Thursday, December 08, 2005

I´m a Buddah baby so why don't you kill me...

Það elska greinilega allir að hata Jónínu Ben. Hvort sem það eru ungir sem aldnir. Þátturinn með Sirrý í gær hélt lífinu í samræðunum í vinnunni í dag, allir höfðu einhverjar sögur að segja af Jónínu, níræð kona hafði meira að segja nokkrar sögur að segja um hana. Æji nennum við þessu virkilega? Mér er svo nákvæmlega sama hvernig þessi kona hefur efni á íbúðinni sinni og bílnum og pelsinum og af hverju hún klæðist ekki nærfötum. En ég ætla að viðurkenna það að ég hef slúðrað um hana líka og jafnvel gert grín að henni á blogginu mínu, jafnvel þó ég telji mig nú alveg glataða slúðurkellingu og frétti alltaf allt síðust allra þá er eitthvað svo auðvelt að slúðra um Jónínu. Hún liggur svo vel við höggi. Spurning um að vera ekki að gefa færi á sér? Það var nú hún sem sagði okkur að barbie væri dauð. Hvar værum við annars? Ennþá að taka þátt í fegurðarsamkeppnum?

Jæja, ég söng á tónleikum í skólanum á þriðjudaginn og það gekk bara rosalega vel. Ég var alveg að gera á mig af stressi og þornaði öll upp í munninum áður en ég steig á svið en um leið og ég var komin á sviðið og búin að stilla mér prímadonnulega við flygilinn og líta á hana Krystynu og horfa útí salinn á allt fólkið mitt sem kom að sjá mig þá leið mér bara ansi vel og naut þess bara að syngja. Held reyndar að ég hafi bætt við auka töktum í byrjun á einu laginu en það var bara flott hehe :) Og það sem var merkilegast var að ég stóð kyrr!! Ég náði loksins og örugglega í fyrsta skipti að standa í fæturnar án þess að iða eða fá einhverjar ósjálfráðar hreyfingar í handlegginn! Jebbs mér fer fram. Ég átti nú ekki von á því að ég myndi nokkurn tímann ná tengslum við Zen Búddistann í mér ;)
Og hér með mun ég ekki hreyfa mig framar, er alveg viss um að það þurfi átak til að fá mig á hreyfingu aftur....

En nú styttist í hátíð ljóss of friðar eða réttara sagt hátíð vísa og Euro. Ég er alltaf á síðustu stundu með að kaupa jólagjafir og það er komin mjög svo stressandi hefð að kaupa allar gjafir rétt fyrir lokun á þorláksmessu og klára restina fyrir hádegi á aðfangadag. Það er vandlifað í þessum heimi. Ég mun seint breytast í A-týpu og rumpa þessu af tímanlega. Im gonna do it in a B-type style!

Ég er sko ekki búdda fyrir ekki neitt!

2 comments:

Anonymous said...

hvað kemur okkur við hvort hún hafi verið í brók, hún gæti jafnvel hafa verið brókarlaus samkvæmt læknisráði. Satt að segja finnst mér sögurnar um hann Ástþór meira krassandi. ´
'Astþór og jónínu ben á bessastaði og svo skulum við öll klífa esjuna saman. friður 2010

Anonymous said...

Jónína Ben + Ástþór + Bessastaðir=Ófriður 2010