Thursday, October 25, 2007

betri er ein kúla í vasa en þrjár á haus

Ég sit undir súð í nýju íbúðinni minni og drekk kaffi úr nýju kaffivélinni minni! Já ég er flutt á Kirkjuteiginn og erum búin að koma okkur vel fyrir hér, hérna er hægt að stand upp og taka fleiri en eitt dansspor, hérna er líka hægt að skunda uppí ris og lesa eða dútla sér. Eldhúsið er bara rosalega stórt miðað við það sem ég á að venjast, það er meira segja hægt að snúa sér við án þess að reka sig í skáphurð og skáparnir eru svo stórir að meðalstór dvergur gæti hæglega falið sig þar (ef hann vildi) fæ nú sjaldan dverga í heimsókn samt. Fékk börn um daginn og þau fíluð sig í bleika prinsessuherberginu og þá sérstaklega að láta læsa sig inni!

Ég er aftur á móti öll í kúlum á hausnum því ég er alltaf að slá honum utan í súðirnar, aðallega þar sem ég set sjónvarpið í samband og er alltaf jafn hissa þegar þetta gerist, ég er ein af þeim sem læri illa af mistökum, kannski þyrfti ég að einangra íbúðina með einhverju mjúku?

Svo verður innflutningspartý einhvern tímann í nóvember og þá vonast ég til að sjá sem flesta en ég læt vita hvenær það verður.

Kveðja Kristín kúluhaus ;)

No comments: