Friday, March 23, 2007

I have a daydream

Þá er ég búin að leggja inn umsóknina í lhí! Svo hefur prófinu verið flýtt til 10. apríl, sem er by the way strax eftir páska. Það er allavega á hreinu að ég á eftir að vera stresshrúga um páskana!! Þetta er í raun alveg að bresta á og ég er ekki alveg viss hvar ég stend, er ég tilbúin? En ég á nú eftir að fá einhverja aukatíma og svona til að pússa þetta til. Vona ég.

Shit hvað tíminn flýgur.

Ég vildi óska þess að apríl væri liðinn, af hverju flýgur tíminn ekki yfir þann hjalla? Sem fyrst takk fyrir....Því þeim mun lengur sem ég fæ að velta mér uppúr mögulegum niðurstöðum úr þessu prófi þeim mun geðveikari verð ég. Ég geri ekkert annað en að dagdreyma, ég sé mig fyrir mér þar sem ég fæ fréttirnar, líklega frá Elísabetu, um að ég hafi komist inn þrátt fyrir slæma hljómfræði kunnáttu. Ég er hoppandi um eins og gleðikanína útum allt og hringi í alla og segi þeim tíðindin og held partý og alles, bíð náttlega öllum uppá hvítt og með því! En svo leynist í hausnum á mér önnur sýn, myrk sýn. Þar sé ég mig fá slæmu tíðindin, þú bara varst ekki nógu góð Kristín, þú ert búin að eyða tíma þínum í algjöra vitleysu vina mín og að auki sökkaru í Tónfræði, hljómfæði og nótnalestri!!! Ég sé mig fyrir mér útgrátna, með hárið úfið, ég lít út eins og goþþari eða Gilitrutt með heiminn á herðum sér, öskrandi útí myrkrið, ÉG MUN ALDREI SYNGJA FRAMAR,ALDREI....nema ég fái borgað fyrir það eða einhver nákomin mér gifti sig....

Og ég verð eiginlega að viðurkenna að það er ekki mikið svigrúm fyrir dagdrauma sem eru einhverstaðar þarna á milli. Svart eða Hvítt. Er nú samt aðallega að einblína á hvíta drauminn. Svona á milli þess sem ég daðra við þann svarta. Ohhh ég þarf virkilega á distraction að halda pípól.

No comments: