
Ég gæti bitið af mér handlegginn af gremju yfir því að hafa ekki verið búin að "uppgötva" Antony And The Johnsons áður en þeir spiluðu hér. Er svo svekkt....En é mæli með því að allir sem hafa snefil af tónlistaráhuga að tjékka á þessari undurfögru tónlist.
I´m a bird now er glæsileg plata, full af trega og sársauka. Antony syngur eins og engill, reyndar syngur hann í falsettu
, líkt og geldingur, minnir mig aðeins á billy hollyday. Ég veit ekki ennþá hvort hann er kynskiptingur eða klæðskiptingur, það er ekki aðalatriðið, aðalatriðið er tónlistin og hún er hreinlega unaðslegt konfekt.
No comments:
Post a Comment