Friday, February 17, 2006

Kerlu-Píp ehf

Adam var ekki lengi í paradís og kerlan ekki lengi á Hrafnistu.

...það lítur allt út fyrir það að ég sé að skipta um vinnu, eða reyndar er ég komin með vinnu á leikskóla (leikskólum). Fór í þrjú vinnuviðtöl í gær og nú stend ég frammi fyrir ákvörðun um 4 fjóra vinnustaði og þar sem ég er bara eitt kerlu eintak þá verð ég að velja einn stað. Og ég er búin að ákveða hvert ég fer.

Á bara eftir að segja upp í vinnunni :S

ARRRg þetta er svo týpískt ég. jæja. Er búin að stökkva útí djúpu laugina í huganum áður en ég er komin að bakkanum. En kosturinn við þetta karíer múv er að ég fæ hærri laun og betri vinnutíma og áttatíu árum yngri krýli til að sjá um :) Frá gömlum börunum í aksjúallí börn. Já mér skilst á þeim sem ég fór í viðtal til að ég sé "áhugaverður" umsækjandi þar sem ég er í söngnámi og geti trallað eitthvað með litlu skinnunum. Jebbs, hver veit nema mar taki "óperukonuna" úr stelpunum á þetta!!!!! Það yrði vinsælt. En í alvöru þá hefur mig langað að gera þetta þegar fólk er að bögga mig og biðja mig að syngja bara si svona. "já, ertu að læra söng, syngdu fyrir mig". Og þá myndi ég syngja eitthv að popplag og algjörlega "óperukerlingugaula" lagið. Veit samt ekki alveg hvað ég græði á því að syngja illa en bara svona að pirra fólk skillru.

Ef ég væri að læra píparann myndi fólk biðja mig að rífa í sundur pípulagnir og sína hvað í mér býr? NEI...æji asnaleg líking...En bara að setja þetta í samhengi. OG þegar ég hugsa útí það þá var þetta ekki svo fráleit líking því að raddböndin eru þá pípulagnir og hérna ég er þá kannski vaskur eða eitthvað og....Nei þetta er ekki að gera sig Kristín.....
Það er víst ágætur peningur í píparanum! Kannski gæti það verið góð aukavinna með söng að vinna sem pípari. Gæti sameinað þetta tvennt og sungið í leiðinni fyrir fólk á meðan ég er að pípulaga.
...Nafnið á fyrirtækinu gæti verið Kerlu-Píp....pípa lagið á meðan ég laga pípið...

Svo er það bara áfram Sylvía Nótt á laugardaginn!!

3 comments:

Anonymous said...

Já fyrst ég er að fara að flytja í bæinn gæti verið að ég fari að vinna á leikskóla hér, þannig að hvert ertu að fara??? Gæti kannski komið með :)
En segi bara líka ÁFRAM SYLVÍA NÓTT!!!!!

Anonymous said...

þú hefðir verið beðin um að laga klósettlekann eða kranann, allavega heima hjá mér

Anonymous said...

ég er að fara á hlíðarborg!!
já endilega koddu memm :)

...já ég er hætt við að fara í píparann...einum of mikið klósettkaf fyrir kerluna sko ;)