Thursday, September 29, 2005

Sel það ekki dýrara en ég keypti það!





Hvernig ætli það sé að vera femme fatale íslands? Við eigum ekki margar svoleiðis kvinnsur hér á þessu frosna fróni en ég veit um eina, Jónínu Ben. Já hún hefur aldeilis náð að stimpla sig inn sem "tálkvendið ógurlega" (veit ekki um betri leið að þýða femme fatale) á síðust dögum. Mar getur nú bara hætt að horfa á Bold And The Beautiful og Guiding Light og horft á fréttirnar eða lesið blöðin, miklu meira djúsí stöff í gangi þar. Næsta flétta gæti verið að Davíð Oddsson hafi í raun og veru átt í ástarsambandi við Jóhannes í Bónus og Dabbi hafði átt hugmyndina að því að stofna ódýra matvöruverslun með bleikt svín sem vörumerki og þess vegna þolir hann ekki Baugsfeðga því þeir stálu hugmyndinni hans og svo kom í ljós að Sullenberger sé í raun laundóttir Jónínu og Styrmis og hann hafði farið í kynskiptiaðgerð því hann ætlaði sér að verða vinur Jóns Ásgeirs til þess að geta svipt hulunni af dularfullum atburðum sem við fáum að vita í næsta fréttartíma. Hver átti hugmyndina að bleika svíninu? Er Davíð Oddsson í ástarsorg? Er Jónína geimvera með athyglissýki á háu stigi? Hver sendi hverjum email? Er Sullenberger skyldur Jóni Ólafssyni? Er Styrmir laumuaðdáandi DV? Hver er í raun og veru femme fatale? Er bleika svínið í raun svín?

Geri ráð fyrir að við fáum að vita þetta allt saman von bráðar hvort sem okkur líkar það betur eða verr.


2 comments:

Anonymous said...

ég vildi að ég væri femme fatale, góðar stelpur fara til himna en þeir slæmu fá allt annað. ain't that the truth sista

Kristín Erla said...

já nákvæmlega! ég vil miklu frekar vera femme fatale heldur en einhver góðgerðadrusla ;)

Jónína Ben er nýja fyrirmyndin mín...