Ég á von á peningum í ágúst. Óvæntum peningum. Og ég er að verða brjáluð. Get ekki hætt að hugsa um hvað ég ætla að gera við peningana. Á ég að fara til útlanda? Er nú þegar byrjuð að skoða ferðir og og rífst við sjálfa mig í huganum hvort ég sé í stuði fyrir sól og sand eða borg og bla. Eða á ég að borga tónó og vera laus við afborganir í hverjum mánuði? Svo er ég að spá í ljósmyndunar námskeið. Langar líka í tónlistarforrit. En eins og Jói bróðir kemst að orði "þú borgar ekki fyrir forrit". Svo væri ég til í að dressa mig upp!
And then it hit me! Ég er sjálfselsk. Það eina sem hefur komist að í heilakollinum á mér er ÉG og það sem MIG vantar og langar í. Og ekki bara það, heldur hefur þetta komið nokkru róti á mitt daglega, fábrotna líf. Ég er pirruð af því að ég get ekki ákveðið hvað ég eigi að gera við peningana. Ég hef komist að því að peningar og ég yrðum ekkert "match made in heaven". Því ég virðist algjörlega umturnast og hef ekki getað hugsað um annað en ALLt og ALLt sem ég get keypt eða gert. Þess vegna er ég bara búin að sættast við það að verða aldrei rík. Já, ég er barasta búin að sætta mig við það að vera skuldasúpu-íslendingur sem tekur strætó og gefur einstaka sinnum 500 kr. í góðgerðamál. Ég ætla að berjast eins og ég get til þess að verða fátæk að eilífu. Það mun verða erfitt en it must be done. Ellegar mun ég verða græðginni að bráð. Og þið sem höfðu bundið vonir ykkar um að ég yrði rich bitch og myndi halda ykkur öllum uppi forget it, því let´s face it ég var ykkar líklegasta von.
Tuesday, May 17, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
ég þarf að borga einhvern helvítis elliskatt.
Fáðu þér einn öllara á ströndinna. Það er ekki slæmt.
Og þú vinnur á elliheimili! Hversu kaldhæðnislegt er það?
Guðirnir eru að refsa þér...
...á sandölum og ermalausum boool..
hvaðan er ég eiginlega? ég er geimvera sem hef aldrei upplifað tæknibyltingu ;)
heheh, jáms,mar verður að friða samviskuna aðeins og leggja fyrir kannski þúsundkall..
hehe, já mar er alltaf skynsamastur fyrir aðra ;)
Pokémon spil! ekki koma neinum hugmyndum í kollinn á mér :)
Post a Comment