Mí and mæ presjöss ætluðum að eiga svona "rómó" dag um helgina. En fyrst urðum við að velta því fyrir okkur hvað er hægt að gera rómantískt í reykjavík? Og niðurstaðan var Bláa lónið (laugardagslaugin var ekki alveg eins heillandi) En af óviðráðanlegum orsökum þá komumst við ekki í sóríasis pollinn heldur fórum við á flakk í borg óttans og komumst að því að það er virkilega ýmislegt að óttast í borg óttans.... Daddarrra....
...þar sem rúðuþurrkurnar á bílnum okkar eru í verkfalli og engar samningaviðræður í sjónmáli þá erum við í rosalegri hættu á að lenda í slysi but we like to live on the edge ;) og við lulluðum bara á 20 km hraða án þess að sjá út og vonuðum það besta.....
...lentum ekki í bílslysi ef þið hélduð það... er að reyna að halda spennunni sko...
Byrjuðum á því að borða snarl Í BÍLNUM eins rómó og það hljómar En fórum síðan á mjög svo yfirþyrmandi tónleika í Smekkleysu. Á gólfinu sat maður við fartölvu og bak við hann var svona dáleiðandi "kristallar að myndast" bull sem var alveg í stíl við þessa ömurlegu tónlist hjá þessum wanna be hippa sem heitir Greg eittthvað. Þarna voru nákvæmlega 6 manns fyrir utan okkur sem voru að ég held dáin úr leiðindum eða eitthvað því þau voru alveg stjörf. Ég hafði ekki mikla eirð í mér að hlusta á þetta og var eins og ofvirkur krakki.....Dró Þórð út áður en hann yrði stjarfur líka
....Kannski var þetta svo mikil snilld að mannlegt eyra einfaldlega getur ekki greint hana en líklega var þetta bara krapp.
.........................Og svo og svo og svo...eee..þá kom andrés önd með hjálparhönd...........
....þaðan lá leið okkar á Nýlistarsafnið,, þar sem við vorum sona rosaleg menningarfífl, og þar var Bibbi Curver með listasýningu á lífi sínu fram að þessu. Þar var ýmislegt hægt að skoða eins og t.d gamlar passamyndir af honum og vídeo af fjölskyldu hans að spila á hljóðfæri, já og svo var svona herbalife megrun í myndum sem var tekið yfir eitthvað tímabil. En þar sem ég var í sakleysi mínu að velta fyrir mér einhverri gamalli stílabók með krassi þá sé ég útundan mér nakin mann sem skríður með fram veggnum, hann skreið ekki heldur mjakaði sér áfram greyjið. Júbb þetta var víst sjálfur Bibbi að fremja gjörninginn "helvítis ánamaðurinn". Mjög sérstakt. Þórður var innst í salnum og varð ekki var við ánamaðkinn fyrr en hann kom á "hraðri" siglingu í átt til hans og lenti beint í myndbandsupptökunni þar sem viðbrögð hans voru mynduð í bak og fyrir. Viðbrögðin voru, ef ég ætti að lýsa þeim, vandræðaleg. Þar sem ég stóð þarna í fámennum hópi, líklega vina og gjörningaglaðra, fann ég fyrir óþægindum, eins og ég ætti ekki að vera að horfa á hann þarna í þessari fáránlegu aðstæðum og mér fannst líka óþægilegt að horfa ekki. Weird æ nó. Svona eins og að ég væri nú meiri lufsan ef ég horfði ekki og svo þegar ég horfði þá leið mér kjánalega.
JÁ! þarna kom það....Niðurstaða: Gjöringurinn "helvítis ánamaðkurinn" fékk mig til að líða kjánalega" Var takmarki sýningarinnar náð? Veit ekki... EN hvað veit mar yfir höfuð um list í dag. Listin er orðin svo landamæralaus að hún veit ekki lengur hvert hún á að snúa sér. Sem er að mínu mati alveg ágætt svo sem en ég held að margir klóri sér í nebbanum yfir þessu. En ef list fær mig til að líða "kjánalega" þá er það bara hressandi....
Ég væri til í að fremja gjörning!!!!
OG já hvar var ég? Jamms, rómantíkin...Tveir kjánar labbandi á laugarveginum hönd í hönd...
Keypti púða sem voru með nostalgígju ilm. Skrítið hvernig lykt getur framkallað minningar....
Um kvöldið fórum við svo út að borða á Tapasbarnum sem var æðislegt. Óggislega kósý :) En ég skal segja ykkur hvað er ekki kósý og rómó DUBLINERS! Fórum þangað í einn bjór eftir matinn og mér leið eins og ég væri stödd á sjúskaða barnum in the middle of nowhere í bandarískri bíómynd.
....Reykjavík er bara nokkuð rómantísk....
Saturday, February 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ahhahahahahah
það bregst ekki, alltaf þegar ég kíki á síðuna þína fer ég að hlæja. :)
Viðbrögðin voru, ef ég ætti að lýsa þeim, vandræðaleg.
hehehehe, það er mér heiður að gleðja yður :) :)
Post a Comment