Wednesday, December 28, 2005

Með kjöteitrun milli jóla og nýjárs og einhverfa hornið

Ég held ég sé komin með alvarlega kjöteitrun. Finnst ég lykta eins og reykt svínakjöt, grænar baunir og rauðkál. Held ég sé farin að pissa malti og appelsíni. Líður ykkur svona líka?
Mikið rosalega er ég fegin að fá kalkún um áramótin.

Æji hvað það er gott að þessi hátíðarhöld eru að líða undir lok, einhvern vegin þráir mar hið hversdagslega líf þegar öllu er á botninn hvolft. Ef að alla daga væru jól þá myndi siðmenningin fljótlega líða undir lok því við lægjum öll heima hjá okkur með kjöteitrun og bjúg og hlustuðum á jólahjól þangað til við yrðum geðveik. Breytumst í jólazombies.

En áramótin eru eftir, ég verð að vinna á gamlársdag og nýjarsdag þannig að það verður ekkert skrall á mér. Ég man nú samt ekki eftir að hafa skemmt mér á galeiðunni á gamlárs, alltaf troðið og allir hálf brjálaðir eitthvað að kveðja gamla árið og ÞAÐ Á SKO ALDEILIS AÐ SLETTA ÚR KLAUFUNUM! En í staðin snýst þetta um að fá leigubíl sem tekur hátt í tvo tíma og kostar á við kú og svo tekur laugarvegslöng biðröð fyrir framan troðfullan skemmtistað þar sem allir eru pirraðir af því að kvöldið er að verða búið og engin ævintýri í sjónmáli nema að finna leigubíl aftur heim. Hehehe, ég hljóma eins og grumpy old man...
Okei ég játa, ég öfunda ykkkur öll sem eruð í fríi!!!!!!!

Ég er rosalegt áramótabarn, miklu meira aksjón á áramótunum heldur en á jólunum. Ég dýrka brjálæðið í okkur íslendingum þegar við skjótum flugeldum eins og geðsjúklingar sem gleymdu að taka lyfin sín og bara fríka út! Svo er svo gaman að pæla í árinu sem er að líða og hvað mar gerði og gerði ekki og bara skoða sig svolítið að innan, hefur eitthvað breyst? Áramótin eru svona tími sem fær okkur til að horfa til baka og rýna eins og jákvæður gagnrýnandi yfir mánuði, vikur og daga og gefa 4 stjörnur eða hauskúpu ef svo er í pottinn búið :S

Ég ætla að gefa mér 4 stjörnur fyrir þetta ár :)

ÁRIÐ Í HNOTSKURN (einhverfa hornið):
-tók þátt í uppfærslunni á apótekaranum, sólóistahópurinn fimm frekar flekaðar eyddu ómældum tíma baksviðis í íslensku óperunni og skutumst einstaka sinnum upp til að færa fleka og syngja kvennabúrskonusöngva.
-Varð gömul og keypti mér gullskó í tilefni þess og hélt veislu í litlu vífilsgötunni þar sem allir voru svo æði og sátu og stóðu þétt í 40 fermetrum með bjór í einni og jalapeno bollur í hinni og ég sveif um í bleikum bol með hamingjuglott í framan eins og tilheyrir ellinni.
-lærði fullt fullt af tónlist og lærði að meta klassík og táraðist yfir fullt fullt af gömlum meisturum og nýjum.
-Hef aldrei farið á jafn mikið af tónleikum og á þessu ári. Sá nokkra af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, blonde readhead, cat power, sonic youth ofl.
-lærði að meta það sem mér var gefið í vöggugjöf.
-Hætti að vinna á meltingadeildinni og gaf þar frá mér titlinum "miss meltingadeild". Lærði mjög margt um meltinguna, hjartað, hjúkkur, lækna og móttökuritara. Held að orðið polypectomia muni ávalt lifa innra með mér ;)
-Sá bókmenntaljósið og gerðist nemi í næstum því mánuð, tek það fram að ég lærði ekki mikið og get ekki talist sérstaklega fróð um bókmenntir eftir þennan mánuð.
-Varð kannski þess valdandi að ákveðinn aðilli var rekin fyrir vinnu sína sem var til skammar og hafði valdið mér martröðum. Jeij draumar mínir eru lausir við "steininn"
-Óendalaust mikið af góðum og hlýjum stundum með fjölskyldu og vinum. Þið haldið í mér lífinu!
-Fullt fullt af kaffibollum og kjaftagangi á kaffihúsum (og stundum með því) með Ester
-Bullukollustundir með Ellu systir, er ennþá að hlægja að brandaranum í kirkjunni ;)
-Að sjá Dagný með litla fallega strákinn sinn í faðmi
-Endurheimti æskuvinkonu mína eftir asnalegasta rifrildi ársins.
-Eldhússtundir með ömmu og pólitík með afa.
-Stuðningur og bros frá öllum mömmunum og pöbbunum, það er ekkert slor að eiga svona marga að ;)
-Hætti að skrifa í rauða dagbók og fór að skirfa á veraldarvefinn svokallað blogg.
-byrjaði að hreyfa mig og hugsa betur um hvað fer ofan í musterið.
-fengum okkur nýjan bíl og drápum gömlu toyotuna. kransar afþakkaðir.
-Davíð Oddsson hætti í pólitík mér til mikillar ánægju. Nú þurfum við bara að losa okkur við Dóra muahhaaha....
-Bolla dó. Blessuð sé mjúk minning hennar.
-söng á ættarmóti og lærði að meta gömul gul tjöld.
-doddi og stína sitting on a tree k i s s i n g :)
-fékk straujárn í jólagjöf.

No comments: