Tuesday, August 21, 2007

Summertime and the living is easy ;)


Jahérna, sumarfríið búið! Danmerkurferðin var alveg rosalega skemmtileg, við vorum í íbúð í Horsens á Jótlandi, sem var kannski aðeins of lítil fyrir níu manns. Hehe en þröngt mega sáttir sitja um klósettið ;)




Þórður fríkaði út á því að umgangast fjölskyldu mína þannig að hann fann sér aðra ;)

















Við byrjuðum á að eyða helgi í Köben, þar mátti m.a versla! Þar sem ég var búin að taka út minn
verslunarkvóta í Ammeríkunni þá verslaði ég náttlega ekki neitt! Bara 6 kjóla, fimm pör af skóm, leðurjakka, fínan jakka, 5 sokkabuxur,4 peysur, tvær skyrtur, 3 boli,15 brækur,tvö belti, fjögur sjöl,andlitshreinsi og andlitsvatn og 10 klassíska geisladiska. Takk fyrir vísa. Við fórum í Tívolí á laugardagskvöldi og frekar seint og byrjuðum á því að fá okkur að borða rándýra súpu á veitingastað því það var það eina sem við tímdum að borga fyrir, enda frekar dýr staður, svo náðum við bara að fara í eitt tæki, rólurnar sem fara lengst uppí rassgat. Svo var haldið til Horsens og þar var ýmislegt gert sér til dundurs eins og að: fara í skemmtigarða, regnskógargarð, safarídýragarð og keilu, við skoðuðum Árhús og gamla bæinn þar, við stelpurnar vorum duglegar að versla en ég hafði ekki eins mikið úthald og mágkonur mínar, Hafrún og Petra hehehe. Svo voru auðvitað ólík sjónarmið í svona stórum hóp og sumir vildu fara í moll á meðan við fengum grænar bólur við tilhugsunina! Skruppum til Þýskalands, til Flensburg og Kiel, fórum á ströndina og týndum krabba, ég og Þórður leigðum okkur reiðhjól og hljóluðum inní skóg, skoðuðum næturlífið í Horsens, fór á djammið með Háksa litla bró, weird hehe, spiluðum póker útí eitt, ég vann tvisvar,drógum að okkur heimilislaus dýr í Horsens og vorum ligeglad eins og danir.

















Hef nú aldrei kynnst jafn afslappaðri stemmingu og í danmörku. Fyndið hvað allir eru í slow motion t.d í þjónustu á veitingastöðum og sjoppum. Þegar við biðum í hálftíma í röð eftir pulsu og þegar röðin var komin að okkur að kaupa þá fengum við númer og áttum að fá okkur sæti, Vá sæji það gerast á bæjarins bestu!


Hákon drapst á ströndinni :P













hjólreiðagarparnir :)












Sófadýr í Horsens







Hittum Össur Skarphéðinsson!
j
æja en þetta var bara ótrúlega gaman og nú er alvara lífsins tekin við, skólinn er byrjaður og ég er búin að sitja sveitt í dag á kynninganámskeiði um stafræna miðla í tónlist, mig langar alveg ógó mikið í tónlistarforritið Reason þessa stundina


Það er svo mikil spenna búin að vera í mér þessa dagana, að byrja í nýjum skóla og alles. Þetta er svona eftirvæntinguspennuhnútur og eftir þessa tvo daga þá lýst nér ansi vel á LHÍ, fínn mórall og virkar svona persónulegur skóli og alveg skrambi kröfuharður. Ég er aðallega í skyldufögum á þessari önn, er í tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsögu og svo tungumála og framburðarkennslu og svo fara alveg cirka tveir dagar í einkatímana og sönginn. Er voða spennt að byrja að syngja aftur
Var í stöðuprófum áðan í tónheyrn og nótnalestri og það gekk sæmó, ætla að fara í undirbúningsnámskeið því mig langar að fá grunninn almennilega, hef aldrei farið í tíma í þessu en get svona reddað mér. Svo er hljómfræðin líka svoldill höfuðverkur en ég er ekkert ein í þessum sporum, við erum öll á svo mismunandi stigum þegar við komum í skólann og það verður bara að hafa sinn gang.


Svo ætla ég í lokin að óska mömmu hjartanlega til hamingju með leikskólastjórastöðuna!!!!!