Friday, October 21, 2005

Must read

þetta verðiði barasta að lesa! Þetta er snilld. Doktor Gunni fær dularfullt bréf um að hjálpa krökkum með Down sindrome og....

www.this.is/drgunni

Wednesday, October 19, 2005

.

Hafiði heyrt um hundinn sem verður vitlaus þegar hann heyrir í hljómsveitinni Sigurrós? Ég verð nú reyndar ekkert brjáluð, þannig lagað, þegar ég hlusta á þá og fannst ágætis byrjun mjög góð en svo veit ég ekki alveg hvað málið er með nýju plötuna þeirra. Ó mæ, skil vel að hundurinn hafi ekki smekk fyrir "krúttlegum álfum á róandi" kænd of músikk, ég hef það ekki en þessi plata sem heitir Takk fær góða dóma útum allt. Spurning um það hvort mar á að taka mark á hundinum eða gagnrýnendum?

Ég er byrjuð að vinna á Hrafnistu með skólanum. Það er bara rosa fínt og gefandi. Ég er svona ennþá að átta mig á því hvaða vistmenn eru útúr heiminum og hverjir ekki og svona, það getur verið erfitt að átta sig á þessu fólki, sumir líta bara út eins og þau viti sínu viti og mar fer að ræða málin og fattar að það er ekki heil brú í neinu sem þau segja, ég er reyndar voðalega lengi að átta mig á þessu, hef ekki hæfileikan á að sjá hvaða fólk er ruglað og hvaða fólk er normal, finnst þetta allt sami pakkinn. Mér finnst svo æðislegt hvað er margt í boði fyrir vistmennina, konurnar eru með "kvennafund" í hverri viku og drekka sherrý og ég veit ekki hvað.
Væri ekki fínt að hafa hasspípur í hverju herbergi og orgíur á sunnudögum? Pannt ekki vera á þeirri vakt!

Tuesday, October 11, 2005

ælulegt haust og syngjandi atóm

Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig bíllinn okkar var útlítandi í gær. Það fyrsta sem mér datt í hug var að einhver hefði ælt yfir hann frá öllum hliðum en svo þegar ég kom nær þá sá ég að hann var allur útataður í klesstum,rauðum, berjum af trjánnum fyrir ofan hann. Þetta segir manni að það er komið haust. Ælulitirnir allsráðandi..

Söng af fullum krafti í 2 og hálfan tíma samfleytt í dag. Ég fékk að kenna á því hvað ég er iðandi þegar ég syng. Er svo frumstæð að þegar ég syng og fer hátt upp þá lyfti ég mér alltaf uppá tærnar og svo rugga ég og vagga og Elísabet hefur margoft sagt við mig að hún verði sjóveik á að horfa á mig. Finnst að söngkennarar ættu að vera á hærri launum. Í klassískum söng þá áttu að ímynda þér að þú sért tré með ræturnar í jörðinni en ég held að þetta blessaða sjómannablóð sem rennur í æðum mér sé ástæðan. Ég er allavega ekkert tré!
Ég veit að ég verð að venja mig af þessu því þetta skemmir víst bara fyrir og enginn vill verða sjóveikur á því að fara á tónleika. Og í dag var eiginlega í fyrsta skipti sem mér hefur verið sagt að ég sé fölsk og það var algjörlega út af þessu vagg, vagg og veltu dæmi.

Það er komin tími til að henda niður akkerunum og reka skipstjórann og segja honum að fara að gróðursetja tré í staðinn!

Vorum að horfa á mjög svo athyglisverða heimildarmynd um "Skammtafræði", "What The Bleep do We Know" heitir hún. Þetta er eðlisfræði sem kom fram á svipuðum tíma og afstæðiskenning Einsteins held ég en fékk féll í skuggann og þetta hefur verið að ryðja sér meira og meira til rúms. Ji, held ég hafi bara orðið fyrir uppljómun. Það var margt skrýtið sem kom fram og ég er engin eðlisfræðingur og ætla ekki að uppljóstra þekkingarleysi mitt um atóm, nifteindir og rafeindir og breyta því í óeðlisfræði, mæli me ð því að þið horfið á þessa mynd. Það hefur þróast einhvers konar heimspeki í kringum þetta og byggist mikið á því hvernig atóm hegða sér. Þetta er eðlisfræði sem kemur inná manninn, tilfinningar hans og hugsanir.

Nú vona ég að minn eðlisfræðilegi svefn fari að gera vart við sig, kannski ætti ég að reyna að telja atómin í kringum mig? Það ætti að þreyta mig.....

Monday, October 10, 2005

Afmæliskveðja

Til hamingju með afmælið ástin mín!

Þú ert bestastur og flottastur og góðastur og fallegastur.

Ég væri ekki heil án þín
þú átt mitt hjarta.

Þín Kristín Erla

Friday, October 07, 2005

Breimandi konur og kettir

Erum búin að vera ofsótt af kisu sem er að breima. Hún fer alltaf inn um gluggan á þvottahúsinu og krafsar í dyrnar hjá okkur, breimandi. Fáum reyndar oft óboðna gesti í gegnum þvottahús gluggan, þ.e.a. s. ketti. Og miðað við að það er köttur í hverju húsi hérna þá er það kannski ekki svo skrýtið. En plís kisur sem lesið þetta blogg og eruð að breima, haldið ykkur heima!
Kannski að þvottahúsið okkar sé orðið einhvers konar kisuhóruhús?

11 dagar liðnir í "smátakinu" og ég er ennþá jafn mikilfengleg og áður. Það er ekkert verra en að vita að þú ert að standa þig en engin árangur sést, fer og sprikla á hverjum degi og drekk eitthvað sull allan daginn. Ég vil reyndar sjá árangur sama dag en það er ekki raunhæft hefur mér verið sagt. Þetta er kannski ekkert smátak?
Kalla þetta átak héðan í frá....


Og talandi um breim, ég missti af eðalþættinum Bachelorinn í gær. Og hvað er málið með að skýra þáttinn bachelorinn? Finnst það fáránlega hallærislegt. Mér hefði fundist flottara að nota hið íslenska orð piparsveinninn. Það er bara retro sko. En ég hlakka til að finna kjánahrollinn hríslast um mig við að horfa á þetta. Er bara svo hissa á að það fáist fólk í svona þátt í svona litlu landi. Þessar stelpur eiga eftir að lenda þvílíkt á milli tannana á fólki, ætli þetta verði svona catty eins og í bandarísku útgáfunni? Það er alltaf ein sem engin þolir og allar eru að baktala. Kannski er þetta einhvers konar statistic, ef 1o konur koma saman þá er ein sem er óþolandi? Veit það ekki alveg en ég held það sé orðin svo gömul lumma að konur séu konum verstar. Mér finnst það í raun fáránleg staðhæfing og sögð til þess að réttlæta tíkarskap einstaka kvenna sem setja svartan blett á okkur hinar sem eru ljúfar sem lömb. Hehehe.

Þórður fékk miða á leikritið Himnaríki eftir Árna Ibsen. Förum á morgun. Ég fór einmitt á þetta leikrit fyrir 10 árum síðan og fannst það frábært. Mjög eftirminnanlegt. Það verður gaman að sjá hvort smekkur minn hafi breyst eitthvað á 10 árum.


Tuesday, October 04, 2005

Krufning 101

jæja, ræktunin er í fullum gangi hjá mér þessa dagana. Er í ræktun eins og planta, nema í staðinn fyrir að vilja vaxa og dafna þá vil ég minnka. Jebbs svona getur lífið verið flókið.

Og talandi um lífið þá downloadaði ég einhverju sem heitir anatomy for beginners, er svoldið veik fyrir svona heimildarmyndum um gang lífsins og allt það. En við mér blasti skelfileg sjón þegar ég fór að horfa á þáttinn því það var verið að kryfja lík, algj
örlega farið í gegnum allan líkamann. Verð að viðurkenna að þó að ég hafi ágætis ógeðisþol þá var þetta aðeins of stór biti að kyngja. Það var virkilega óþægilegt að horfa á þetta og ég veit vel að ég hefði getað slökkt á þessu og deletað en ég horfði á þessa krufningu hálf dáleidd. Hef ekki getað hætt að hugsa um þetta og held ég hafi orðið fyrir minniháttar sjokki, eða þannig lagað, var ekki að búast við þessu þó titillinn hafi sterklega gefið það til kynna. Auðvitað er þetta bara líkaminn og við erum öll eins inn við beinið og undir húð og vöðvum og er eitthvað ógeðslegra að horfa á hjartað, lungun og ristilinn en andlit, brjóst og maga? Eiginlega!

Það er ekki að ástæðu lausu að innyflin eru inní okkur en ekki hangandi utan á okkur.

Saturday, October 01, 2005

Draumur um svefn

Ég veit ekki hvað er að mér þessa dagana en ég á rosalega erfitt með að sofa. Jafnvel þó ég rétti úr kútnum með því að halda mér vakandi í sólarhring þá næ ég ekki að sofa nema í örfáa tíma í einu. Skil þetta ekki og ég sakna þess að sofa þungum svefni og vakna þyrst í meiri svefn.

Samt ef maður pælir í því þá eyðir manneskjan stórum hluta ævi sinnar sofandi og eins og ég er mikil áhugamanneskja um drauma þá finnst mér það mjög heppilegt að okkur dreymi því annars væri ansi leiðinlegt til lengdar að sofa, ekkert að gerast í heilabúinu, bara svart tómarúm. Bara sofi sofi sof. Það þarf svo lítið til að gleðja mig og fer ég því stundum spennt að sofa því mar veit aldrei hvað draumar bera í skauti sér. Ætli dýr dreymi?

Ég var að koma úr Baðhúsinu, hélt kannski að púlið myndi gera mig þreytta en neibb, kerlan er enn í vökuástandi og þjáist allavega ekki af drómasýki þó hún sé draumasjúk.....

Ég er komin í kór sem ég veit ekki hvað heitir, rámar í Vortex eitthvað en það er aukaatriði. Fyrst ég get ekki sofið þá er eins gott að finna sér eitthvað til að bralla. Kannski geng ég í sirkus í leiðinni, get verið "svefnlausa konan", en það var nú draumur minn sem barn að vera í sirkus, hélt að það hlyti að vera skemmtilegasta starf í heimi fyrir utan náttlega að eiga pulsuvagn og breiða út pulsufagnaðarerindið. Gott ef Guðni Ágústsson og ég yrðum ekki "match made in heaven" :S

Ég er víst í átaki þessa dagana eins og restin af þjóðinni, komin á herbalife og búin að vera svöng í 5 daga horfði á þórð í gær borða tvö súkkulaði stykki og laug að sjálfri mér og honum að mig langaði ekkert í og að súkkulaði væri afkvæmi djöfulsins en innst inní mér kölluðu fíklagenin í einum kór "við viljum súkkulaði", give it to us, mæ pressjöss.
Ég held að besta leiðin til að vera í megrun er að stunda smá sjálfsblekkingar, eins og að segja hátt og skýrt "mér finnst kók ógeðslegt og franskar eru verri en hundskítur á bragðið og súkkulaði er í raun rækjur í dulargervi". Ef ég ímynda mér að óhollur matur sé í raun af rækjukyni þá virkar það á mig.
Nema innst inni veit ég að það er ekkert satt.
Palli er sko ekki alveg einn í heiminum.....