Wednesday, March 29, 2006

Hvað er málið með mig og bíla?

Þeir mega ekki sjá mig þá missa þeir púströrið niðrum sig!

Friday, March 24, 2006

Vík frá mér flensa!

jæja þá er ég næstum því búin að vinna í mánuð á leikskóla og er ég búin að vera veik meira og minna. Sem og aðrir starfsmenn á deildinni. En þetta fylgir því víst að vinna með börnum, þau eru gangandi flensuberar. Stórhættuleg kvikindi. Sagði þetta ekki. En eníhú þá er ég svona öll að braggast með uppáskrift á sýklalyf í töskunni, get ekki beðið með að úða þeim í mig, ég þrái bókstaflega heilbrigði. Dreymi um þær stundir þar sem ég gat sungið og hoppað og skoppað án þess að fá aðsvif. Ég á í love and hate sambandi við klósettpappír og hlakka til að takast á við lífið án hausverkja. Fyndið ég var akkúrat áðan í Hjálpræðishernum og heyrði á tal nokkurra kellinga um sjúkdómana sína og hvað þær hefðu nú fengið og sona deildu þær sjúkrasögum sínum af mikilli innlifun og tilfinningu, við höfum öll been there, en mikið skil ég þær vel því eins og þetta blogg ber með sér þá hef ég mikla þörf fyrir að ræða flensuna mína við hina og þessa. Ég hélt ég myndi aldrei verða þessi týpa en byrjiði að vinna á leikskóla og þig vitið hvað ég á við. Ég er meira að segja búin að greina flensutýpuna mína og séð að hún er ekki við eina fjölina felld. Hún læðist fyrst um beinin, þannig að þau emja við minnstu snertingu, hún ferðast uppí haus og niður hálsinn og ofan í lungunum líður henni vel, hún situr á raddböndunum eins og fíll og hlunkast ekki í burtu þrátt fyrir engifer og hvítlauks tilraunir, hún flytur síðan uppí ennisholur og kinnholurnar og stíflar allt með frekju sinni svo lætur hún fara vel um sig í nebbanum og draslar allt út í grænu slími. Ekki skemmtilegur félagskapur. Og miðað við hvert þetta blogg er að fara þá er ég það ekki heldur....

s.s. ég er með flensuna. Og ég er að fara í mjjööög mikilvægt kærkomið stigspróf eftir tvær vikur og ég er raddlaus. Mér líður eins og hálfri manneskju eða eins og það vanti á mig útlim þegar ég er raddlaus. Það er bara skelfilegt. Ég er brotin í röddinni. Og eins og þeir sem þekkja mig þá er ég með læknafóbíu, sem var by the way skrítið þegar ég var að vinna á móttöku á landsítalanum innan um trillján lækna, en þar sem ég er nú ekkert slæm heilsufarslega þá er það ekki svo mikið að hamla mínu daglega lífi þar til núna. Það var ekki fyrr en Þórður pantaði tíma fyrir mig að ég druslaðist. Og það var ekkert svo slæmt. Ég lýsti þessu ferðalagi sem flensan hefur farið inní mér og hversu lengi ferðalagið hefur staðið yfir og hversu miklu messi hún hefur valdið mér. Og dúdúdrú PENSILÍN. Nú er ég farin að endurtaka mig og ef ég hætti ekki að skrifa þá mun ég halda endalaust áfram að tíunda þessa lífsreynslu mína sem ég er viss um að þið hafið öll reynslu af og getið því sett ykkur í flensusporin mín og samúðarhnerrað með mér.

Saturday, March 18, 2006

takk fyrir tyggjóið!

Svaf ekkert í nótt....Hef svo miklar áhyggur af efnahagslífinu og af ákvörðun BNA að hætta starfsemi hersins hér á landi.....Við erum sama og dauð sko.... Held að Danir noti tækifærið núna og bombi okkur aftur í moldarkofana.....muahahahahhahaahhaah.......


æji er ekki bara gott að vera laus við þessa þotu? Er það ekki annars bara ein þota? Ó mæ hef oft verið að spá í því hvernig það sé að vera í BNA hernum og vera shifted to Iceland. Svoldið svona eins og að vera rosa íþróttamaður og keppa á ólympíuleikunum fyrir fatlaða. En ekki það að ég sé að gera grín að fötluðum sko. Er mjög hlynt fötluðum og öllum minnnihlutahópum. Eins gott að halda pólitískri rétthugsun á þessum erfiðu tímum. Ég er sjálf andlega fötluð stundum. Enda bara gott um andlega fötlun að segja. Annars færu lyfjafyrirtækin á hausinn. Ohh ég er komin svooo langt frá Ísland úr Nató herinn burt. Skil ekkert í því að við séum núna eitthvað að væla af því að herinn er að fara? En samt ef við pælum í því þá hefðum við aldrei hlustað á Elvis eða japplað á tyggigúmmí ef herinn hefði ekki komið til landsins og gert hosur sínar grænar fyrir íslensku kvenfólki. Meira ástandið. Við værum líklega bara á sauðskinnskóm og með hor í nös ef ekki væri fyrir the great americans. Bara til prins póló í búðunum og Ora fiskibollur og Rússneskt bensín á bílinn. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum.
takk fyrir tyggjóið og auf widersehen!

