Wednesday, June 29, 2005

Rotnandi blogg og rækjur djöfulsins

Mér líður eins og ég sé Síðast Móhíkaninn þegar ég skrifa þessar línur. Bloggin í kringum mig virðast vera að deyja út. Sorglegt um að litast. Ég og músin fáum sameiginlega gæsahúð á þessu brölti okkar um kirkjugarða netsins. Rotnandi síðurnar stara á mann með orðum frá því í maí og hver nennir að lifa í fortíðinni? Þekki stelpu sem var bloggari góður og bloggaði og bloggaði. En nú er kúkur í klósetti með McDonalds fána það eina sem mar sér. Og ég kíki með eftirvæntingu á síðuna hennar á hverjum degi og bið til guðs og allah um að hún sé nú búin að blogga og fjarlægja skítinn en allt kemur fyrir ekki. Henni er reyndar fyrirgefið þar sem hún hefur "öðrum hnöppum að hneppa" þessa dagana ;)

Hvað hefur gerst í mínu lífi síðan ég bloggaði síðast? Veit að allir bíða spenntir.

-Komst að því að ég er ekki eins mikill grillmeistari og ég hélt. Kjötið sem Dagný og Jorge áttu fékk að finna fyrir því í einotagrillspartýi.
-Keypti mér árskort í baðhúsið, ekki enn búin að fara en kommon ÁRSKORT (hef nægan tíma)
-Fékk fjörfisk í augað í heilann dag!
- Sagði upp vinnunni, fékk á tilfinninguna að ég muni samt alltaf vera miss meltingadeild í hjarta.
-Komst ekki í eftirpartý því ég var að downloda Star Wars.
-Mismælti mig og kallaði sjálfa mig og kærasta minn "svörtu sauða nauðgarana" (ætlaði að segja svörtu sauðs nágrannar)
-Borðaði óvart rækju. (rækjur eru afkvæmi djöfulsins)
-Komst að því að það er ekki sniðugt að sína tengdó freaky myndir af mér.
-Horfði á nokkrar geim heimildarmyndir, þar á meðal um svarthol og geimverur. Vissuð þið að það eru til skrýmsla svarthol? Eins og venjulegt svarthol sé ekki nógu skary :S
-Drápum bílinn okkar. Hann var nú hálf rænulaus greyjið. Fengum nýjann og misstum hann stuttu síðar.
-Heimsótti Prag í draumi.

Thursday, June 16, 2005

Thursday, June 09, 2005

Er ég á leiðinni í bókmenntafræði?

Bókmenntafræði! Af hverju datt mér það ekki í hug áður? Er s.s búin að skrá mig í bókmenntafræði og e.t.v. verður það 3 tilraun mín til að verða háskólanemi. Látum okkur nú sjá fyrst var það heimspekin og ítalskan, svo félagsráðgjöf og nú bókmenntafræði.

Er kerlan bókmenntafræði kandidat?

1. Hef lesið bækur, ekkert ógurlega margar en alveg 5-6.

2. Ég á það til að vitna í bækur, segi stundum "to be or not to be that is the question" og "eigi vil ég hornkerling vera".

3. Samdi einu sinni fullt af ljóðum. Skil ekki hvar ljóðagoðið mitt heldur sig þessa dagana? Hef orðið svo fræg að heyra þessi orð "þú ert uppáhalds ljóðskáldið mitt" (ath. viðkomandi var mjög drukkinn)

4.Tók alla bókmenntafræði áfanga í M.A sem hægt var að taka þ.á.m. afþreyingarbókmenntir!
Las ógrynni af Rauðu Seríunni og krimmabókum.

5.Frændi minn er bókmenntafræðingur.(þetta er í genunum)

6.Vann keppni í æsku (eina keppnin sem ég hef unnið) sem gekk út á það að buna út úr sér sem flestum orðum án þess að anda. Ég vann með yfirburðum.

7.Las næstum því allar ísfólksbækurnar þegar ég var 10 ára. Var reyndar í keppni við Sunnu vinkonu um hver væri á undan að lesa þær allar en ég held þær séu um 50 talsins. Ég er samt ekki viss um að sumt í þessum bókum flokkist sem sérlega "barnavænt".Ef þið vitið hvað ég meina.
Þengill og Villimey eru rómeo og júlía white trash bókmenntanna.

8.Ég bý í bókasafninu hans Þórðar.

9.Mamma segir að mér hafi þótt bækur einstaklega bragðgóðar sem barn. Nartaði í þær og bleytti þangað til ég gat náð sem stærstum bitanum. Gott fyrir meltinguna (trefjar).

10.Hvernig var aftur máltækið "allt er þegar þrennt er".

Friday, June 03, 2005

Ræturnar tala tungum

Þá er loksins hægt að segja að það sé komið sumar. Með blómum í haga og beljum á vappi um laugarveginn. Ég er allavega komin í sumarskap. Er hætt að ganga í sokkum og það er alltaf góðs viti. Það er minn sumarboði. Um leið og kerlan fer úr sokkum þá er sumar hjá minni!

Svo erum við að fara í bústað um helgina. Ætlum að skella okkur ásamt Ellu og James á Þingvelli. Grill og tjill. Það verður hressandi að komast í tengsl við náttúrubarnið innst innst inní mér. Veit það leynist þarna einhvers staðar innan um gatnamót og kaffihús. Bara svolítið lost náttúrubarn. Er nú alin upp í sjávarþorpi innan um slor og fiskhausa. Var samt alltaf svolítið úr tengslum við sjóinn. Fannst hann ógnvekjandi. Fór frekar uppí fjall. Finnst Esjan ofmetnasta fjall í heimi. Bliknar í samanburði við fjöllin fyrir vestan. Sem minnir mig á það að sjómannadagshelgin er framundan. Fyrir þá sem vilja upplifa hardcore vestfirskt fyllerí með slagsmálum og tilheyrandi sóðaskap skelliði ykkur á patró. Fyrir viðkvæmar sálir mæli ég með því að halda sig í trilljón kílómetra fjarlægð.
Mér þykir rosalega vænt um að hafa alist upp á Patró og finnst það hafa mótað mig sem manneskju að leika mér í faðmi fjalla og hræðslu við sjóinn og þekkja næstum alla með nafni. En ég er líka þakklát fyrir að hafa flutt til Akureyrar þegar ég var 13 ára og fatta að patró er ekki nafli alheimsins og að minn nafli er ekkert merkilegri en annarra naflar. Fatta það að ég þarf ekki að tilheyra einhverjum bæ eða borg eða landi. Að sama hvar maður er þá er heima þar sem fjölskyldan og vinirnir eða þar sem þú ert heill. Að skilja það að þú getur ekki verið viss um að allt sé svart eða hvítt, að lífið taki alltaf þá stefnu sem þú vilt stýra því. Upplifa það að byrja upp á nýtt, í nýjum bæ, sem er eitthvað allt annað en litli bómullarhnoðrinn patró.
Að vera rótlaus held ég að sé eitt það besta sem getur komið fyrir manninn. Því fyrst þá finnst þér þú geta hvað sem er og búið hvar sem er. Ræturnar þvælast bara fyrir þér.

Nú bý ég í Reykjavík. Og sama þótt mér finnist esjan ekki vera sjúkleg þá er þetta ágætt pleis.
Held samt rótunum frá jörðinni.