Thursday, September 29, 2005

Sel það ekki dýrara en ég keypti það!





Hvernig ætli það sé að vera femme fatale íslands? Við eigum ekki margar svoleiðis kvinnsur hér á þessu frosna fróni en ég veit um eina, Jónínu Ben. Já hún hefur aldeilis náð að stimpla sig inn sem "tálkvendið ógurlega" (veit ekki um betri leið að þýða femme fatale) á síðust dögum. Mar getur nú bara hætt að horfa á Bold And The Beautiful og Guiding Light og horft á fréttirnar eða lesið blöðin, miklu meira djúsí stöff í gangi þar. Næsta flétta gæti verið að Davíð Oddsson hafi í raun og veru átt í ástarsambandi við Jóhannes í Bónus og Dabbi hafði átt hugmyndina að því að stofna ódýra matvöruverslun með bleikt svín sem vörumerki og þess vegna þolir hann ekki Baugsfeðga því þeir stálu hugmyndinni hans og svo kom í ljós að Sullenberger sé í raun laundóttir Jónínu og Styrmis og hann hafði farið í kynskiptiaðgerð því hann ætlaði sér að verða vinur Jóns Ásgeirs til þess að geta svipt hulunni af dularfullum atburðum sem við fáum að vita í næsta fréttartíma. Hver átti hugmyndina að bleika svíninu? Er Davíð Oddsson í ástarsorg? Er Jónína geimvera með athyglissýki á háu stigi? Hver sendi hverjum email? Er Sullenberger skyldur Jóni Ólafssyni? Er Styrmir laumuaðdáandi DV? Hver er í raun og veru femme fatale? Er bleika svínið í raun svín?

Geri ráð fyrir að við fáum að vita þetta allt saman von bráðar hvort sem okkur líkar það betur eða verr.


Tuesday, September 27, 2005

Framtíðin er framundan

Ég er hætt í bókmenntafræðinni. Ég bara varð að vera hreinskilin við sjálfa mig og gera það sem ég tel vera rétt. Ég er nú þegar í námi sem er rétt fyrir mig og vil einbeita mér að því og gera það eins vel og ég get. Er bara ánægð með að hafa prófað þetta og ætla bara að halda áfram mínu striki. Ég get alltaf farið í bókmenntafræði í ellinni en er ekki viss um að röddin verði í topp standi þá. Nú þarf ég bara að finna mér vinnu með skólanum og setja í fimmta gír.

Ég er búin að vera hálf einhverf síðustu vikur og notað tímann í allskonar einhverfa hluti eins og að spila tölvuleiki, vaka allar nætur, horfa á sjónvarpsþætti, mála, búa til playlista fyrir öll möguleg og ómöguleg tilefni, elda ódýran mat úr því sem til er í ísskápnum, syngja með hálsbólgu, lesa meistarann og margaríta, rifja upp gítargripin, þróa með mér fullkomnara tásugrip (get gripin ótrúlegustu hluti með tánnum), naga neglurnar niður í kviku, hugsa um sólarlandaferðina sem ég ætla í á næsta ári, hugsa um "hvar í fjandanum er framtíðin og hvernig á ég eftir að bregðast við því þegar hún hellist yfir mig gleypir mig í einum munnbita".

Mæli eindregið með svona "einhverfustundum" fyrir þá sem eru algjörlega dottnir úr tengslum við einhverfa barnið inní sér.



Tærnar mínar hafa aldrei verið í betra formi!

Friday, September 23, 2005

Klukkuð...


Ég hef víst verið klukkuð, Sandra Pragfari klukkaði mig og ég get nú ekki annað en klukkast.

Klukkun?

1.Ég er með hjartalaga fæðingablett á milli litlu tánnar á hægri fæti. Uppgötvaði hann fyrir mörgum árum þegar ég var að naga á mér táneglurnar.

2.Ég er óttarlegur hrakfallabálkur og rosalega fljótfær. Tek ákvarðanir og sé oft eftir þeim daginn eftir eða jafnvel mínútunni á eftir. Segi stundum hluti sem ég veit ekki alveg hvaðan koma. Ég hef oft fengið glóðurauga, einu sinni á báðum, hef byrjaði í vinnu á vitlausum vinnustað og komist upp með að vinna þar heilt kvöld, brotið tönn, brotið handlegg, sest inn í bíla hjá ókunnugum, og fullt fullt af minniháttar meiðslum og furðulegum uppákomum.

3.Ég er meðlimur í Sálarannsóknarfélagi Reykjavíkur. Fríðindi sem fylgja því eru 300 kr. afláttur hjá öllum miðlum nema þeim sem starfa hjá álfavinafélaginu. Þarf endilega að gerast meðlimur þar. Gekk í gegnum "nýaldartímabil" og fór til miðils, spákonu, talnamiðils og áruteiknara og keypti mér tarot spil og "spáði" fyrir mér á hverjum degi.

4.Ég elska að syngja og skrifa og mála. Það kemur í veg fyrir að ég verði geðveik.

5.Ég átti mér þann draum að eignast pulsuvagn þegar ég var lítil því pulsur voru uppáhalds maturinn minn og að vinna sem þula hjá ríkisútvarpinu því þá gæti ég horft á alla sjónvarpsdagskránna. Mjög háleit markmið, hmmm.

Wednesday, September 21, 2005

að vera kona eða stytta?



Finnst ykkur ekki sárvanta styttur af k0num í Reykjvík. Við eigum sirka 25 styttur af köllum og eina konu! Reyndar hefur mér alltaf fundist styttur af fólki frekar krípí, þá sérstaklega höfuðstyttur. Ef svo ólíklega vildi til að það yrði gerð stytta af mér í framtíðinni þá ætla ég rétt svo að vona að ég verði ekki höfuðstytta, helst vildi ég sleppa því að verða stytta en hver spyr þig þegar þú ert six feet under? Mér finnst þá að það ætti allavega að gera mann foxy. Get ekki séð að þessir herramenn útum allann bæ séu foxy. Við klæðum okkar styttur allavega í föt, veit ekki hvort það er gott eða slæmt.

Er Bríet Bjarnhéðinsdóttir ekki kandidat í foxy styttu?


Og talandi um kvenréttindi, sú tillaga var lögð fram einhvers staðar í tillögulandi um að allar konur á atvinnuleysisskrá yrðu sendar á leiksskólana til að manna þá. Why? Hvað er málið? Gæti ekki verið mjög góð ástæða fyrir því að sumar konur vilji hreinlega ekki vinna á leiksskóla eins og "að þola ekki börn", guð hvað þetta er heimskulegt. Þó að þú sért kona þá er ekki þar með sagt að þú elskir börn. Kannski eru sumar konur að leita að vinnu til að forðast sín eigin börn og svo á bara að planta þeim á leikskóla að passa annarra manna börn á mjög mikilvægu mótunarskeiði sem eiga síðan eftir að eiga í samskiptaerfiðleikum seinna meir af því að konan á leikskólanum þínum þoldi þig ekki. Og svo er þetta mikil móðgun við það fólk sem nú þegar vinnur gott starf með börnum og svo á bara að ráða hvaða konu sem er á þeim forsendum að hún er kona en ekki endilega hæf manneskja í starfið. Skil þetta ekki alveg. En auðvitað þarf að gera eitthvað í málinu og ég veit nákvæmlega hvað það er, hækka launin. Heyrði í fréttunum að sumir leikskólar þyrftu að ráða pólskar konur sem væri mjög slæmt af því þær töluðu ekki málið. En er það ekki betri kostur en að pína einhverjar konur á atvinnuleysisskrá til að redda málunum. Held það.

Wednesday, September 14, 2005

Posted by Picasa

Hvað ætli það merki að dreyma hauslausa flamingo fugla?

Flensan er í rénun. Er búin að vera í tveggja daga einangrun og verð að viðurkenna að ég hef litið betur út, þrátt fyrir andlits maskann og tvöfaldann skammt af lýsi og vítamínum þá hef ég ekki sigraði í baráttunni við lasarus lúkkið.

Er næstum því búin að downloada öllu Tom Waits safninu og tónlistin hans hefur haldið lífinu í mér síðustu dagana. Og plús það að ég get sungið eins og hann með þessa hálsbólgu ;) Mér finnst platan Swordfishtrombones algjör snilld, reyndar fíla ég hann betur eftir að hann fór að syngja með hásu röddinni. Sum lögin fá mig til að líða eins og ég sé stödd í klikkuðum sirkus í ævintýri. Sé fyrir mér dvergana og skeggjuðu konuna í einhvers konar David Lynch aðstæðum og Tom Waits sjúskaðann í bakgrunninum með Whiský í einni hendi og apa á öxlinni syngjandi the piano has been drinking og there´s one thing you can say about mankind there´s nothing kind about man.

