Thursday, August 18, 2005


Sonic Youth tónleikarnir voru frábærir. Var ekkert rosalega spennt, ekki búin að vera að hlusta neitt af ráði á þau, en tónleikarnir í gær voru magnaðir. Gott ef kerlan er ekki orðin Sonic Youth aðdáandi. Jamms, svo eftir tónleikana þá fengum við hressandi "bíltúr" heim, þar sem við (ég,þórður og sandra) ýttum bílnum nokkurn spöl á bensínstöð :) Ég ætla samt að vona að vonda bíla-karmað hennar Ester sé ekki smitandi, það er með ólíkindum hvað bílar í hennar eigu þurfa að þola og hvað er málið með fólk sem klessir á bíl og lætur sig hverfa? En talandi um bíla og bíla-karma þá hefur það nú ekki farið fram hjá mörgum að við eigum ekki bíl og hefur það farið ansi mikið fyrir brjóstið á fólki í kringum okkur (þá er ég ekki að tala um ykkur elsku litlu krúsídúllurnar mínar sem lesið þetta blogg).
Ég vil líkja því við ofsóknir hvernig þetta fólk kemur fram. Það byrjar með saklausri spurningu um það hvort við séum ekki búin að fjárfesta í bifreið og svo þróast það útí hálfgerða predikun um það hvað það sé nú ómögulegt að vera bíllaus í Reykjavík og hvaða lúser sem er geti keypt jeppann beint úr búðinni í dag (svipbrigðin undir þessum predikunum eru vanalega full vandlætingar). Á þessum tímapunkti bendi ég fólki skömmustulega á það að við ætlum að kaupa bíl fyrir veturinn og þá fyrst færist vonarglæta yfir andlit predikarana og yfir þá færist himnesk ró.

Ég meina, hvenær urðu við svo undirlögð af lífsgæðakapphlaupinu að ungt fólk sem á ekki bíl er talið alveg vonlaust? Ég viðurkenni það að mér finnst erfitt að vera án bíls, en það er að hluta til af því að ég hef vanist því, en kommon people eitt sumar án bíls og það þykir alveg rosalegt!
Veit ekki hvort þið hafið svipaða reynslu og ég eða hvort að ég sé bara að umgangast fólk sem er komið svo langt í lífsgæðakapphlaupinu að það veit ekki hvert það á að hlaupa lengur og fer því að reyna að hlaupa aðra niður.

4 comments:

Anonymous said...

já, þú ert svo sannarlega tegundi í útrýmingarhættu :) Við verðum að rísa upp gegn kapítalismanum sem tröllríður öllu!!!

Anonymous said...

já, þú ert svo sannarlega tegundi í útrýmingarhættu :) Við verðum að rísa upp gegn kapítalismanum sem tröllríður öllu!!!

Anonymous said...

Ég hefi heldur aldregi vélknúinn reiðskjóta átt. Ég myndi aldrei nenna að eiga bíl nema ég hefði stöðugar tekjur, best að fá bara lánaðann bíl :D.

Anonymous said...

ÉG er hræsnari, var að skoða bíl í dag........