Saturday, March 11, 2006

í framhjáhaldinu

....er að halda framhjá blogginu með myspace um þessar mundir veit ekki hvort þetta samband eigi eftir að endast eða hvað en það er spennandi. Er samt ekki til í að missa bloggið sko verð að reyna að sannfæra það um hvað ég elski það mikið, hitt er bara flíng. Eða hvað? jæja best að drífa sig á myspace...

tékk itt ádd www.myspace.com/kristinerla

Saturday, March 04, 2006

Fugladansinn bannaður á íslandi af ótta við fuglaflensuna
























Já það er vandlifað í þessum heimi. Við vitum öll eitt og það er að við munum einhvern tímann deyja. En við vitum ekki hvenær, eða allavega ekki við sem erum óskygn. Þannig að við eyðum miklum tíma í að hugsa um það hvenær við deyjum og aðallega úr hverju við munum deyja úr. Og þökk sé okkar upplýsinga samfélagi þá höfum við úr miklu að moða. Þetta minnir mig svoldið á leik sem við krakkarnir lékum okkur í sundi sem hét "hvernig viltu deyja". Þá átti maður að standa á bakkanum og velja um eitthvern "skemmtilegan" dauðdaga og hoppa svo með tilþrifum útí djúpu laugina. Ég man að ég valdi oftast það að springa í loft upp.

Alltaf þegar ég keyri útúr hverfinu mínu þá sé ég skrifað stórum graffítí stöfum á vegg við gatnamótin HEIMSENDIR JÚLÍ 2006, held ég. Það eru alltaf einhverjir jólasveinar að spá heimsendi. Og hver man ekki eftir 2000 vandanum? Eini vandinn þá var að fá leigubíl í bæinn að mig minnir. Ég man eftir umræðunni um útfjólubláa geisla sem tröllreið byrjuninni á tíunda áratugnum. Ég hef verið svona rétt um 9 ára aldurinn þegar ég var að labba heim til mín eitt vetrarkveld á patró þegar útfjólublá ljós tóku að skekja himininn og var ég svo hrædd að ég hélt ég væri komin með geislun á háu stigi. En þegar ég kom heim skelfingu lostin um að ég væri geislavirk þá kom það náttlega í ljós að þetta voru norðurljósin. Ókei var extra paranoid krakki. En þegar mar er krakki þá er allt svona svo obboslega ógnvekjandi. Í dag er það fuglaflensan og krakkar eru orðnir skíthræddir við fugla. Tek dæmi úr leikskólanum, einn patti var úti að leika sér og sá krumma fljúga á milli ljósastaura minding his own buisness þegar hann öskrar fuglaflensu fugl! Þetta minnir mig bara á mig og "útfjólubláu ljósin". Svo eru það blessuðu gemsarnir sem eiga að valda okkur heilaæxlum, ein kona sem var á deildinni á hrafnistu horfði ekki á sjónvarp, hlustaði varla á útvarp vegna ótta við bylgjurnar. Við erum öll, mis mikið auðvitað, svoldið gegnsýrð af ótta við það sem fjölmiðlarnir matreiða ofan í okkur af miklum eldmóði. Og af einhverjum ástæðum þá erum við alltaf að einblína á eitthvað mjög hæpið og fjarlægt okkur í staðinn fyrir að skoða vandann þar sem hann er mestur í heiminum. Hungur, Alnæmi í Afríku, afleyðingar stríðs, Náttúruhamfarir og skortur á basic lyfjum í þriðja heiminum er miklu stærri og meiri vandi sem blasir við NÚNA. En af því að við höfum það svo gott þá höfum við tíma til að velta fyrir okkur möguleikanum á því að deyja úr fuglaflensu þegar við eigum meiri möguleika á því að vinna í lottói.

að lokum finnst mér við hæfi að syngja

þið munið öll, þið munið öll, þið munið öll deyja
þið munið stikna þið munið brenna þið munið stikna þið munið brenna
dauðinn situr á atómsprengju hann fer ekki fram hjá