Friday, September 09, 2005

Farið hefur fé betra!

Jæja landsmenn góðir, þá er hann Davíð Oddsson loksins hættur í stjórnmálum og ætlar að fara að telja seðla handa vinum sínum í seðlabankanum. Jafnvel þó hann hafi búið svo um hnútana að hann gæti haft það náðugt í "ellinni" með eftirlaunafrumvarpinu fræga þá ætlar hann að þrauka áfram á vinnumarkaðinum aðeins lengur okkur landsmönnum til ómældrar gleði. Sko, ég hef unnið á elliheimilum og Davíð Oddsson yrði "pain in the ass" vistmaður eins og hann var stjórnmálamaður. Ég fékk næstum æluna uppí háls að lesa blöðin í vikunni þar sem hver pólitíkusinn á fætur öðrum (hægri+vinstir) lét dæluna ganga um þennan "merkilega" mann og blablabla. Eru allir virkilega búinir að gleyma því hvernig maðurinn lét sem forsætisráðherra okkar? Látum okkur sjá, hann traðkaði á öryrkjum, hækkaði eftirlaun sín margfallt á meðan öryrkjar og gamalmenni höfðu aldrei haft það verra og lét meira að segja útúr sér að þetta fólk væri aumingjar, hann (og dóri) blandaði íslandi í óafsaknlegt stríð og náði meira að segja að slefa útúr sér á sinni bjöguðu ensku mr. bush you are so wonderfull, svo var það blessað fjölmiðlafrumvarpið sem ég nenni ekki einu sinn að tala um það var svo ómerkilegt og sett saman til þess eins að klekkja á baugi sem hann fór ekkert í felur með að voru fjandmenn hans. Gott að vera í aðstöðu til að setja saman eitt frumvarp og troða því í gegnum alþingi eins og reynt var þrátt fyrir augljósa galla og illan tilgang. Á þessu tímabili var maðurinn eins og hann væri andsetinn, brjálaður geðsjúklingur sem sá djöfulinn í hverju horni. Vildi bara rifja þetta upp því við erum alltof fljót að gleyma.

Ef ykkur langar til að lesa stjörnukortið hans dabba!
www.mbl.is/mm/stjornuspeki

Hér er yfirlit yfir launin hans Dabba
http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=53901

Sunday, September 04, 2005

Niður með niðurhal á tímum bókmennta

Raddböndin mín fengu að njóta sín síðastliðinn fimmtudag, flissuðu feimnislega til að byrja með en gátu ekki annað en orgað af ánægju þegar leið á söngtímann.
Ohh hvað ég er fegin að það er komið haust. Þá get ég hætt að hafa áhyggjur af því að sumarið sé ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ og ég hef ekki gert neitt af öllu þessu sniðuga og æðislega sem ég ætlaði mér að gera í byrjun júní. Sumarið er alltaf fljótt að líða, man ekki eftir sumri sem leið hægt, nema kannski sumarið sem ég vann í rækjuvinnslunni (þið vitið öll hvað mér finnst um rækjur).

Þetta sumar verður í minnum haft sem meltinga-sumarið mikla, tónleika-sumarið milkla og bíllausa sumarið mikla.

Kvaddi meltingadeildina með hvítu brauði og mygluostum, á eftir að sakna þess að geta ekki talað um polypectomiu og papillotomiu við nokkurn mann.

Við gerðum hið óhugsanlega. Við keyptum okkur bíl. Létum undan litla kapítalistanum sem býr í okkur og smelltum okkur á golf ´98 árg. Gasalega sætur bíll með góða nærveru. Ætla samt að passa mig á því að fara ekki að persónugera hann en hann heitir Sæmundur og var Austin Mini í fyrra lífi.

Nú þarf ég alvarlega að takmarka tölvunotkunina hjá mér, hef t.d. varla getað litið augun af litla lappanum mínum alla helgina. Er búin að horfa á tvær seríur af sex and the city og nokkrar bíómyndir. Mér líður illa ef ég er ekki að downloada einhverju. Held ég sé niðurhals fíkill. En nú þegar bókmenntafræðin byrjar þá þarf ég víst að lesa eitthvað, hef ég heyrt, og þá verð ég að láta lappa í friði.

Jæja, fyrsti háskóladagurinn á morgun, kemur fljótlega í ljós ef þetta er eitthvað fyrir kerluna, ef ég þekki mig rétt, en þangað til ætla ég að vera bjartsýnis kerla og megrunar kerla og niðurhalslausa kerla.