Thursday, June 09, 2005

Er ég á leiðinni í bókmenntafræði?

Bókmenntafræði! Af hverju datt mér það ekki í hug áður? Er s.s búin að skrá mig í bókmenntafræði og e.t.v. verður það 3 tilraun mín til að verða háskólanemi. Látum okkur nú sjá fyrst var það heimspekin og ítalskan, svo félagsráðgjöf og nú bókmenntafræði.

Er kerlan bókmenntafræði kandidat?

1. Hef lesið bækur, ekkert ógurlega margar en alveg 5-6.

2. Ég á það til að vitna í bækur, segi stundum "to be or not to be that is the question" og "eigi vil ég hornkerling vera".

3. Samdi einu sinni fullt af ljóðum. Skil ekki hvar ljóðagoðið mitt heldur sig þessa dagana? Hef orðið svo fræg að heyra þessi orð "þú ert uppáhalds ljóðskáldið mitt" (ath. viðkomandi var mjög drukkinn)

4.Tók alla bókmenntafræði áfanga í M.A sem hægt var að taka þ.á.m. afþreyingarbókmenntir!
Las ógrynni af Rauðu Seríunni og krimmabókum.

5.Frændi minn er bókmenntafræðingur.(þetta er í genunum)

6.Vann keppni í æsku (eina keppnin sem ég hef unnið) sem gekk út á það að buna út úr sér sem flestum orðum án þess að anda. Ég vann með yfirburðum.

7.Las næstum því allar ísfólksbækurnar þegar ég var 10 ára. Var reyndar í keppni við Sunnu vinkonu um hver væri á undan að lesa þær allar en ég held þær séu um 50 talsins. Ég er samt ekki viss um að sumt í þessum bókum flokkist sem sérlega "barnavænt".Ef þið vitið hvað ég meina.
Þengill og Villimey eru rómeo og júlía white trash bókmenntanna.

8.Ég bý í bókasafninu hans Þórðar.

9.Mamma segir að mér hafi þótt bækur einstaklega bragðgóðar sem barn. Nartaði í þær og bleytti þangað til ég gat náð sem stærstum bitanum. Gott fyrir meltinguna (trefjar).

10.Hvernig var aftur máltækið "allt er þegar þrennt er".

5 comments:

Anonymous said...

Ég tek það fram að ég er ekki búin að taka ákvörðun, þannig að allt sem þið segið getur haft víðtæk áhfrif á framtíð mína

takk fyrir.

Erla said...

Erla María kvittar fyrir komuna á síðu verðandi bókmenntafræðings!

Unknown said...

þú tækir vel út sem fyritækja lögfræðingur.

Anonymous said...

ég held að heimurinn fengi ekki betri bókmenntafræðing en einmitt þig. Farðu í bókmenntafræði og leggðu þitt af mörkum við að gera heiminn betri stað fyrir mig og þig að búa á.

Þetta komment var í boði IAOISAOPL

eða International Association of Improving Sandra's and Other People's Lifes

Anonymous said...

jisús minn hvað þið eruð æði!

ég held ég verði nú bara að láta slag standa ;)

Já Sandra, mitt mission in life er komið á hreint, ég mun bjarga ykkur öllum með ljóðagreiningum og shakespeare tilvitnunum!

það sorglegasta við þetta er að þurfa að kveðja búrið mitt og búrabyggðina :(