Saturday, June 09, 2007

Sagan um moldvörpuna og risa rottuna...allegoría um íslenskt samfélag...

Einu sinni var lítill moldvarpa sem bjó í moldvörpulandi, hún var í meðallagi loðin, tannhvöss með eindæmum og dansaði salsa eins og það væri enginn morgundagur við risa rottu sem átti við alvarlegt þunglyndi að stríða. Einn daginn hætti moldvarpan litla að dansa salsa og risa rottan með alvarlega þunglyndið snéri sér að einmanna hagamús sem valdi alltaf röngu týpuna. En moldvarpan ákvað hins vegar að skella sér í viðskiptafræði, í fjarnámi, þrátt fyrir minnimáttarkennd og prósentufælni. Það veit enginn hvað gerðist síðan, hvað varð um Risa rottuna og hagamúsina sem valdi alltaf röngu týpuna? Var risa rottan rétta týpan? Er moldvarpan að vinna hjá kaupþingi? Og er hún hætt að dansa salsa eins og það sé enginn morgundagur?

Þetta er allegoría um íslenskt samfélag. Eða hvað?

No comments: