Wednesday, October 19, 2005

.

Hafiði heyrt um hundinn sem verður vitlaus þegar hann heyrir í hljómsveitinni Sigurrós? Ég verð nú reyndar ekkert brjáluð, þannig lagað, þegar ég hlusta á þá og fannst ágætis byrjun mjög góð en svo veit ég ekki alveg hvað málið er með nýju plötuna þeirra. Ó mæ, skil vel að hundurinn hafi ekki smekk fyrir "krúttlegum álfum á róandi" kænd of músikk, ég hef það ekki en þessi plata sem heitir Takk fær góða dóma útum allt. Spurning um það hvort mar á að taka mark á hundinum eða gagnrýnendum?

Ég er byrjuð að vinna á Hrafnistu með skólanum. Það er bara rosa fínt og gefandi. Ég er svona ennþá að átta mig á því hvaða vistmenn eru útúr heiminum og hverjir ekki og svona, það getur verið erfitt að átta sig á þessu fólki, sumir líta bara út eins og þau viti sínu viti og mar fer að ræða málin og fattar að það er ekki heil brú í neinu sem þau segja, ég er reyndar voðalega lengi að átta mig á þessu, hef ekki hæfileikan á að sjá hvaða fólk er ruglað og hvaða fólk er normal, finnst þetta allt sami pakkinn. Mér finnst svo æðislegt hvað er margt í boði fyrir vistmennina, konurnar eru með "kvennafund" í hverri viku og drekka sherrý og ég veit ekki hvað.
Væri ekki fínt að hafa hasspípur í hverju herbergi og orgíur á sunnudögum? Pannt ekki vera á þeirri vakt!

3 comments:

Anonymous said...

kristín þú ert klikk

Anonymous said...

Sigurrós segir mér að meiða gamalt fólk.

Anonymous said...

minnir mig á mökunarhljóð hvala...