Tuesday, February 21, 2006

Klukk í borg

Hún Petrína klukkaði mig og ég gat ekki annað en klukkast. Hérna koma niðurstöðurnar.


Fjórir uppáhalds sjónvarpsþættir, sem ég er að horfa á þessa dagana:

-Desperate housewives (algjörlega toppurinn í sjónvarpsþáttargerð)

-Project Runway og Catwalk (fatahönnuða raunveruleiki, þarna færðu flippuðustu týpurnar í raunveruleika sjónvarpi og þetta snýst um hæfileika og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með hvernig "fötin verða til")

-Surface (spennandi þættir um ógnir undirdjúpanna úúúhh)

-Lost (er samt að missa áhugann en gef þeim séns for old time sake)


Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

-Muriels Wedding (yndisleg mynd um þunglynda stelpu með abba obbsession, hana dreymir um hið fullkomna brúðkaup og fer ansi langt til að láta drauminn rætast)

-Grease (útskýrir sig sjálft)

-Sideways (algjör gullmoli, svo lærir mar svo mikið um vín)

-Harold and Maude (um "ástir" unglingstráks við gamla konu, tónlistin hans Cat Stevens gerir myndina mjög eftirminnilega)

4 heimasíður sem ég heimsæki daglega, eða oftast:

-allar sem eru skráðar hér hjá mér
-mbl.is
-Torrentspy.com (download síða)
-vísir.is


Fjórar uppáhalds máltíðir:

-allt með kjúkling
-allt sem fæst á Austur-Indíafélaginu ummmm
-Kalkúnamáltíðin hennar Helgu
-Ítalskur matur er alltaf góður (of góður samt)

Geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur( ji þetta er eins og að gera uppá milli barnanna sinna en ég reyni):

-Debut með Björk
-I am a bird now með Antony and the johnsons
-What would the community think með Cat Power
-Misery is a butterfly með Blonde Readhead

já þannig fór það nú. En þá klukka ég bara Ester, Söndru og Rósu :)

No comments: