Saturday, August 19, 2006

.....






...well heaven dosen´t want you and hell is full...

(Tom Waits, dirt in the ground)

Thursday, August 10, 2006

Hello Kitty farðu í ræktina!!

Rosalega er ég búin að vera lélegur bloggari. Geri voða lítið annað en að vinna og velta fyrir mér hversu hratt tíminn líður á meðan tíminn líður.

Erum að fara í sveitina á morgun. Ohhh hvað það verður yndislegt að komast útúr Reykjavík, missi reyndar af gay pride, en kannski finnum við "the only gay in the village" í sveitinni og drögum hann með okkur í göngutúr :) það væri geysilega gaman. En allavega þá er kominn tími á að hreinsa lungun af stórborgarmeinguninni og fylla þau af sveitaloftinu hreina og tæra og horfast í augu við sauðkindina sem er svo hortug eitthvað og pirruð útí okkur höfuðborgarbúana, "þið þarna fyrir sunnan hafið ekki migið í saltann sjó og allt það". Hlakka svo til að endurnýja kynni mín við Hyrningstaði og hoppa yfir lækinn og drullumalla í búinu og týna geislasteina í fjallinu og fela mig fyrir örnunum sem fljúga stundum yfir. Ég man eftir því að mesta drama sem gat komið fyrir í sveitinni var þegar helv. rolluskjáturnar viltust inná lóð og þá af einhverjum ástæðum sem ég fattaði aldrei almennilega varð fjandinn laus. í minningunni þá var mar alltaf að borða þegar þær virtu okkur með nærveru sinni og þá varð að henda frá sér brauðinu og hlaupa eins og fætur toguðu út og öskra á ræflana og reka þær í burtu. jisús hvað mér fannst ég öðlast mikinn tilgang en ekki nærri eins mikin tilgang og ég hafði með ormana. Ég var nefnilega ormatýnari númer eitt og enginn í sveitinni var jafn snögg að stökkva á þá og þótt víðar væri leitað. Tók þetta starf mitt mjög alvarlega. Enda þróaði ég með mér tækni. Ef þú ert ormur stekk ég eins og gormur. Kannski ég fari útí business? Ætli ég hafi ennþá þessa hæfileika? Tjékka á því í sveitinni. Dagmar vinkona er sú eina sem þorir með. Allir aðrir þykjast hafa eitthvað annað að gera þessa helgi. Þessi borgarbörn eru svo hrædd við að fara útá land. Hvað þá ef minnst er á vestfirði þá verða allir voða uppteknir :P hehehehe...

svo er ég að byrja í einkaþjálfun með Ellu systir og Kristínu Bergs. Og fyrir algjöra tilviljun þá heitir einkaþjálfarinn okkar Kristín Ella! Kannski við köllum okkur bara eftir fituprósentunni okkar í staðinn. úff kvíði nú smá fyrir vigtuninni og mælingunum en er svo ákveðin í því að ná árangri að það verður bara skemmtilegt challenge :)

ji ég verð að segja að mér finnst nú samt frekar úrkynjað þegar 5 ára börn eru að tjá sig um að Hello Kitty sé of feit!!! Hvað er málið? Ótrúlegt hvað þau byrja snemma að pæla í þessu. Finnst þetta alltof snemmt.





....Hello fatty.....

Thursday, August 03, 2006

Síðbúnin ferðasaga

komin heim og ítalíuferðin orðin góð minning sem hægt er að ylja sér við í bláköldum hversdagsleikanum.

Jidúdda hvað var gaman! Nenni ekki að skrifa ferðasögu, þið sem þekkið mig hafið fengið the dirty details beint í æð. Við lentum í smá hremmingum í lok ferðarinnar sem sona eftir á gerir ferðina bara ennþá meira eftirminnilega. Við gerðum ekki ráð fyrir því að bóka gistingu síðustu nóttina, þannig að þegar við komum ósofin eftir næturlest til Munchen og sveitta lestaferð til Friedrichshaven þá var það eina sem komst að hjá okkur var að finna hótel og sofa! En þegar við komum í bæinn þá komumst við að því að það væri Pulsu og Bjór festival sem staðið hafði í 3 daga og enga gistingu var að fá þótt leitað væri útfyrir bæinn. Úff, þá hófst mikil leit að tjaldstæði í 38 stiga hita og þegar við fundum svæðið loksins þá tjáði úrill kona í afgreiðslunni okkur það, á mjög bjagaðri ensku, að engin tjöld væru til leigu þannig að við þyrftum að vera með okkar eigið tjald. Og þá hófst leitin mikla að tjaldi, sem endaði náttlega á því að tjaldabúðin var lokuð þegar við komum þangað! jeij..þá var ekki annað í stöðunni en að skella sér í pulsu og bjór gryfjuna og geispa framan í örlögin!! Fundum okkur síðan girnilegt tré til að sofa undir, það er ekki eins og mar geti ekki treyst fullum þjóðverjum fyrir því að láta mann í friði! Fólk sem getur borðað svona mikið að pulsum og spilað svona hræðilega hallærislega tónlist getur ekki verið hættulegt.
ohhh gæti hugsað mér að búa á ítalíu! Feneyjar voru algjör draumur og Garda vatnið! Fórum til Veróna líka sem er yndisleg borg. Gat náttlega ekki verið þekkt fyrir það að fara ekki að sjá Óperusýningu og fórum á Carmen í risastóru rómversku hringleikahúsi! 4 kl. sýning með hestum og ösnum (og fólki). Tókum auðvitað Íslendinginn í útlöndum á þetta og brunnum illilega en það fylgir bara.

Ætla bara að leyfa myndunum að tala. Ítalíumyndir undir Myndir hér til hliðar!!