putta í berjasjeikinn minn ummmmmmm...en haldið ykkur nú fast!! Það var samt nóg ofan í blandaranum af sjeik í eitt lítið glas og drakk ég hann í geðshræringu yfir heimsku minni og fljótfærni, bláberjablá að utan sem og innan þreíf ég svo eldhúsið og lofaði sjálfri mér að verða aldrei kokkur eða eitthvað annað sem kemur nálægt eldhústækjum.


...En auðvitað var þetta allt saman permanettinu að kenna sko!!!! heeehe...

Tuesday, April 01, 2008

orð

ég lét mig fljóta í öldugangi orða þinna

smakkaði á söltu bragði þeirra

lakkaði á mér táneglurnar með yfirlýsingum þínum

dansaði tangó við svörin þín

hámaði gráðug í mig lýsingarorðin

ældi viljandi yfir sagnorðin

skyrpti yfir atviksorð

slóst fagmannlega við nafnorðin

lá örmagna við spurningamerki

yfirbuguð settist ég orðlaus ofan á punkt.

Saturday, March 08, 2008

krossgötublús

Hvað á maður að gera þegar maður er hættur að gera það sem maður var vanur að gera og langar að fara að gera eitthvað annað en maður var vanur að gera?
hmmmmm....

Júbb ég er hætt í listaháskólanum, hætt í klassíkinni eftir 6-7 ára viðveru á þeim slóðum. Syng núna í lausu lofti, allskyns lög sem eiga ekkert skylt við óperu Þvílíkt guðlast!!!

En aldrei hef ég fundið mig algjörlega í þessum klassíska heimi, mér hefur lífsins ómögulega tekist að standa kyrr þegar ég syng, þess vegna var ég ein af þeim söngkonum sem hélt mér eins ég ætti lífið að leysa í píanóið allan tímann, fékk einhverja jarðtengingu var mér sagt! Svo hef ég aldrei getað lært tónfræði og hljómfræði þrátt fyrir miklar viðreyningar! Hlustaði t.a.m aldrei á óperur eða annað klassískt, allt annað var í mínum eyrum, uuuu vissi ekkert í minn klassíska haus um klassík. Ég elskaði bara að syngja....that´s it....Stundum held ég að við séum að flækja frekar einfaldan hlut, að syngja og leyfa sér að fara á flug með þessu fyrirbæri sem er röddin! Stundum held ég líka að of mikið nám getir að einhverju leiti drepið ástríðuna....nú eru einhverjir algjörlega ósammála mér og ég verð líka stundum ósammála mér....en samt var reynslan mín þannig, ég þurfti að hætta í náminu til að geta fundist gaman að syngja aftur....þurfti að fylgja hjartanu og þindinni....núna syng ég af innri þörf en ekki af því að ég þarf þess....en mun kannski ekkert komast útúr sturtunni með það.....

Samt er voða gott og nausynlegt að standa svona á krossgötunni og mæna í allar áttir eins og fífl, standa bara aðeins á rauðu ljósi......verst að það er enginn þarna sem hjálpar mér að fara yfir, enginn sem bendir í austur, vestur, á þann sem að þér þykir bestur? myndi líka vera fljót að hella mér yfir hann og senda hann norður og niður, því miður!

Ég er í dramatísku skapi, með dramatíska tölvu sem breimar eins og köttur í kjöltunni minni. Er samt ekki dramatískur sópran, eins furðulegt og það hljómar því ég er dramatísk stúlka. Ég er coleratur, sem er hæsta sópranröddin, fer upp og niður, hratt og létt. En kannski þarf ég bara að klippa í burtu alla merkimiða og byrja uppá nýtt? Finna sér nýja skúffu til að troða sér í og athuga hvað gerist svo? Gerast skúffusöngkona með fjaðrir í hárinu? Breyta mér í gellu og fara í poppbransann? djassgeggjari? enn eitt krúttið? svo er það alltaf í stöðunni á íslandi að gerast bakraddasöngkona og lauma sér svo eins og músin inní bransann? Brúðkaups og jarðafarasöngkona? Er nú þegar svona "syng í veislum hjá allri fjölskyldunni þangað til allir eru búnir að fá ógeð af mér" söngkona.Hef alltaf fílað Tom Waits, gæti tekið upp plötu með lögum hans í breyttri, klassískri útgáfu og fengið alla "elítuna" á móti mér og yrði gerð útlæg úr tónlistarheiminum forever eins og idolkrakki? gæti herjað á "djók-markaðinn" og tekið Geir Ólafs á þetta?

hummmm...svo margir spennandi og hressandi kostir!!

En þangað til ætla ég að syngja í sturtunni......

Thursday, January 03, 2008

kerla fer í herþjálfun




....Það er margt í mörgu....




Ég er nýkomin úr "herþjálfuninni" eða svokallað boot-camp. Þarna mæti ég hálf skjálfandi á beinunum yfir þessu, hugsaði með sjálfri mér "Kristín það er ekki of seint að snúa við áður en það verður of seint". hmmmm. Það fyrsta sem ég sá var hópur fólks sem blasti við þegar ég opnaði dyrnar og þetta fólk leit út fyrir að vera sárþjáð, svitinn lak af í tonnavís og þjálfararnir gnæfðu yfir þeim eins og hrægammar öskrandi 50 armbeygur! Femmmteiiigju ammbeigjööör, sjísús ég tel mig heppna ef næ 1/5 úr armbeygju. En nú er ég komin að afgreiðsluborðinu og ég rétti út 14.000 kallinn í leiðslu, ég held að ég hljóti að vera masókisti, það bara hlýtur að vera! Dagmar er hvergi í sjónmáli og ég hringi í hana skelkuð, plísss koddu koddu! Ég er orðin of sein í tímann því þegar ég lufsast með skömmustuleg aukakílóin mín niður stigann mætir mér þjálfari, sem er nú reyndar voða almennilegur og ég öðlast aftur trúnna á þjálfarakynið. Byrjaðu að hita upp í þessu tæki! Ég sest stressuð og byrja að hífa eitthvað tól að mér og sé allt í móðu, það er fullt af fólki í salnum að hoppa og þess á milli hendir það sér á gólfið og gerir magaæfingar,armbeygjur,froskahopp og handahlaup allt í einu að mér virðist.




En nú er komið að mér að taka þátt í þessum sirkus...jeij érrr að hoppa og allt í góðu mar, hehe ég er nú bara í þrusuformi og jess þetta er svona grenningarspegill! jæja svo pörum við okkur saman og greyjið konan sem lenti með mér. Við áttum að skiptast á að HLAUPA upp og niður stiga, meðan hin gerði þartilgerð hopp, fyrsta hollið gekk nú alveg bærilega, en kerla var ekki lengi í paradís því ég þurfti að ÆLA! Og á meðan þurfti konan að gera endalaus hopp.




.....Jessörrí þjóðsagan er sönn, fólk ælir í boot camp! Eða allavega ég...og ekki nóg með að ég ældi einu sinni því þegar við vorum að gera saklausar teygjur þá hvítnaði mín og þurfti að hlaupa á klóið til að æla aftur.....




Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta þá mæli ég eindregið með Boot-camp þrátt fyrir hryllingssöguna hér að ofan. Ég held að þetta sé nákvæmlega það sem ég þarf til að komast í form! Og þetta er góð áskorun, ég hef sett mér markmið fyrir næsta tíma "reyna að komast í gegnum tímann án þess að æla".

Thursday, December 13, 2007

græn maurætupiparkaka,fiðurkollur í sundi og tannleysi

Sat í bleika prinsessuherberginu áðan, í turnherberginu góða, nýbúin að skreyta piparkökur, með græna maurætupiparköku í poka handa Þórði sem var bytheway það dolfallinn yfir listrænum hæfileikum mínum að hann át vesalinginn fljótt, snöggt, engar þjáningar, piparkökudrengir og stúlkur um allan heim hefðu ekki getað endal líf sitt hraðar og betur.

Ég er byrjuð að vinna í fríinu mínu, á gamla staðnum mínum á Hrafnistu, endurhæfingadeild. Held það sé ekki betri leið til að komast í jólaskap en að skottast um með gamlar fiðurkollur og kalla, spjallandi um gömlu jólin við vitur fólk sem man tímanna tvenna ef ekki þrenna!
já það er alveg yndislegt að vera þarna. Svo ætla ég að syngja í jólasundinu næsta mánudag. Þá verður jólastund í sundlauginni, presturinn og fólkið á bakkanum, sundgellurnar í lauginni að sýna fimi sína, ég þarna eitthvað að reyna að vera dívuleg við kvennaklefan og malt og appelsínið fllæðir, konfekt og kroppasýning. Er ennþá að velta jólalögunum fyrir mér, ætla að syngja þrjú lög, get bara ekki ákveðið mig!

Ef þið hafið hugmyndir að jólalögum sem gæti verið sneddí að syngja á sundlaugarbakka þá endilega spill it át...

Mig dreymdi í nótt að ég missti úr mér tennurnar ég hélt á þeim í lófanum því ég ætlaði að setja þær uppí mig seinna. Síðan kom Páll Óskar inní þetta einhverveginn, man ekki hvað hann var að gera en ég var allavega tannlaus!

.........Steikt,steiktari,steiktust..........

Friday, November 02, 2007

Kveðja

Ég stóð í fimm ára gömlum sporum, með fimm ára gamlar minningar í hausnum horfði ég inn um dyrnar og kvaddi. Ég stóðst reyndar ekki mátið að gægjast innum gluggann á leið minni út í fyrsta stjörnubjarta vetrarkvöldið. Allar stjörnurnar á himninum virtust reyna af öllum mætti að gægjast með mér en ég sagði bara hingað og ekki lengra, þetta er minn fortíðargluggi.

Þarna sá ég mig liggja við hliðina á þér, fullkomlega ómeðvitaða um okkar samfléttaða farveg starði ég í augun þín og þú í mín, Harold and Maude í bakgrunni, hálfétin pizza á borðinu, ég með símanúmerið þitt í vasanum og bókina sem þú gafst mér, þú horfðir á mig eins og ég mætti ekki fara, því ég var brothætt og gæti þess vegna splúndrast í þúsund trilljón glerbrot yfir gjörvalla Norðurmýrina og hjarta þitt. En ég kom aftur og í fimm ár kúrðum við saman í holu sem var hlý og lítil og við uxum saman eins og rætur, rændum stundum sólinni og hlóum og héldum okkur fast í hvort annað þegar myrkrið reyndi að hrifsa og grípa.

Ég stóð þarna kulin fyrir utan gluggann, með skúringamoppu í einni og skítuga tusku í hinni, þú reyktir þína síðustu sígarettu í "koníakforstofunni" og ég gat ekki hætt að gægjast. Einhver óljós söknuður greip mig heljartaki, það var eins og ég væri að kveðja gamlan vin sem væri á leiðinni til útlanda í óákveðinn tíma, þú veist að þið mynduð vera í sambandi en það yrði aldrei aftur eins.

Grár köttur sem átti það stundum til að kíkja í heimsókn inn um gluggana mjakaði sér nær mér í myrkrinu og gott ef hann var ekki glottandi á svipinn, en hann var reyndar hálf umkomulaus greyjið og stóð við hliðina á mér með spurn í augum og ég spurði hann hvort hann ætti eftir að sakna mín, en þá sá hann hvíta læðu uppí tré og hunsaði mig, enda mundi hann eftir "stóra harðfiskmálinu".

Eigum við ekki að drífa okkur heim? sagðir þú og ég horfði uppí himininn á blikkandi stjörnur sem vildu gægjast og bauð þeim að ganga í bæinn.

Thursday, October 25, 2007

betri er ein kúla í vasa en þrjár á haus

Ég sit undir súð í nýju íbúðinni minni og drekk kaffi úr nýju kaffivélinni minni! Já ég er flutt á Kirkjuteiginn og erum búin að koma okkur vel fyrir hér, hérna er hægt að stand upp og taka fleiri en eitt dansspor, hérna er líka hægt að skunda uppí ris og lesa eða dútla sér. Eldhúsið er bara rosalega stórt miðað við það sem ég á að venjast, það er meira segja hægt að snúa sér við án þess að reka sig í skáphurð og skáparnir eru svo stórir að meðalstór dvergur gæti hæglega falið sig þar (ef hann vildi) fæ nú sjaldan dverga í heimsókn samt. Fékk börn um daginn og þau fíluð sig í bleika prinsessuherberginu og þá sérstaklega að láta læsa sig inni!

Ég er aftur á móti öll í kúlum á hausnum því ég er alltaf að slá honum utan í súðirnar, aðallega þar sem ég set sjónvarpið í samband og er alltaf jafn hissa þegar þetta gerist, ég er ein af þeim sem læri illa af mistökum, kannski þyrfti ég að einangra íbúðina með einhverju mjúku?

Svo verður innflutningspartý einhvern tímann í nóvember og þá vonast ég til að sjá sem flesta en ég læt vita hvenær það verður.

Kveðja Kristín kúluhaus ;)

Sunday, October 07, 2007

..hring eftir hring eins og fjöllin sem mig umvöfðu..

þá er ég nýkomin frá Ísafirði, var þar á vegum lhi á námskeiði sem stóð frá mánudegi til föstudags! Þetta var bara frábær ferð, við vorum um 20 manns, öll á fyrsta ári í tónlistardeildinni. Fengum eitt stykki gistiheimili undir okkur og gátum flippað eins og við vildum. Skemmtileg minning frá fyrsta kvöldinu þar sem allir drógu fram hljóðfærin sín og sátu í stofunni og spunnu saman. Það var svoldið skrýtið fyrst að geta ekki dregið fram hljóðfærið sitt, stillt það og byrjað að spila útí bláinn, röddin er svona aðeins öðruvísi hljóðfæri og ég fann það fljótlega að ég ætti bara að láta vaða með mín hljóð, fannst fyrst eins og það væri ekki að gera sig en svo bara hætti ég að hugsa og fór að leika mér með hljóðfærið mitt, kannski aðeins of mikið því ég er hálf raddlaus núna hehe.



Við þurftum að vakna snemma til að mæta á námskeiðið og kennararnir okkar, Sigrún og Paul, byrjuðu á því að hita okkur upp með allskyns rythma æfingum og klöppum og hljóðum. Síðan var planið að semja tónverk sem við síðan fluttum í lokin ásamt hópi af krökkum úr tónlistarskóla ísafjarðar. Þetta gekk nú svona upp og ofan þar sem þetta var asni fjörugur hópur og sumir vöktu lengur en aðrir að djamma og dansa, löggan á ísafirði fékk allavega að vinna aðeins fyrir kaupinu sínu því hún kíkti víst í heimsókn á hverju kvöldi! En þetta var nú samt allt í góðu, allir bara í fíling.

Það var alveg yndislegt að fara á æskuslóðirnar og hlaða batteríin,
ilmurinn úr gamla bakaríinu!

Björnsbúðin hennar ömmu brosti á móti mér og hvíslaði að mér gömlum minningum,

Ég fann bananalyktina góðu úr Björnsbúðinni á meðan ég horfði nostalgígjulega á fjöllin.
Ohh þessi fjöll!!

Og þegar ég söng á svölunum milli fjallana fyrir ömmu og bara fyrir ömmu þá fannst mér ég hafa lokað hringnum. Æskuhringnum.

Og Þegar ég sagði við afa hvað mér þætti vænt um hann og knúsaði hann jafnvel þótt hann gleymdi því jafnóðum hvað ég sagði þá fannst mér ég vera komin aftur á stað sem mun ávallt vera hluti af mér, ég heyri mig segja "mér þykir svo vænt um þig afi minn" aftur og aftur og aftur jafnvel þó hann gleymi því jafnóðum er ég búin að loka hringnum og nú mun þessi ást og orka snúast hring eftir hring eins og fjöllin sem mig umvöfðu.

Friday, September 21, 2007

Hamingja og húsnæðismál :)

Við erum rétt í þessu að fara að skrifa undir kauptilboð í íbúð sem við gerðum tilboð í í gær! Og við ætlum að taka tilboðinu frá þeim! Erum alveg rosalega spennt, ég get ekki borðað ég er svo upptjúnuð! Hamingja og húsnæðismál beint í æð. Þetta er algjörlega draumaíbúðin, á besta stað í laugarneshverfinu, rétt hjá laugardagslauginni og World class (nú hef ég enga ástæðu til að mæta ekki í ræktina) og fyrir það fyrsta er íbúðin geðveikt falleg, mjög spes,undir súð og með risi og endalausu geymsluplássi inní veggjum hehe. Við féllum kolflöt fyrir henni þótt hún kosti slatta þá verðum við þar sem við viljum vera, sem skiptir öllu máli ;)

Plús hún er laus!!!! Við getum fengið hana 8.október, rétt fyrir afmælið hans Þórðar :) Hér erum myndir af íbúðinni....

http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=262996

Thursday, September 20, 2007

spennan magnast!

Ég er svo spennt að ég gæti ælt!!!!

Erum búin að finna draumaíbúðina og hún er æðiiiiiii.....Risíbúð á Kirkjuteig......


Nú er bara að krossa fingur,tær,augu og eyru og vona það besta!

Friday, September 14, 2007

Við viljum Randver!

Stöndum saman Randversaðdáendur!
Sniðgöngum Spaugstofuna!

Við viljum Randver!

Við viljum Randver!

Við viljum Randver!

.....það er engin betri í að leika konu.....

búin að selja vífó?

Erum hnífsbreidd frá því að selja Vífilsgötuna!!!

Eftir rússíbanadag í gær, drama og endalaus símtöl, þakleka, tortryggna fasteignasala, vonbrigði, yfirlýsingar og óvissu þá virðist allt vera að smella saman í einn heitan hamingjusaman hrærigraut :)

Jább, ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar áður en kaupsamningur er undirritaður en þá erum við sko hérumbil búin að selja slottið og auk þess gera góðverk fyrir alla sem hér búa því búið er að redda þakleka málinu og engin þarf að borga nema þeir sem hafa hagsmuna að gæta í því máli. Jibbíkóla!!!!

Og nú tekur bara við leitin að draumahúsinu ;)

Saturday, September 08, 2007

Ekki í frásögur færandi?



Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér síðustu vikur, allt að gerast í skólanum og sona.


Fórum á ættarmót þar síðustu helgi á Hyrningsstaði, systkini mömmu og börn og barnabörn. Jisús, ótrúlega skrýtið að sjá fullorðna einstaklinga sem ég sá síðast sem krýli! Þetta er það góða/slæma við ættarmót mar verður svo áþreyfanlega var við tímann og fyrir ykkur sem vissuð það ekki þá flýgur hann ;) Jább, sirkustjald blasti við okkur í sveitinni og forláta lamb á teini sem snérist hring eftir hring og endalaust af skyldmennum með bleika hatta, hver ætt átti sinn lit, svo spilaði annar hver maður á gítar þannig að það var sungið langt fram á kvöld. Svo má ekki gleyma öllum leikjunum sem var farið í, öskubuskuævintýrið er sko ógleymanlegt. Gleymi ekki Herbein í hlutverki töfradísarinnar, bara fyndið.


