Monday, May 22, 2006

það er ekkert smá langt síðan ég hef bloggað og ég hef góða ástæðu fyrir því. Takkaborðið mitt tók uppá því að hætta að skrifa h og g, þá merku bókstafi. Fannst ég vera hálf fötluð á þessara stafa og fattaði hvað þeir eru nú mikilvægir.

Skólinn er búinn hjá mér og ég er ekki ennþá búin að fá niðurstöður úr stigsprófinu mínu, sem mér finnst fáránlegt! prófið var sko 6.apríl. Þetta strandar víst allt á einhverju konu greyji sem situr á haug af stigsprófum og fer yfir þau ÖLL og ekki bara söng heldur líka hljóðfæraprófin. Næs djobb! Það er sko eins gott að hafa aukamanneskju sem fer yfir þessi próf því varla er hægt að treysta prófdómurunum fullkomnlega að meta það sem þeir einir heyra. Ekki veit ég hvernig kona sem situr á skrifstofunni sinni getur mögulega metið það hvort einkunnin sé of há eða lág, ekki eru neinar hljóðupptökur til.

Það verða breytingar hjá mér næsta haust því ég er hætt í tónó. Kennarinn minn hætti þar og auðvitað fylgi ég henni eins og skugginn og verð hjá henni í listaháskólanum í tímum þangað til að ég sæki um þar sjálf. Þarf að klára þetta bóklega og þá get ég tekið inntökuprófið. Svoldið skrýtið að vera hætt þarna, er búin að vera í tónó með hléum frá 2001. En af einhverjum ástæðum þá hafði ég ekki sótt um þar fyrir næsta haust, vissi innst inni að ég yrði ekki þar næstu önn. VVúúhúú ég er svvvo skyggn ;)

Við skelltum okkur á Motion Trio sem var hérna á vegum listahátíðarinnar. Geggjaðir tónleikar. Þeir spila "harmónikku tekknó". Er komin með æði fyrir harmónikkunni. Frábært hljóðfæri og sérstaklega hvernig Motion Trio spilaði á þær. Mar tengir nikkuna ósjálfrátt við gömlu dansana og elliheimilin en ekki lengur, ný upplifun en ég er reyndar viss um að það er fínt að dansa gömlu dansana við lög motion trio.

Kosningar úfff púfff skúfff. Jæja ég er ennþá að veltast á milli vinstri grænna og samfylkingarinnar. Verð bara depressed á að horfa upp á fyrrverandi framsókn að kveikja í sér í auglýsingum. Viljhjálmur minnir mig á Jóakim aðallönd á róandi. Man ekki eftir hinu liðinu. Fékk samt vatn í flösku frá pétri blöndal í kringlunni í dag. Hressandi. En fæ líka vatn úr krananum mínum án xD stimpilsins. Ég þorði ekki að láta sjá mig með flöskuna, faldi hana í töskunni á meðan þórður hennti henni í ruslið :S

Thursday, May 04, 2006

hinn óbærilegi kjánaskapur tilverunnar

orðin mosavaxin af áhyggjum. mér líður eins og gömlum ketti sem hefur aldrei lært að pissa í kassa og veit að kattahimnaríkið bíður með öllu sínu catfight og catwalki. gamla góða karmað stendur fyrir sínu, ekki satt? ekki það að ég viti hvað er satt lengur er búin að vera of lengi í draumalandi til að meta það. hvort er betra draumaland eða ekki draumaland? bæði betra eða bæði verra kannski? að taka ákvörðun sem er ekki svo erfið að taka en hefur hangið yfir mér eins og þrumuský í nokkur ár og er algjörlega að blokkera sólina fyrir mér. það versta er hvað þetta er lítið skref en samt svo óyfirstíganlegt að ég færi frekar í fallhlífastökk. svo þessi sektarkennd yfir því hvað ég er mikill kjáni og allt það. hvort er betra að vera kjáni eða bjáni? kjáni hljómar betur. ohhh kjánaprik. svo vildi ég óska þess að ég gæti bara verið bjánaprik og hætt að velta mér uppúr þessu rugli sem er samt svo mikið órugl að ég bara er alveg að ruglast í ruglinu og ruglipugli plafff. ég er ekkert dramatísk er það?