Tuesday, December 20, 2005

The shopping must go on




Henry bóndi með risatómatinn sinn.














Hin árlega "jólaflensa" er farin að gera vart við sig. Og akkúrat þegar ég var komin í frí. Þessar flensur kunna að hreiðra um sig á bestu tímum. Ég svaf í 16 tíma og dreymdi risa tómata á túni, svona eins og heybagga útum allt, klifraði uppá einn og rúllaði mér útum allt eða þangað til hann sprakk og ég lenti í heljarinnar tómata blóðbaði. Svo sagði þórður mér að það hefði verið gerð bíómynd um svipað eða "the attack of the killer tomatos". Veit ekki kannski var hann að djóka í mér?


Afneitaði flensunni í dag og skellti mér í kringluna svona til að fá the spirit of christmas beint í æð. Þar var allt að verða vitlaust og ringulreiðin skein úr
andlitunum á hverju mannsbarni og allir voru á síðasta snúningi jafnvel þó að það lokaði ekki fyrr en tíu og jólin ekki fyrr en eftir 4 daga og ég gæti trúað því að búðir verði opnar allan sólarhringinn til að anna eftirspurn, mar getur nú ekki stoppað fólk sem vill kaupa? The shopping must go on!
Ég var sem betur fer með lista í fyrsta skipti á ævi minni þökk sé þórði. Og kannski er eitthvað til í svona listum því við slóum jólainnkaupamet! Gekk svona líka hratt fyrir sig. Kannski ég fari að innleiða svona listamenningu í líf mitt?

Ég sá kápu lífs míns í spútnik í dag. Mátaði hana og það vantar aðeins uppá að hún passi en hún hrópaði hástöfum á mig svo græn og græn "kauptu mig af því að ég er kápa lífs þíns" og hver getur sagt nei við kápu lífs síns? Allavega ekki ég. Lét taka hana frá og hún bíður spennt eftir að ég komi og kaupi sig þessi elska. Alveg geislandi græn. Þarf síðan bara að reyna að passa í hana en það er aukaatriði.



No comments: