Thursday, January 03, 2008

kerla fer í herþjálfun




....Það er margt í mörgu....




Ég er nýkomin úr "herþjálfuninni" eða svokallað boot-camp. Þarna mæti ég hálf skjálfandi á beinunum yfir þessu, hugsaði með sjálfri mér "Kristín það er ekki of seint að snúa við áður en það verður of seint". hmmmm. Það fyrsta sem ég sá var hópur fólks sem blasti við þegar ég opnaði dyrnar og þetta fólk leit út fyrir að vera sárþjáð, svitinn lak af í tonnavís og þjálfararnir gnæfðu yfir þeim eins og hrægammar öskrandi 50 armbeygur! Femmmteiiigju ammbeigjööör, sjísús ég tel mig heppna ef næ 1/5 úr armbeygju. En nú er ég komin að afgreiðsluborðinu og ég rétti út 14.000 kallinn í leiðslu, ég held að ég hljóti að vera masókisti, það bara hlýtur að vera! Dagmar er hvergi í sjónmáli og ég hringi í hana skelkuð, plísss koddu koddu! Ég er orðin of sein í tímann því þegar ég lufsast með skömmustuleg aukakílóin mín niður stigann mætir mér þjálfari, sem er nú reyndar voða almennilegur og ég öðlast aftur trúnna á þjálfarakynið. Byrjaðu að hita upp í þessu tæki! Ég sest stressuð og byrja að hífa eitthvað tól að mér og sé allt í móðu, það er fullt af fólki í salnum að hoppa og þess á milli hendir það sér á gólfið og gerir magaæfingar,armbeygjur,froskahopp og handahlaup allt í einu að mér virðist.




En nú er komið að mér að taka þátt í þessum sirkus...jeij érrr að hoppa og allt í góðu mar, hehe ég er nú bara í þrusuformi og jess þetta er svona grenningarspegill! jæja svo pörum við okkur saman og greyjið konan sem lenti með mér. Við áttum að skiptast á að HLAUPA upp og niður stiga, meðan hin gerði þartilgerð hopp, fyrsta hollið gekk nú alveg bærilega, en kerla var ekki lengi í paradís því ég þurfti að ÆLA! Og á meðan þurfti konan að gera endalaus hopp.




.....Jessörrí þjóðsagan er sönn, fólk ælir í boot camp! Eða allavega ég...og ekki nóg með að ég ældi einu sinni því þegar við vorum að gera saklausar teygjur þá hvítnaði mín og þurfti að hlaupa á klóið til að æla aftur.....




Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta þá mæli ég eindregið með Boot-camp þrátt fyrir hryllingssöguna hér að ofan. Ég held að þetta sé nákvæmlega það sem ég þarf til að komast í form! Og þetta er góð áskorun, ég hef sett mér markmið fyrir næsta tíma "reyna að komast í gegnum tímann án þess að æla".