Ég gerði stór mistök fyrr í vikunni, mistök sem ég læri af og reyndar sýndu mér að ég er nú bara nokkuð sterk. Sumir menn eiga bara ekki að vera kennarar eða gefa sig út fyrir að vera það. Mér bauðst að syngja fyrir mjög þekktann mann í óperuheiminum (hér á landi). Sem söngkonu þá fannst mér það mjög spennandi. Var fyrst og fremst að gera það af forvitni og til að fá uppbyggileg ráð varðandi söng minn. En þar skjátlaðist mér gríðarlega. Þessi þjóðþekkti maður gerði lítið annað en að gera lítið úr mér og hefur mér aldrei nokkurn tíman liðið jafn illa að syngja. Hann hafði ekkert að segja, engin ráð, enga kennslu. Ég þraukaði þrátt fyrir nastý komment og reyndi að gera mitt besta úr þessari hörmung. Eftirá leið mér eins og ég hafði verið niðurlægð, höfð af fífli. En það var í raun bara hann sem gerði sig af fífli og ég er það sterk í dag að ég læt ekki óþroskaða belgi blása mér um koll.


Svo er ég búin að vera á Masterklass námskeiði, norskur ljóðasöngvari var að hlusta á okkur syngja Grieg. Þvílíkur munur á þessum tveimur mönnum, ætla ekki að lýsa því. Nú veit ég hver munurinn er á alvöru kennara og wannabe kennara. Ótrúlega gaman á þessu námskeiði, hann ráðlagði mér að vinna að botninum og finna mig í röddinni, finna grunninn. Ég skildi alveg hvað hann var að fara, inní mér klingdi það bjöllum. Hann sagði að ég væri með mjög stóra rödd og þyrfti að vera óhræddari að láta vaða. Ég fékk bókstaflega sjálfstraustið aftur sem söngkona.


Díses það er eitt sem mig langar að deila með ykkur esskurnar. Einu sinni fyrir langa löngu þá var kerlan á Herbalife. Sem er ekki í frásögur færandi nema að með pakkanum fylgdi málband sem er ekki í frásögur færandi nema að um daginn notaði Þórður málbandið til að mæla glugga, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann komst að því að málbandið mældi ekki rétt! Það vantaði fjóra sentímetra á metrann! Þá fékk ég flassbakk því einhvern tíman hafði ég skráð samviskusamlega þá sentímetra sem um mig lágu í þar til gerða bók sem er ekki í frásögur færandi nema að seinna notaði ég "alvöru" málband og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði bætt slatta af sentímetrum á mig sem þá samkvæmt vísindalegum niðurstöðum höfðu alltaf verið þarna en Herbalife mælingin hafði slegið ryki í augu mín allan þennan tíma. Nú verð ég s.s. að skilgreina mig uppá nýtt, sona sentímetralega séð.......


Í lokin ætla ég að óska Ellu litlu systur til hamingju með 25 ára afmælið 3. sept og Unnari stjúpbróður til hamingju með "the big 30" líka 3. sept. Til hamingju elsku snúllurnar mínar. (sorrý Unnar að ég kallaði þig snúllu ;)


á góðri stund á leiðinni í disney world :)

Tuesday, August 21, 2007

Summertime and the living is easy ;)


Jahérna, sumarfríið búið! Danmerkurferðin var alveg rosalega skemmtileg, við vorum í íbúð í Horsens á Jótlandi, sem var kannski aðeins of lítil fyrir níu manns. Hehe en þröngt mega sáttir sitja um klósettið ;)




Þórður fríkaði út á því að umgangast fjölskyldu mína þannig að hann fann sér aðra ;)

















Við byrjuðum á að eyða helgi í Köben, þar mátti m.a versla! Þar sem ég var búin að taka út minn
verslunarkvóta í Ammeríkunni þá verslaði ég náttlega ekki neitt! Bara 6 kjóla, fimm pör af skóm, leðurjakka, fínan jakka, 5 sokkabuxur,4 peysur, tvær skyrtur, 3 boli,15 brækur,tvö belti, fjögur sjöl,andlitshreinsi og andlitsvatn og 10 klassíska geisladiska. Takk fyrir vísa. Við fórum í Tívolí á laugardagskvöldi og frekar seint og byrjuðum á því að fá okkur að borða rándýra súpu á veitingastað því það var það eina sem við tímdum að borga fyrir, enda frekar dýr staður, svo náðum við bara að fara í eitt tæki, rólurnar sem fara lengst uppí rassgat. Svo var haldið til Horsens og þar var ýmislegt gert sér til dundurs eins og að: fara í skemmtigarða, regnskógargarð, safarídýragarð og keilu, við skoðuðum Árhús og gamla bæinn þar, við stelpurnar vorum duglegar að versla en ég hafði ekki eins mikið úthald og mágkonur mínar, Hafrún og Petra hehehe. Svo voru auðvitað ólík sjónarmið í svona stórum hóp og sumir vildu fara í moll á meðan við fengum grænar bólur við tilhugsunina! Skruppum til Þýskalands, til Flensburg og Kiel, fórum á ströndina og týndum krabba, ég og Þórður leigðum okkur reiðhjól og hljóluðum inní skóg, skoðuðum næturlífið í Horsens, fór á djammið með Háksa litla bró, weird hehe, spiluðum póker útí eitt, ég vann tvisvar,drógum að okkur heimilislaus dýr í Horsens og vorum ligeglad eins og danir.

















Hef nú aldrei kynnst jafn afslappaðri stemmingu og í danmörku. Fyndið hvað allir eru í slow motion t.d í þjónustu á veitingastöðum og sjoppum. Þegar við biðum í hálftíma í röð eftir pulsu og þegar röðin var komin að okkur að kaupa þá fengum við númer og áttum að fá okkur sæti, Vá sæji það gerast á bæjarins bestu!


Hákon drapst á ströndinni :P













hjólreiðagarparnir :)












Sófadýr í Horsens







Hittum Össur Skarphéðinsson!
j
æja en þetta var bara ótrúlega gaman og nú er alvara lífsins tekin við, skólinn er byrjaður og ég er búin að sitja sveitt í dag á kynninganámskeiði um stafræna miðla í tónlist, mig langar alveg ógó mikið í tónlistarforritið Reason þessa stundina


Það er svo mikil spenna búin að vera í mér þessa dagana, að byrja í nýjum skóla og alles. Þetta er svona eftirvæntinguspennuhnútur og eftir þessa tvo daga þá lýst nér ansi vel á LHÍ, fínn mórall og virkar svona persónulegur skóli og alveg skrambi kröfuharður. Ég er aðallega í skyldufögum á þessari önn, er í tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsögu og svo tungumála og framburðarkennslu og svo fara alveg cirka tveir dagar í einkatímana og sönginn. Er voða spennt að byrja að syngja aftur
Var í stöðuprófum áðan í tónheyrn og nótnalestri og það gekk sæmó, ætla að fara í undirbúningsnámskeið því mig langar að fá grunninn almennilega, hef aldrei farið í tíma í þessu en get svona reddað mér. Svo er hljómfræðin líka svoldill höfuðverkur en ég er ekkert ein í þessum sporum, við erum öll á svo mismunandi stigum þegar við komum í skólann og það verður bara að hafa sinn gang.


Svo ætla ég í lokin að óska mömmu hjartanlega til hamingju með leikskólastjórastöðuna!!!!!

Tuesday, July 31, 2007

ég fer í fríið....

Vinn á morgun og svo er ég komin í frí og mun líklega vinna minn síðasta vinnudag á Endurhæfingardeild Hrafnistu. Ég kveð með söknuði, vá alveg yndislegt fólk gamalt sem ungt, en veit að þau losna ekkert svo auðveldlega við mig því ég ætla að syngja í Jólasundinu í desember og svo verð ég eitthvað að syngja við messur í haust.

Jiddúdda ég er að fara út ekkjámorgunheldurinn! 16 dagar hvorki meira en minna og svo þegar ég kem heim þá byrjar skólinn :)

Erum búin að mála eins og geðsjúklingar síðustu daga og það sér fyrir endan á þessu hjá okkur. Ætlum að setja íbúðina á sölu í haust, vonandi, kaupa svo aðra, vonandi.

Wednesday, July 25, 2007

Köben baby yeahhhh

Sumarfríð er á næsta leiti, eða þarnæsta fimmtudag :) En þá munum við fljúga til köben ásamt Bjögga bróðir og Hafrúnu kærustu hans. Ohhh ég hlakka svo til. Við verðum í þrjár nætur í köben á hóteli ca 10 km frá bænum, sem er bara í góðu, tökum bara lestina :) Ætlum að kíkja á allt þetta hefðbundna sem fólk gerir í köben, strikið og tívoli, drekka bjór og bara njóta lífsins ligeglad :) Síðan keyrum við til Horsens þar sem familían er með íbúð.


Guð hvað það er skrýtið að ég eigi bara eftir að vinna í viku og svo er ég hætt!! Er varla að trúa því að skólinn sé að byrja. Ég er svona að velta því fyrir mér hvaða kúrsa ég ætti að taka um nóg er að velja http://lhi.is/Kennsluskra/?deild=16&braut=69


er allavega búin að ákveða að velja "Litla-hraun", og "skapandi skrif", langar líka á slavneskt ljóðasöngsnámskeið og framburðarkennslu.


Já spennandi tímar framundan :)








See yahh ;)

Tuesday, July 17, 2007

í fystu hljómhvörfum

Ég á mér lítið, skrýtið, hliðarlíf sem nefnist hljómfræði.

Í þessu litla hliðarlífi leysi ég hljómakort og skrifa niður hljómaraðir í fyrstu hljómhvörfum, þ.e þegar þríund þríhljóms er í bassa kallast hann sexundarhljómur enda er þá sexund milli bassatóns og grunntóns.

Ég er í fyrstu hljómhvörfum í dag. Akkúrat sexund milli bassatónsins og grunntóns inní mér núna. Enda í svaka stuði. En ekki hvað?

Var að koma úr hjólreiðatúr. Hjóluðum í Nauthólsvík og niðrí Elliðárdal. akkúrat sexund þar á milli. hjólaði barasta útúr fyrstu hljómhvörfum og inní fersexundarhljóm þ.e.a.s. Norðurmýrina. Var í C-lykli þannig að þetta var aðeins erfiðari leið. Passaði mig reyndar ekki alveg nógu vel á samstígum áttundum og fimmundum á leiðinni og datt oní forarpoll. Eða var það Diabolus in musica sem felldi mig? Hljómar tónskrattalegt. Bölvaður.

Wednesday, July 11, 2007

??

Að kaupa eða ekki kaupa, það er spurningin...

Það bíður fjólublár kjóll eftir svari við þeirri spurningu....

Á ég? Á ég ekki?

7000 kr. á útsölu hjá Ester flautubúðarstelpu ;)

Spurning um að vísa svari spurningunni!

Thursday, July 05, 2007

paint forritið klikkar ekki!


Þórður prik




Kattarkonan



Uhhh skuggalega lík jay leno :S










Fríksjóv




Flugan!






Cher wanna be ;)










Græna tröllokonan?
Mínns var að dunda sér í paint og það er alveg ótrúlega forvitnilegt að sjá hvernig mar breytist við það að færa til augu, nef, munn og höku...
Ég er t.d. nokkuð lík Cher ef ég færi kinnbeinin neðar og munninn líka....þá veit ég hver yrði fyrir valinu ef ég færi í svona "celebrity makeover".

















































Wednesday, June 20, 2007

Kvennahlaups-Kerlur og rómantískir-karlar á Hrafnistu

Sumarið er komið! Loksins. Rónarnir farnir að fá lit í vanga sem er hinn fullkomni sumarboði.

Sumarið er farið að smeygja sér inní sálina á fólki og allir eru jarmandi glaðir eins og ég fékk að upplifa í dag í vinnunni. Við förum í göngutúra með fólkið og í dag sátu nokkrir herramenn á göngum hrafnistu og spiluðu á gítar og sungu (bjartar vonir vakna heyrðist mér), einn gerði sér lítið fyrir og bauð mér í dans þrátt fyrir sjónleysi og skerta göngufærni. Hann gerði sér lítið fyrir og henti frá sér göngugrindinni og greip mig bara glóðvolga, hann var líka þessi fíni dansari, enda Bolvíkingur, saman dönsuðum við um ganginn og uppskárum dynjandi lófaklapp nærstaddra ræstitækna frá tælandi að mér sýndist. Svona augnablik eru demantar, finnst svo leiðinlegt að þurfa að hætta í vinnunni í haust. Ég verð að vera dugleg að fara í heimsókn og dansa við gamla kalla og virkja í mér gleðina.

