Friday, December 02, 2005

Gemsalingar og aðrir gemlingar

Síminn er þarfasti þjónn mannsins í dag og það eru engin takmörk fyrir því í hvaða aðstæðum fólk svarar símanum. Ég hef svoldið velt þessu fyrir mér af því að ég er ennþá svo gamaldags að ganga ekki alltaf með síma á mér, fólki í kringum mig til mikillar mæðu. Ég ætla að telja upp þær aðstæður sem ég hef verið í þegar fólk svarar í gemsalinginn sinn..

-Hjá lækni (já, ekkert meira skemmtilegt en að vera hjá lækni að ræða viðkvæm mál þegar dúdúdúrúrdúdurúrdú og "hæ elskan, hvað segirðu, já ég kem heim svona um fimmleytið)

-í söngtíma (ég fyrirgef sönkennara mínum allt þannig að ég kippi mér ekkert upp við þetta og syng bara hástöfum á meðan hún er í símanum)

-Inná baðherbergi hjá gömlum manni sem er að gera númer tvö (þetta fannst mér nú algjörlega fyrir neðan beltisstað, aðillinn sem var með mér að aðstoða manninn er með síma í vasanum og þeir eiga það til að hringja og til að toppa það þá svarar hann! Ætla allavega að vona að þegar ég verð orðin gömul og get ekki gengið erna minna án aðstoðar að það verði ekki búið að græða síma í heilann á starfsfólkinu.

Hafið þið orðið fyrir svipaðri reynslu? Er einhver þarna úti sem lumar á góðri gemsasögu?
Endilega tjáið ykkur. Verð að hætta því síminn er að hringja!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

2 comments:

Anonymous said...

ertu búin að finna símann. Hef upplýsingar um stelpu sem lenti í því að gaurinn svaraði símanum á mjög skemmtilegri stund. Ætli það hafi verið móðir hans?

Petrína said...

Held að margir lendi í því að tala við fólk í símanum á meðan það er á klósettinu - frekar ósmekklegt! Ein frænka mín í danmörku lenti í því í vinnunni þegar hún var að hringja í einhvern samstarfsmann.

KVeðja PEtrína