Tuesday, January 17, 2006

þeir sem dæma munu dæmdir verða....

Ég er eitthvað svo óinnihaldsrík þessa dagana. Vantar í mig allt innihald svon eins og í DV. Er bara gangandi fyrirsögn, nei það er ekki einu sinni svo að ég hafi krassandi fyrirsögn, svo tóm er ég. Er algjörlega jafn litlaus og janúar. Verð kannski orðin grá í febrúar og brún í mars, vondandi eldrauð í apríl.

Held ég fari útí garð að búa til snjóengla.

Er að æfa sálma sem ég ætla að syngja í vinnunni í bænastund, ótrúlega er gaman að syngja sálma, hefði aldrei trúað því. Er örugglega haldin sálmafordómum. En það er alltaf gott að sigrast á fordómum sínum og einn helsti fordómur minn er sá að vera haldin fordómum gagnvart fordómum. Hehe, talandi um fordóma, varð sjálf fyrir fordómum í röðinni fyrir utan ölstofuna á laugardaginn. Þar var einhver gosi sem fór að tala við mig eftir að ég hafði sagt við dyravörðinn "hvar er lýðræðið" þegar VIP gestirnir tóku að streyma inn og við "thenobodies" vorum komin með kul á alvarlegu stigi. Hann fór þá að vera með stæla við mig og ég hafði bara gaman af því að stuða hann því þetta var svona heittrúaður sjálfstæðismaður sem sækir samkomur reglulega og tilbiður George Bush og eins og allir vita þá er svona fólk alveg rosalega viðkvæmt fyrir því að allir séu ekki sama sinnis og þau, svoldið eins og vottar jehova on your doorsteps. Hann endaði síðan á því að segja við mig "ertu með loðhúfu svo þú getir haldið geðveikinni inni" Og á þessum tímapunkti voru fleiri í röðinni farnir að taka eftir þessum samræðum og fólk gat nú ekki annað en hlegið að þessu flóni. Þetta er eiginlega með því furðulegasta sem nokkur hefur sagt við mig.

En hér með er ég líka búin að afhjúpa fordóma mína í þessari grein.
Hversu marga fordóma er að finna í þessari grein?

hmmmmmm. teljið nú.....








Geðveik undir húfunni?

judge for yourselves......

1 comment:

Anonymous said...

þess vegna ertu alltaf með húfu