Tuesday, January 31, 2006

...er ég hugsa um slátur....

jeijjeijeij er komin með myndir á síðuna.

Þær eru undir flokknum "myndir" hér til hliðar....mjög flókið ég veit....Setti inn myndir frá sumrinu svona til að byrja með....ohh hvað ég er stolt af þessu....úú behave....

já, það er skemmtilegt að skoða íslendingabók og sjá að ég er beinn afkomandi Egils Skallagrímssonar en veit ekki alveg hvort ég sé eins ánægð með formóður mína Þóru-brók og hann Kveldúlf-brunda-Bjálfsson. Ég get samt alveg bókað það að ættartréð er örugglega troðfullt af rangfeðrunum. Guði sé lof fyrir DNA prófin. Þannig að kannski er ég ekkert beinn afkomandi Egils Skallagrímssonar? Damnn. Sit kannski uppi með Þóru Brók og Ísleif Beltislausa :S
En hvað segiði um að taka aftur upp þessi skemmtilegu örnefni? Ég gæti orðið heppin og endað með eitthvað sætt og sniðugt eins og Kristín klára eða eitthvað soleiðis en huhumm líkurnar eru held ég meiri á að enda með eitthvað kaldhæðnislegt eða nastí. Er það ekki tilgangurinn?

Ég er nú svo óheppin að ég rak augað í blóm. Ég get ekki alveg bókað það en held að ef ég ætti skilið örnefni þá væri það Kristín-klaufi eða Klaufa-Stína.

Ég er svoooo fegin að janúar er farin í ársleyfi einhvert til útlanda og hlunkast svo með öll sín leiðindi aftur að ári liðnu. Það besta við janúar er þorrinn og úff ekki er það nú eitthvað til að monta sig af. Finnst samt alltaf æði að fara í árlega þorraveislu hjá ömmu og afa. Það er eitthvað svo notalegt að horfa á fólkið sitt japla á sviðakjömmum og lundaböggum og pína í sig hákarl. Með áherlsu á orðið "horfa". Ég borða bara minn harðfisk og hangikjöt eins og hæna, smekkleg hæna samt ;) Tilhugsunin um að Helgi-hrogn og Ólöf-eyðsluhönd átu sama matinn fékk mig næstum því til að smakka hákarl en svo fór ég að hugsa að ég væri svo pottþétt ekki alíslensk með alla mína svarthærðu, brúneygðu og suðrænu familíu, einhver formóðir mín hefur örugglega heillast af suðrænum sjómönnum sem hljóta að hafa litið út eins og himnasending miðað við hellisbúana hér á íslandi, kommon varla hefur Þórólfur-smjör eða Hrútur verið voða spennó!
Minningar um slátur koma uppí hugann. En það skemmtilegasta sem ég gerði í denn var að sauma sláturkeppina. Var samt oftast í því að skera mörina, sem var frekar fúlt. Tekur fólk slátur í dag? Ji, mér líður eins og ég hafi alist upp á fornöld þegar ég hugsa um slátur.

ohhhhhhhhhh nú verður það bara harkan í ræktinni ætla í fitness keppnina í vor :S
......minningar um slátur koma aftur í huga mér.........

Wednesday, January 25, 2006

Hverra manna er ég?

Dósóþeus, Betanía, Oddur-leppur, Svertingur, Loðmundur, Þórvé,

Þorgeir-Örrabeinstjúpur, Skeggi, Heyangurs-Björn, Björn-buna, Þórður-dofni,

Helgi-hrogn, Ketill-Aurriði, Þórvé, Þrándur-Mjögsiglandi, Ísröður,

Þorsteinn-Þorskabítur, Hallbera, Reginleif, Þóroddur-hjálmur, klyppur,

ölmóður, Björn-austræni, Kjallakur-gamli, Gjaflaug,

Ketill-flatnefur, Hrútur, Emerentíana, Gissur-hvíti, Úlfur-aurgoði,

Hrafn-heimski, Auðunn-rotinn, Þórólfur-smjör, Helgi-magri,

Rafarta ,Auður-djúpúðga, Jórunn-mannvitsbrekka,

Þorkell-fullspakur, Þiðrandi-gamli, Gró, Otkatla,

Járngerður, Bótólfur, Ketill-gufa, Hrappur, Hjálp,

Hjör Hálfsson, Herríður, Mæfa, Hrifla, Hildur-stjarna, Þóra-hlaðhönd,

Kveldúlfur Brunda-Bjálsson, Berðlu-kári, Egill Skallagrímsson,

Ólafur-feilan, Þorbjörn-súrr, Ólöf-eyðsluhönd Oddný-skyrkerling, Elín-bláhosa

Þóra-brók Ísleifur-beltislausi Svarthöfði Skinna-björn Skeggjason Þórður-krákunef



(íslendingabók...)



Thursday, January 19, 2006

barúmbúmdisssshh

eigi vil ég hornkerla vera.....

......ummm harðfiskur er góður................


.............................................partý hjá mér um helgina?

....was um das?

Tuesday, January 17, 2006

þeir sem dæma munu dæmdir verða....

Ég er eitthvað svo óinnihaldsrík þessa dagana. Vantar í mig allt innihald svon eins og í DV. Er bara gangandi fyrirsögn, nei það er ekki einu sinni svo að ég hafi krassandi fyrirsögn, svo tóm er ég. Er algjörlega jafn litlaus og janúar. Verð kannski orðin grá í febrúar og brún í mars, vondandi eldrauð í apríl.

Held ég fari útí garð að búa til snjóengla.

Er að æfa sálma sem ég ætla að syngja í vinnunni í bænastund, ótrúlega er gaman að syngja sálma, hefði aldrei trúað því. Er örugglega haldin sálmafordómum. En það er alltaf gott að sigrast á fordómum sínum og einn helsti fordómur minn er sá að vera haldin fordómum gagnvart fordómum. Hehe, talandi um fordóma, varð sjálf fyrir fordómum í röðinni fyrir utan ölstofuna á laugardaginn. Þar var einhver gosi sem fór að tala við mig eftir að ég hafði sagt við dyravörðinn "hvar er lýðræðið" þegar VIP gestirnir tóku að streyma inn og við "thenobodies" vorum komin með kul á alvarlegu stigi. Hann fór þá að vera með stæla við mig og ég hafði bara gaman af því að stuða hann því þetta var svona heittrúaður sjálfstæðismaður sem sækir samkomur reglulega og tilbiður George Bush og eins og allir vita þá er svona fólk alveg rosalega viðkvæmt fyrir því að allir séu ekki sama sinnis og þau, svoldið eins og vottar jehova on your doorsteps. Hann endaði síðan á því að segja við mig "ertu með loðhúfu svo þú getir haldið geðveikinni inni" Og á þessum tímapunkti voru fleiri í röðinni farnir að taka eftir þessum samræðum og fólk gat nú ekki annað en hlegið að þessu flóni. Þetta er eiginlega með því furðulegasta sem nokkur hefur sagt við mig.

En hér með er ég líka búin að afhjúpa fordóma mína í þessari grein.
Hversu marga fordóma er að finna í þessari grein?

hmmmmmm. teljið nú.....








Geðveik undir húfunni?

judge for yourselves......

Friday, January 06, 2006

how' you doing?


borðaði kengúru í dag.

Fer á listann yfir skrýtna hluti sem ég hef borðað eða séð eða dreymt.

Wednesday, January 04, 2006

Gata ársins


hún er gömul, hún er kósý, hún er í hversdagsfúnkístíl, hún er stutt, hún er stutt frá hlemmi, hún er stutt frá draumnum, hún er gróðursæl, hún er samhverf, hún er hrá, hún er grá, hún er hávaðasöm, hún er lifandi, hún á vífil sem labbar fram og til baka.

í henni búa foreldrar, pör, einstæðingar, gamlingjar, rónar,útlendingar, brjálæðingar, þjófar, englar, börn en aðallega kettir.

Monday, January 02, 2006

2006 baby yeahh!

jæja þá er komið nýtt ár sem kallast 2006. Þessi ártöl eru alltaf að verða vísindaskáldsögulegri. Hvar eru flugbílarnir og tímaferðalögin? Það er ekki frá því að mar verði fyrir hálfgerðum vonbrigðum yfir þessum tímum sem áttu að vera svo tæknilegir en eru eiginlega bara alveg eins og þeir voru fyrir tuttugu árum, nema fyrir utan internetið, gemsao g tónpottana (ipod). Ég hélt ég myndi geta skotist til tunglsins í sumarfrí eða farið í gegnum ormagöng inní framtíðina. Svo hélt ég líka að við yrðum búin að uppgötva líf á öðrum hnöttum því let´s face it "we are not alone" og þá tel ég ekki með pöddurnar sem þeir fundu á mars!

Ég var bara stillt á gamlárskveldi, við fórum í veislu til pabba og Helgu og þar var sko svaka stemming og stuð. Fékk rosalegan drykk sem Val (mamma hans James) bjó til, írskt eggjapúns held ég og eftir eitt lítið glas þá dofnaði á mér handleggurinn. Ákvað að drekka ekki meira eftir það því ég átti að mæta í vinnu um morguninn :) Þetta var því rólegasta gamlárskvöld í mörg ár hjá mér. En ég þarf endilega að fá uppskriftina af þessu eggjapúnsi :)

Skemmtanaglöðu nágrannarnir okkar héldu partý í garðinum alla nóttina og sprengdu nokkrar bombur svona til að vekja örugglega þessar fáu hræður sem dirfðust að reyna að sofa. Og þegar ég fór í vinnuna kl átta þá var ennþá svaka stuð hjá þeim. Þessi ungmenni nú til dags! huhh sveijattann og súrmeti.

Sprengjum bara árið 2005 í tætlur gæti hafa verið markmiðið hjá okkur íslendingum þessi áramót og það er gott og blessað svo framalega sem við sprengjum okkur ekki í tætlur. Ég er annars búin að sprengja mig af mat og ætla að vera dugleg í ræktinni sem er by the way EKKI ÁRAMÓTAHEIT í fyrsta skipti í mörg ár. Ákvað að prófa að sleppa áramótaheitum í ár og sjá hvort að ég verði duglegri. Held nebbnilega að þessi heit séu oftar en ekki bölvun. Man ekki eftir fólki sem hefur haldið sín áramótaheit. Held samt að ég hafi hugsað heitið svona óvart, telst það með eða þarf mar að opinbera heitið til að það standi? úff þessi áramótaheitalög eru svo flókin.

Jæja best að skella sér í ormagöng svefnsins.