Monday, August 08, 2005

Sumarfríið liðið er og grátbroslegur veruleikinn tekinn við.

Topp 6 listi yfir það sem ég gerði í sumarfríinu mínu:

1. Innipúkinn. ótrúlega vel heppnað, samt einum of troðið, hef ekki losnað við lagið I was dancing in a lesbian bar ohh ohh ohh úr hausnum á mér, sem jonathan richman flutti eftirminnilega)

2. Gerðist túristi í 101. Skildum símann eftir heima, tókum strætó niðrí bæ, sátum á kaffihúsi í steikjandi sól og tjilluðum ásamt túristum og mjög svo blómstrandi rónum. fórum út að borða og ég hitti þjóðverja sem voru að leita að partýi á miðvikudagskvöldi og ég talaði mína alkunnu "kugelschreiber" þýsku við þá. Sjaldan sem mar upplifir 8 þjóðverja horfa á mann með undrun og aðdáun yfir því að geta bullað um penna sem flýgur til Dusseldorf og ég hef ekkert tollskylt. Sehr gut, sehr gut ja.....

3.Passaði hund. Bjöggi bróðir fékk okkur það ábyrgðafulla verkefni að passa hund yfir verslunarmannahelgina. Ég er nú ekkert þekkt fyrir að segja nei við að passa blessuð dýrin og Aþena dúllu spott fékk að dúsa meira og minna ein alla helgina. En auðvitað var greyjið ekkert sátt við það og gelti víst, samk. heimildum mínum, viðstöðulaust eða þangað til við lufsuðumst heim.Nágrannarnir elska okkur því ennþá meira en áður. Voff Voff...
Kennir manni það að passa ketti en ekki hunda!

4.Fór í sextugsafmæli hjá tengdó. Hvað gefur maður manni sem á allt og ef hann á það ekki þá býr hann það til? Svar: sjávardýptarmæli. Afmælið var í bústaðinum í Skorradal og mikið fjör. Þórður missti rækju í freyðivínið sitt og drakk s.s. "rækjukokteil" allt kveldið.

5.Skoðaði Borgarfjörðinn. Get nú ekki verið þekkt fyrir það að þekkja ekki hverja þúfu, hvern hól í the kingdom of snorri sturluson. Rúntuðum þess vegna í Reykholt og ég dýfði tánnum í Snorralaug og gott ef ég er ekki með ódauðlegar tær eftir það :) Svo fórum við að Hraunfossum og það er ein mesta perla sem ég hef séð hér á landi. Vá, ótrúlega fallegir, renna útúr hrauninu og vatnið er blátt. Mæli með því að allir fari að skoða Hraunfossa, allavega flottari en Gullfoss og ekki eins mikil klisja.

6.Sukkaði án þess að fá samviskubit. Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt þessa ódauðlegu línu "kommon ég er í fríi" til að friða samviskuna og borða eins og ég get í mig lagt og drekka bjór á virkum degi og eyða óhóflega miklum peningum í rugl. En kommon ég var í fríi!!!

1 comment:

Anonymous said...

eru kommentin farin í sumarfrí?