Friday, June 03, 2005

Ræturnar tala tungum

Þá er loksins hægt að segja að það sé komið sumar. Með blómum í haga og beljum á vappi um laugarveginn. Ég er allavega komin í sumarskap. Er hætt að ganga í sokkum og það er alltaf góðs viti. Það er minn sumarboði. Um leið og kerlan fer úr sokkum þá er sumar hjá minni!

Svo erum við að fara í bústað um helgina. Ætlum að skella okkur ásamt Ellu og James á Þingvelli. Grill og tjill. Það verður hressandi að komast í tengsl við náttúrubarnið innst innst inní mér. Veit það leynist þarna einhvers staðar innan um gatnamót og kaffihús. Bara svolítið lost náttúrubarn. Er nú alin upp í sjávarþorpi innan um slor og fiskhausa. Var samt alltaf svolítið úr tengslum við sjóinn. Fannst hann ógnvekjandi. Fór frekar uppí fjall. Finnst Esjan ofmetnasta fjall í heimi. Bliknar í samanburði við fjöllin fyrir vestan. Sem minnir mig á það að sjómannadagshelgin er framundan. Fyrir þá sem vilja upplifa hardcore vestfirskt fyllerí með slagsmálum og tilheyrandi sóðaskap skelliði ykkur á patró. Fyrir viðkvæmar sálir mæli ég með því að halda sig í trilljón kílómetra fjarlægð.
Mér þykir rosalega vænt um að hafa alist upp á Patró og finnst það hafa mótað mig sem manneskju að leika mér í faðmi fjalla og hræðslu við sjóinn og þekkja næstum alla með nafni. En ég er líka þakklát fyrir að hafa flutt til Akureyrar þegar ég var 13 ára og fatta að patró er ekki nafli alheimsins og að minn nafli er ekkert merkilegri en annarra naflar. Fatta það að ég þarf ekki að tilheyra einhverjum bæ eða borg eða landi. Að sama hvar maður er þá er heima þar sem fjölskyldan og vinirnir eða þar sem þú ert heill. Að skilja það að þú getur ekki verið viss um að allt sé svart eða hvítt, að lífið taki alltaf þá stefnu sem þú vilt stýra því. Upplifa það að byrja upp á nýtt, í nýjum bæ, sem er eitthvað allt annað en litli bómullarhnoðrinn patró.
Að vera rótlaus held ég að sé eitt það besta sem getur komið fyrir manninn. Því fyrst þá finnst þér þú geta hvað sem er og búið hvar sem er. Ræturnar þvælast bara fyrir þér.

Nú bý ég í Reykjavík. Og sama þótt mér finnist esjan ekki vera sjúkleg þá er þetta ágætt pleis.
Held samt rótunum frá jörðinni.

4 comments:

Anonymous said...

esjan er ljóst að mínu mati og finnst mér súlan einnig mjög ofmetið fjall.
Ég hætti að ganga í sokkum í apríl. Reyndar þá gekk í sokkum þegar þú áttir afmæli. Það er yfirleitt vont veður þegar þú átt afmæli, hvernig stendur á því?

Anonymous said...

Sandra, þú ert búin að bjarga einni áttavilltri kindinni enn... Ég stend bara og gapi eins og stunned hæna ef einhver minnist á austur, vestur, suður eða norður... óskiljanleg meinloka hjá fólki að geta ekki bara notað hægri og vinstri...

Esjan has gained a new spot in my heart....

Anonymous said...

bara að láta vita að fyrsta setningin á að vera að esjan er ljót að mínu mati.

Anonymous said...

ég hef einhvern vegin aldrei þurft á því að halda að vita hvort ég snúi í norður eða suður..Ég bara sný einhvern vegin og esjan er hinum megin við hafið.

En ég er náttlega svo "áttavilt" ;)