En show must go on. Ég ætla að muna að taka myndavélina mína með í vinnuna áður en ég hætti og festa fólkið frábæra á filmu eða segir mar ekki digital í dag? Hér er smá innsýn inní lífið og starf á Hrafnistu, deildin okkar sá um kvennahlaup fyrir ungar sem aldnar kerlur!

Girl power :) http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301832/3

Er svo stolt af konunum okkar! Takiði eftir viðtalinu við Þórdísi hún er alveg brilliant kona...Hennar skoðun er sú að fólk ætti að drepast daginn eftir að það hættir að vinna...og hananú...

Saturday, June 09, 2007

Sagan um moldvörpuna og risa rottuna...allegoría um íslenskt samfélag...

Einu sinni var lítill moldvarpa sem bjó í moldvörpulandi, hún var í meðallagi loðin, tannhvöss með eindæmum og dansaði salsa eins og það væri enginn morgundagur við risa rottu sem átti við alvarlegt þunglyndi að stríða. Einn daginn hætti moldvarpan litla að dansa salsa og risa rottan með alvarlega þunglyndið snéri sér að einmanna hagamús sem valdi alltaf röngu týpuna. En moldvarpan ákvað hins vegar að skella sér í viðskiptafræði, í fjarnámi, þrátt fyrir minnimáttarkennd og prósentufælni. Það veit enginn hvað gerðist síðan, hvað varð um Risa rottuna og hagamúsina sem valdi alltaf röngu týpuna? Var risa rottan rétta týpan? Er moldvarpan að vinna hjá kaupþingi? Og er hún hætt að dansa salsa eins og það sé enginn morgundagur?

Þetta er allegoría um íslenskt samfélag. Eða hvað?

Tuesday, June 05, 2007

Ferðasaga (af íslenskri fjölskylda í ameríku og öðrum hryggleysingjum)

Komin í kuldann, reyndar fyrir næstum því tveimur vikum, var brún en er sem betur fer búin að endurheimta brúnkuklútsvænu hvítu húðina :)





Orlando var mjög sérstök upplifun, þetta var rosalega afslappandi og góð ferð, fjölskyldan var auðvitað í fyrirrúmi og mér leið svoldið eins og ég væri orðin tíu ára aftur ;) sem er góð reynsla fyrir 27 ára kerlur á hraðlestinni "þrítugsaldurinn nálgast óðfluga.is". Ég, Ella og Alexander vorum staðsett í aftursætinu á fjölskyldutrukknum ammeríkuvæna og náðum áður óþekktum hæðum í grettum og fettum og yndislegum fábjánaskap. Örfáar myndir náðust því til staðfestingar og ykkur öllum til yndisauka.











































Húsið sem við vorum í var algjört æði, Mjög amerískt allt, þið vitið hvíti stóri stiginn, ískápurinn með klakavél, sundlaug og flatskjár í hverju herbergi ( Reyndar svoldið íslenskt líka !) Desperate housewives umhverfi, sáum samt fáar örvæntingafullar á hælum, sást aðeins til einnar áttræðar sem var að "viðra" sig í bílskúrnum. Edie hvað? Dýralífið var alveg frábært þarna, eðlur, íkornar,storkar, kanínur, slöngur, skjaldbökur, kakkalakkar, dodo flugur (svokallaðar graðflugur) og svo má ekki gleyma honum Hafliða.



jább, hiti og sviti, morgunmatur á sundlaugarbakkanum, amma að telja flugvélarnar sem flugu yfir, núðluhopp og núðluskopp í lauginni, sólarvörn og Albertsons.



















































Það sem mér fannst mjög skrýtið þarna er að í Orlando er enginn miðbær, eins og við þekkjum úr Evrópu eða annars staðar. Furðuleg tilfinning að geta ekki rölt um miðbæ og setjast niður á kaffihús og hafa það huggó. Þú ferð allt á bíl, enda sér mar ekki marga ganga, vegalengdirnar eru svo miklar. Hehe, við fengum hálfgert menningarsjokk fyrsta kvöldið þegar við fórum út að borða, keyrðum á aðall veitingahúsagötuna og þar var allt morandi í skyndibitastöðum, þar voru svona hlaðborð all you can eat (children eat for free), frekar svona subbuleg stemming og við vorum fínt klædd og ekki alveg í stuði fyrir að sitja í mötuneytisstemmingu þar sem takmarkið var að hlaða eins mikið af mat og mögulegt var. Úff, svo sá maður heilu fjölskyldurnar afvelta af fitu og mjög margir komnir í rafknúna hjólastólabíla því þeir gátu ekki gengið lengur. Enda svo sem ekki gert mikið ráð fyrir því að þú gangir mikið.


Flórída er náttlega þekkt fyrir garðana sína, við fórum í Universal Studios og Disney World og Wet´n wild rennibrautagarð. Það var mjög gaman í Universal en mér fannst nú Disney world frekar mikil vonbrigði, æji þetta er svona kauptu kauptu, ofgnótt af öllu, yfirþyrmandi Disney tónlist alveg að æra mann og endalausar biðraðir inn í tækin. En hefði samt ekki viljað missa af þessu. Bara langar ekki að fara aftur. Aldrei aftur!!!!!!

Jább þetta var bara rosa gaman og gott að hrista fjölskylduna saman í amerískan shake´n steak


















































Saturday, May 05, 2007

Og svarið er? JÁ

Jæja, fékk að stelast á netið hjá múttu, er laus við veraldarvefinn eins og er og ég er ekki frá því að ég sé laus við fráhvarfseinkennin! En síðasti mánuður var kvöl og pína, þurfti að bíða og bíða eftir svarinu mikla frá skólanum og eins og þið flest vitið þá var svarið JÁ :)

Ég er s.s að fara í listaháskólann næsta haust og mun því syngja eins og brjálæðingur allavega næstu þrjú árin ef allt gengur að óskum.

Svo er það bara Flórída á föstudaginn, ég missi s.s af eurovision og kosningunum!! En við Ella vorum nú eitthvað að ræða það að láta ekki deigann síga og verða sjúklega despó og horfa á þetta bara úti, stökkvum bara í laugina þegar það koma leiðinleg lög ;) En ég veit ekki hvort ég geti gert sjálfri mér þau leiðindi að fylgjast með kosingunum í 30 stiga hita? Uhh ég held ekki. En ef það er ekkert annað að gera í flórída en að horfa á Boga benda á línurit og spaugstofuna syngja framsóknargamanvísur inn á milli þá má svo sem gera það. Bara in case sko....

Thursday, April 12, 2007

Hoppandi happy !!

jæja esskurnar þá er áheyrnarprófið búið og það gekk bara vel, held ég. Ég þurfti allavega bara að syngja 3 lög því "dómnefndin" sagðist vera búin að heyra nóg, hehe. Ákvað að lesa í jákvæðu hliðina í staðinn fyrir að hugsa "hva, eru þau strax búin að gefast upp á garginu". Ég er reyndar alveg obboðslega kaldhæðin stundum þegar síst á við og sagði alveg þykjustunni svekt "viljiði ekki heyra mig syngja meira?" alveg viss um að djókið myndi skiljast því ég tísti eitthvað hysterískt á eftir. Neinei, þegar ég er búin að þakka innilega fyrir mig og labba söngkonulega út þá kemur ein konan sem var að dæma og er alveg miður sín og segir "þetta þýðir sko alls ekki að við viljum ekki heyra þig syngja meira, ekki taka því þannig, ekki" og ég alveg voðalega ekki miður mín og þurfti að sannfæra hana um að ég væri nú bara sátt.
Fékk allavega faðmlag frá einum dómaranum og það er kannski auka samúðarstig þar hehehe...

Jamms ég var bara ultra kúl á því í flottasta svarta kjólnum mínum og silfur skónum mínum, en ji hvað ég er fúl við sjálfa mig að hafa verið í svona "klessum öllu inn" sokkabuxum því ég fann þær skríða óþægilega mikið niður eftir eina rokuna, það tekur sko á skrokkinn að góla þetta pípól ;) Hvenær verða framleiddar sokkabuxur sem renna ekki niður? þá meina ég samt ekki nælonsamfestinginn sem á að grenna mann um tvær stærðir og nær frá hálsi niður að tám!

Kannski er það bara ég en ég er alltaf jafn lekker þegar ég tek bóndakonutakið á buxunum og toga þær upp eins og kraftlyftingakona og kúluvarpari frá Úkraínu. Bara sexy sko......

Það voru svona sirka 10 manns að hlusta og ég var næst síðust yfir daginn, þau voru öll mjög þreytuleg greyjin enda varla komist í mat allan daginn, ohh það hefði verið smart múv að koma með snittur eða eitthvað, svona örlítið matarmútur getur ekki klikkað.
Sumir horfðu stíft á mig á meðan aðrir lygndu aftur augunum, allir að hugsa sitt og ekki síst að DÆMA mig!
Éger að hugsa náttlega fyrst og fremst um að syngja en aðrar hugsanir eru óhjákvæmilegar eins og;

er ég opin,
shit vantar legato?
er ég nokkuð að rugga alltof mikið?
er ég að horfa óæskilega mikið í augun á Gunnari Kvar´'erann?
gavuð hvernig ætli sé að vera með svona hár?
úbbs er of andstutt, þarf að anda eftir næsta erindi
ómæ þar fóru sokkabuxurnar niðrá hæla
brosa, brosa, kankvís, kanksvís
koma svo tregafulli svipur
túlka túlka túlka
ætli mozart sé að hlusta?
kommon fæ ég ekki að syngja bláu nunnurnar?
ji hvað það væri óviðeigandi að prumpa akkurat núna



Ég ætlaði að ná augnsambandi við alla í salnum, ákvað það áður en ég fór inn í salinn, það tókst og ég varð ekkert stressuð þótt ég mændi djúpt í augun á blessuðu fólkinu, mar tekur líka eftir því að um leið og ég fór að horfa á þau þá var eins og þau tengdust betur því sem ég var að syngja, allavega fannst mér það. Ég ætla s.s að komast inn í skólann og sé alltaf fyrir mér símtal frá Elísabetu sem segir kát"þú komst inn" og ég alveg hoppandi happy :)

Thursday, April 05, 2007

Vitni óskast

Kerlan á 27 ára afmæli í dag og óskar hún eftir vitnum sem geta sagt henni hvar hún hefur alið kerluna síðustu 7 árin því að hennar vitund er hún aðeins tvítug þrátt fyrir ótvíræðar gáfur og þroska á við jesús.


Vitnin eru vinsamlegast beðin um að koma í partý þegar hún er búin að taka inntökupróf í listaháskólann og já ef hún kemst inn verður húllumhæ og þeir sem geta vitnað um veru hennar og óveru síðustu ár mega láta gamminn geysa....



sjáiði bara ekki deginum eldri en tvítug!!!

Tuesday, April 03, 2007

flórída úje



helló esskurnar ! jæja, haldiði ekki að mín sé á leiðinni til Flórída í maí! Jebbsörí, Pabbi og Helga eru með hús þar sem lítur nákvæmlega eins út og Wisteria-Lane í Desperate housewives. Svæðið er svona country club og er lokað svæði, já það eru víst öryggisverðir þar og alles, það þýðir greinilega ekki annað í Bandaríkjunum. Hér eru myndir af húsinu:













Wisteria-Lane hvað?




























sundlaugin ummm...


















Ég gerði mér lítið fyrir og söng á árshátíð aðfanga á laugardaginn. Heppnaðist bara rosalega vel og ég fékk frábærar móttökur. Ég fékk nú ekki mikinn fyrirvara á þessu "giggi" en ég tími bara ekki að neita neinu sem mér bíðst ;) Enda komin með nettan seiðing í magann fyrir áheyrnarprófið í næstu viku!! Nú er bara málið að hafa óbilandi trú á sér, sungum í gær á svona hálfgerðri generalprufu, fengum að prófa salinn sem prófið fer fram í og vá hvað er geggjað að syngja þar. Alveg glimrandi hljómburður og ég er ekki frá því að mar fái smá egó búst í öllu þessu sándi :)
Tjá esskurnar mínar, er að fara að njóta þess að ég skuli enn vera bara 26 ára, ammælið mitt eftir ekki á morgun heldur hinn og þá fer ég á Blonde Redhead liggaliggalái.....











































Friday, March 23, 2007

I have a daydream

Þá er ég búin að leggja inn umsóknina í lhí! Svo hefur prófinu verið flýtt til 10. apríl, sem er by the way strax eftir páska. Það er allavega á hreinu að ég á eftir að vera stresshrúga um páskana!! Þetta er í raun alveg að bresta á og ég er ekki alveg viss hvar ég stend, er ég tilbúin? En ég á nú eftir að fá einhverja aukatíma og svona til að pússa þetta til. Vona ég.

Shit hvað tíminn flýgur.

Ég vildi óska þess að apríl væri liðinn, af hverju flýgur tíminn ekki yfir þann hjalla? Sem fyrst takk fyrir....Því þeim mun lengur sem ég fæ að velta mér uppúr mögulegum niðurstöðum úr þessu prófi þeim mun geðveikari verð ég. Ég geri ekkert annað en að dagdreyma, ég sé mig fyrir mér þar sem ég fæ fréttirnar, líklega frá Elísabetu, um að ég hafi komist inn þrátt fyrir slæma hljómfræði kunnáttu. Ég er hoppandi um eins og gleðikanína útum allt og hringi í alla og segi þeim tíðindin og held partý og alles, bíð náttlega öllum uppá hvítt og með því! En svo leynist í hausnum á mér önnur sýn, myrk sýn. Þar sé ég mig fá slæmu tíðindin, þú bara varst ekki nógu góð Kristín, þú ert búin að eyða tíma þínum í algjöra vitleysu vina mín og að auki sökkaru í Tónfræði, hljómfæði og nótnalestri!!! Ég sé mig fyrir mér útgrátna, með hárið úfið, ég lít út eins og goþþari eða Gilitrutt með heiminn á herðum sér, öskrandi útí myrkrið, ÉG MUN ALDREI SYNGJA FRAMAR,ALDREI....nema ég fái borgað fyrir það eða einhver nákomin mér gifti sig....

Og ég verð eiginlega að viðurkenna að það er ekki mikið svigrúm fyrir dagdrauma sem eru einhverstaðar þarna á milli. Svart eða Hvítt. Er nú samt aðallega að einblína á hvíta drauminn. Svona á milli þess sem ég daðra við þann svarta. Ohhh ég þarf virkilega á distraction að halda pípól.

Tuesday, March 20, 2007

MYNDIR MYNDIR!
Nýjar myndir á myndasíðu 2 :)

...........jól og áramót og bland í poka............

Jól og áramót og bland í poka


Takk fyrir mig elskurnar mínar :)

Friday, March 16, 2007

2,6 kg :)

2,6 kg. léttari eftir 2 vikur!!!! :) meira um það á kerladanska.blogspot.com

Tuesday, March 13, 2007

Slæmt slæmt fiskikarma!


Note to self...ALDREI ELDA FISK AFTUR.......


Mínir fiskidagar eru hér með taldir....Ég hef reynt af öllum mínum mætti að elda fisk og í öll skiptin hef ég hent honum....Fyrir utan skiptin sem Þórður hefur pínt matinn í sig.....Let´s face it Kristín þú ert ekki fiskimanneskja....Slorið mun því vera víðsfjarri mér í danska kúrnum ....

Hvernig er hægt að klúðra því að elda smálúðu? Mjööög auðveldlega skal ég segja ykkur. Smá návist við Kerluna er nóg...ÉG meina kommon, ferskt rósmarín, hvítlauksolía, salt, pipar og dasssh af sítrónusafa hljómar nú nokkuð safe, en látið ekki blekkjast þegar ég er annars vegar.

Ég hef virkilega slæmt fiskikarma pípól.......

Friday, March 09, 2007

Til ömmu

Þú fórst það var haust
himnaenni þitt kalt
ég strauk ofurlaust
og þér þakkaði allt

Hvert augnablik þitt tár
þú grætur hans ævi
um ókomin ár
falla í hjartans sævi

Hans hverfandi armur
þig hlýlega vefur
og hvíslandi harmur
þú veist hvað þú hefur

Og í eyra þitt segir
Ég grét, ég mun gráta
himnahöfuð þitt sveigir
þín þögn lífsins gáta

ljóðakerla

Dans frostrósarinnar


Ég er frostrós á rúðu
þú gefur mér 5 sekúndur af augum þínum
og ég stíg örlítinn frostdans fyrir þig
tindrandi

Þú horfir annars hugar á sólina
sem er að vakna af værum blundi.

Sást mig ekki bráðna.

Ég er lítill dropi á rúðu
þú gefur mér 5 sekúndur af augum þínum
og ég stíg trylltan dans fyrir þig
drullug

Þú segir annars hugar
"Loksins er sumarið komið"

Thursday, March 08, 2007

Er aldurinn afstæður?



komin með átaksblogg.(kerladanska.blogspot.com)

.....á dauða mínum átti ég von.....

En svona er þetta, ég er líka farin að mæta í kirkju einu sinni í viku...

......og áður en þið vitið af því þá á ég eftir að snúast alveg við og gerast heimdellingur og fara að ganga með gemsann á mér daglega, hætta að drekka diet kók og horfa á fótboltann um helgar....Eða eitthvað.....


En ég ætla að nota tækifærið og óska Endurhæfingadeild Hrafnistu til hamingju með 10 ára afmælið! Húrra,úrra, úrrrraaaaaaaaa!!!

ég verð nú samt að deila með ykkur lífspeki aldraðra áður en ég hætti. Á rölti mínu um daginn með konu á tíræðisaldri sem bar aldurinn afburða vel og gæti vel verið á níræðisaldri þá lét ég þá klisju útúr mér ,af einhverjum ungæðingslegum ástæðum og greinilega mjög skilningssljóum, að aldurinn væri nú afstæður. Ég var ekki fyrr búin að láta þessi umæli falla útúr mínum ekki mjög svo gömlu vörum að konan lítur á mig full hneykslunar og svipur hennar sagði mér allt sem segja þurfti, Nei ALDURINN ER EKKI AFSTÆÐUR. Og hana nú. þarna fékk ég kennslu í því að láta undir engum kringumstæðum útúr mér klisjur sem á einhvern hátt viðkemur aldri.
Ekki einu sinni klisjurnar "allt er fertugum fært" og "þú ert bara eins gamall og þér líður". því þegar ég fór að hugsa um að ég væri með þvagleka, gyllinæð og jafnvel stómapoka og ýmislegt annað sem tengist ellinni þá er ég ekki svo viss um að mér fyndist afstæðnin í aldrinum svo heillandi. Við erum bara eins gömul og við erum..úff féll aftur í þessa gryfju....