Tuesday, July 17, 2007

í fystu hljómhvörfum

Ég á mér lítið, skrýtið, hliðarlíf sem nefnist hljómfræði.

Í þessu litla hliðarlífi leysi ég hljómakort og skrifa niður hljómaraðir í fyrstu hljómhvörfum, þ.e þegar þríund þríhljóms er í bassa kallast hann sexundarhljómur enda er þá sexund milli bassatóns og grunntóns.

Ég er í fyrstu hljómhvörfum í dag. Akkúrat sexund milli bassatónsins og grunntóns inní mér núna. Enda í svaka stuði. En ekki hvað?

Var að koma úr hjólreiðatúr. Hjóluðum í Nauthólsvík og niðrí Elliðárdal. akkúrat sexund þar á milli. hjólaði barasta útúr fyrstu hljómhvörfum og inní fersexundarhljóm þ.e.a.s. Norðurmýrina. Var í C-lykli þannig að þetta var aðeins erfiðari leið. Passaði mig reyndar ekki alveg nógu vel á samstígum áttundum og fimmundum á leiðinni og datt oní forarpoll. Eða var það Diabolus in musica sem felldi mig? Hljómar tónskrattalegt. Bölvaður.

No comments: