Friday, February 23, 2007

flensuskítur og UFO



óðurinn til flensunar

Er með flensu, flensu, flensu,


trallalalllala, ullabjakk og hor og slor


drekk bara kók, les enga bók


slytti í rúmi og sófa


eintómt mók


höfuðið er að springa


og ónýt er kerlunar bringa


þá er best að blogga blogg


og loka mínum gogg


því ekkert kemur útúr munni


nema risa horklessuklunni




mikið er ég fegin að þið sjáið mig ekki núna. Lufsuleg á sál og líkama. Og meika engan vegin að vera í brjóstahaldara eða annari upplyftingu. Ég er búin að horfa á fullt af kellingamyndum og grenja yfir þeim því það er svo hollt að gráta yfir öðru en manns eigin eymd. Horf'ði líka á mynd um UFO sem ég downloadaði. Það er eitt sem ég er viss um í þessum heimi og það er að það séu til geimverur einhverstaðar þarna úti. We are not alone. Hef nú áður bloggað um þetta og þarf ekkert að fara útí þessa sálma aftur. Vá, það eru til yfir hundrað þúsund myndir af UFO og það minnir mig á það þegar ég leit snöggt upp til himins einu sinni og hélt að ég hefði séð UFO en þá var það bara tunglið. Eða var það? TATTATTAHH.




Inntökuprófið mitt í lhí verður 13.apríl. Þannig að núna er ég á fullu að undirbúa prógrammið sem ég mun syngja. Það gengur bara mjög vel, er búin að læra allt utan að og nú er ég aðallega að slípa lögin til og túlkunina. Elísabet bað mig um að klippa toppinn eða setja spennu í hann fyrir prófið, það er víst til að túlkunin í augunum komist betur til skila! Hún var ekkert rosalega hrifin af þessum síða toppi mínum og spurði hvort þetta væri í tísku, ég sagði að þetta væri nú eiginlega bara ég. Nú verð ég að láta þessar stóru augabrúnir í ljós og leyfa þeim að tjá sig svoldið. Sjáiði mig ekki fyrir ykkur Fridu kalo augabrúnirnar mínar (ætla að láta þær vaxa saman sko) í trylltum dramatískum sveiplum, önnur fer upp og hin niður. Það yrði bara flott sko!!







Er þetta líklegt til að slá í gegn í inntökuprófinu?












ohhh, kristín þó, ekki setja snakk í nebbann!

Thursday, February 08, 2007