Komin í kuldann, reyndar fyrir næstum því tveimur vikum, var brún en er sem betur fer búin að endurheimta brúnkuklútsvænu hvítu húðina :)


Húsið sem við vorum í var algjört æði, Mjög amerískt allt, þið vitið hvíti stóri stiginn, ískápurinn með klakavél, sundlaug og flatskjár í hverju herbergi ( Reyndar svoldið íslenskt líka !) Desperate housewives umhverfi, sáum samt fáar örvæntingafullar á hælum, sást aðeins til einnar áttræðar sem var að "viðra" sig í bílskúrnum. Edie hvað? Dýralífið var alveg frábært þarna, eðlur, íkornar,storkar, kanínur, slöngur, skjaldbökur, kakkalakkar, dodo flugur (svokallaðar graðflugur) og svo má ekki gleyma honum Hafliða.


Það sem mér fannst mjög skrýtið þarna er að í Orlando er enginn miðbær, eins og við þekkjum úr Evrópu eða annars staðar. Furðuleg tilfinning að geta ekki rölt um miðbæ og setjast niður á kaffihús og hafa það huggó. Þú ferð allt á bíl, enda sér mar ekki marga ganga, vegalengdirnar eru svo miklar. Hehe, við fengum hálfgert menningarsjokk fyrsta kvöldið þegar við fórum út að borða, keyrðum á aðall veitingahúsagötuna og þar var allt morandi í skyndibitastöðum, þar voru svona hlaðborð all you can eat (children eat for free), frekar svona subbuleg stemming og við vorum fínt klædd og ekki alveg í stuði fyrir að sitja í mötuneytisstemmingu þar sem takmarkið var að hlaða eins mikið af mat og mögulegt var. Úff, svo sá maður heilu fjölskyldurnar afvelta af fitu og mjög margir komnir í rafknúna hjólastólabíla því þeir gátu ekki gengið lengur. Enda svo sem ekki gert mikið ráð fyrir því að þú gangir mikið.

Orlando var mjög sérstök upplifun, þetta var rosalega afslappandi og góð ferð, fjölskyldan var auðvitað í fyrirrúmi og mér leið svoldið eins og ég væri orðin tíu ára aftur ;) sem er góð reynsla fyrir 27 ára kerlur á hraðlestinni "þrítugsaldurinn nálgast óðfluga.is". Ég, Ella og Alexander vorum staðsett í aftursætinu á fjölskyldutrukknum ammeríkuvæna og náðum áður óþekktum hæðum í grettum og fettum og yndislegum fábjánaskap. Örfáar myndir náðust því til staðfestingar og ykkur öllum til yndisauka.
Húsið sem við vorum í var algjört æði, Mjög amerískt allt, þið vitið hvíti stóri stiginn, ískápurinn með klakavél, sundlaug og flatskjár í hverju herbergi ( Reyndar svoldið íslenskt líka !) Desperate housewives umhverfi, sáum samt fáar örvæntingafullar á hælum, sást aðeins til einnar áttræðar sem var að "viðra" sig í bílskúrnum. Edie hvað? Dýralífið var alveg frábært þarna, eðlur, íkornar,storkar, kanínur, slöngur, skjaldbökur, kakkalakkar, dodo flugur (svokallaðar graðflugur) og svo má ekki gleyma honum Hafliða.
jább, hiti og sviti, morgunmatur á sundlaugarbakkanum, amma að telja flugvélarnar sem flugu yfir, núðluhopp og núðluskopp í lauginni, sólarvörn og Albertsons.
Það sem mér fannst mjög skrýtið þarna er að í Orlando er enginn miðbær, eins og við þekkjum úr Evrópu eða annars staðar. Furðuleg tilfinning að geta ekki rölt um miðbæ og setjast niður á kaffihús og hafa það huggó. Þú ferð allt á bíl, enda sér mar ekki marga ganga, vegalengdirnar eru svo miklar. Hehe, við fengum hálfgert menningarsjokk fyrsta kvöldið þegar við fórum út að borða, keyrðum á aðall veitingahúsagötuna og þar var allt morandi í skyndibitastöðum, þar voru svona hlaðborð all you can eat (children eat for free), frekar svona subbuleg stemming og við vorum fínt klædd og ekki alveg í stuði fyrir að sitja í mötuneytisstemmingu þar sem takmarkið var að hlaða eins mikið af mat og mögulegt var. Úff, svo sá maður heilu fjölskyldurnar afvelta af fitu og mjög margir komnir í rafknúna hjólastólabíla því þeir gátu ekki gengið lengur. Enda svo sem ekki gert mikið ráð fyrir því að þú gangir mikið.
Flórída er náttlega þekkt fyrir garðana sína, við fórum í Universal Studios og Disney World og Wet´n wild rennibrautagarð. Það var mjög gaman í Universal en mér fannst nú Disney world frekar mikil vonbrigði, æji þetta er svona kauptu kauptu, ofgnótt af öllu, yfirþyrmandi Disney tónlist alveg að æra mann og endalausar biðraðir inn í tækin. En hefði samt ekki viljað missa af þessu. Bara langar ekki að fara aftur. Aldrei aftur!!!!!!
Jább þetta var bara rosa gaman og gott að hrista fjölskylduna saman í amerískan shake´n steak
2 comments:
Þetta voru góðir tímar!
Begga biður að heilsa :)
úje :)
Er Begga ennþá að deita Geir Ólafs?
Post a Comment