Jæja, fékk að stelast á netið hjá múttu, er laus við veraldarvefinn eins og er og ég er ekki frá því að ég sé laus við fráhvarfseinkennin! En síðasti mánuður var kvöl og pína, þurfti að bíða og bíða eftir svarinu mikla frá skólanum og eins og þið flest vitið þá var svarið JÁ :)
Ég er s.s að fara í listaháskólann næsta haust og mun því syngja eins og brjálæðingur allavega næstu þrjú árin ef allt gengur að óskum.
Svo er það bara Flórída á föstudaginn, ég missi s.s af eurovision og kosningunum!! En við Ella vorum nú eitthvað að ræða það að láta ekki deigann síga og verða sjúklega despó og horfa á þetta bara úti, stökkvum bara í laugina þegar það koma leiðinleg lög ;) En ég veit ekki hvort ég geti gert sjálfri mér þau leiðindi að fylgjast með kosingunum í 30 stiga hita? Uhh ég held ekki. En ef það er ekkert annað að gera í flórída en að horfa á Boga benda á línurit og spaugstofuna syngja framsóknargamanvísur inn á milli þá má svo sem gera það. Bara in case sko....
Saturday, May 05, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Innilega til hamingju, þá útskrifumst við væntanlega saman. Ég tek mér nefnilega leyfi næsta ár.
Og svo góða ferð og góða skemmtun í útlöndum!
Til hamingju kerla mín, þú átt þetta svo sannarlega skilið. Hlakka til að heyra í þér þegar þú kemur aftur frá Flórída :o)
Post a Comment