Friday, March 24, 2006

Vík frá mér flensa!

jæja þá er ég næstum því búin að vinna í mánuð á leikskóla og er ég búin að vera veik meira og minna. Sem og aðrir starfsmenn á deildinni. En þetta fylgir því víst að vinna með börnum, þau eru gangandi flensuberar. Stórhættuleg kvikindi. Sagði þetta ekki. En eníhú þá er ég svona öll að braggast með uppáskrift á sýklalyf í töskunni, get ekki beðið með að úða þeim í mig, ég þrái bókstaflega heilbrigði. Dreymi um þær stundir þar sem ég gat sungið og hoppað og skoppað án þess að fá aðsvif. Ég á í love and hate sambandi við klósettpappír og hlakka til að takast á við lífið án hausverkja. Fyndið ég var akkúrat áðan í Hjálpræðishernum og heyrði á tal nokkurra kellinga um sjúkdómana sína og hvað þær hefðu nú fengið og sona deildu þær sjúkrasögum sínum af mikilli innlifun og tilfinningu, við höfum öll been there, en mikið skil ég þær vel því eins og þetta blogg ber með sér þá hef ég mikla þörf fyrir að ræða flensuna mína við hina og þessa. Ég hélt ég myndi aldrei verða þessi týpa en byrjiði að vinna á leikskóla og þig vitið hvað ég á við. Ég er meira að segja búin að greina flensutýpuna mína og séð að hún er ekki við eina fjölina felld. Hún læðist fyrst um beinin, þannig að þau emja við minnstu snertingu, hún ferðast uppí haus og niður hálsinn og ofan í lungunum líður henni vel, hún situr á raddböndunum eins og fíll og hlunkast ekki í burtu þrátt fyrir engifer og hvítlauks tilraunir, hún flytur síðan uppí ennisholur og kinnholurnar og stíflar allt með frekju sinni svo lætur hún fara vel um sig í nebbanum og draslar allt út í grænu slími. Ekki skemmtilegur félagskapur. Og miðað við hvert þetta blogg er að fara þá er ég það ekki heldur....

s.s. ég er með flensuna. Og ég er að fara í mjjööög mikilvægt kærkomið stigspróf eftir tvær vikur og ég er raddlaus. Mér líður eins og hálfri manneskju eða eins og það vanti á mig útlim þegar ég er raddlaus. Það er bara skelfilegt. Ég er brotin í röddinni. Og eins og þeir sem þekkja mig þá er ég með læknafóbíu, sem var by the way skrítið þegar ég var að vinna á móttöku á landsítalanum innan um trillján lækna, en þar sem ég er nú ekkert slæm heilsufarslega þá er það ekki svo mikið að hamla mínu daglega lífi þar til núna. Það var ekki fyrr en Þórður pantaði tíma fyrir mig að ég druslaðist. Og það var ekkert svo slæmt. Ég lýsti þessu ferðalagi sem flensan hefur farið inní mér og hversu lengi ferðalagið hefur staðið yfir og hversu miklu messi hún hefur valdið mér. Og dúdúdrú PENSILÍN. Nú er ég farin að endurtaka mig og ef ég hætti ekki að skrifa þá mun ég halda endalaust áfram að tíunda þessa lífsreynslu mína sem ég er viss um að þið hafið öll reynslu af og getið því sett ykkur í flensusporin mín og samúðarhnerrað með mér.

2 comments:

Anonymous said...

Já maður verður ónæmur fyrir þessu með tímanum :) þ.e. þegar maður er alltaf í kringum flensuberana. Annars er þetta yfirleitt verst þegar maður er að byrja, þá fær maður allt. En bara vona að þú losnir við þennan djöful og óska þér góðs gengis í prófinu!!!

Anonymous said...

já, nú er ég að fá allar pestir sem fyrirfinnast hehehe, ég hlýt að verða ónæm fyrir þessu bráðum :)

jebb er búin að ákveða að verða orðin flensulaus allavega viku fyrir próf ;)