Saturday, March 18, 2006

takk fyrir tyggjóið!

Svaf ekkert í nótt....Hef svo miklar áhyggur af efnahagslífinu og af ákvörðun BNA að hætta starfsemi hersins hér á landi.....Við erum sama og dauð sko.... Held að Danir noti tækifærið núna og bombi okkur aftur í moldarkofana.....muahahahahhahaahhaah.......


æji er ekki bara gott að vera laus við þessa þotu? Er það ekki annars bara ein þota? Ó mæ hef oft verið að spá í því hvernig það sé að vera í BNA hernum og vera shifted to Iceland. Svoldið svona eins og að vera rosa íþróttamaður og keppa á ólympíuleikunum fyrir fatlaða. En ekki það að ég sé að gera grín að fötluðum sko. Er mjög hlynt fötluðum og öllum minnnihlutahópum. Eins gott að halda pólitískri rétthugsun á þessum erfiðu tímum. Ég er sjálf andlega fötluð stundum. Enda bara gott um andlega fötlun að segja. Annars færu lyfjafyrirtækin á hausinn. Ohh ég er komin svooo langt frá Ísland úr Nató herinn burt. Skil ekkert í því að við séum núna eitthvað að væla af því að herinn er að fara? En samt ef við pælum í því þá hefðum við aldrei hlustað á Elvis eða japplað á tyggigúmmí ef herinn hefði ekki komið til landsins og gert hosur sínar grænar fyrir íslensku kvenfólki. Meira ástandið. Við værum líklega bara á sauðskinnskóm og með hor í nös ef ekki væri fyrir the great americans. Bara til prins póló í búðunum og Ora fiskibollur og Rússneskt bensín á bílinn. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum.
takk fyrir tyggjóið og auf widersehen!

6 comments:

Anonymous said...

Já tek undir þetta, takk fyrir tyggjóið :)
En hvernig gengur svo á leikskólanum, ertu byrjuð að kenna gemlingunum óperusöng??

Anonymous said...

hehe ég er búin að vera raddlaus síðan ég byrjaði :) góð byrjun. En ætlum að halda klassíska viku og þar mun ég víst góla eitthvað fyrir þau ;)

Anonymous said...

Glæsilegt! Þau eru ekkert smá heppin að hafa þig :)

Anonymous said...

en ef við hefðum fengið rússana á sínum tíma þá værum við kannski rétt núna að upplifa frelsi og frjálshyggju og allt í einu fullt af nýríkum íslendingum að kaupa og kaupa...

Anonymous said...

Mamma dró mig í Keflarvíkurgöngur þegar ég var lítil. Man að ég var svona 4 ára hrópandi Ísland úr Nató herinn burt og svo var ég að æfa mig að labba í takt. Fannst það bara mjög gaman

Anonymous said...

ef að bretar og bandaríkin hefðu ekki komið hefðu þjóðverjarnir komið og þá hefði sko seinni heimstyrjöldin farið á annan veg.