Tuesday, January 31, 2006

...er ég hugsa um slátur....

jeijjeijeij er komin með myndir á síðuna.

Þær eru undir flokknum "myndir" hér til hliðar....mjög flókið ég veit....Setti inn myndir frá sumrinu svona til að byrja með....ohh hvað ég er stolt af þessu....úú behave....

já, það er skemmtilegt að skoða íslendingabók og sjá að ég er beinn afkomandi Egils Skallagrímssonar en veit ekki alveg hvort ég sé eins ánægð með formóður mína Þóru-brók og hann Kveldúlf-brunda-Bjálfsson. Ég get samt alveg bókað það að ættartréð er örugglega troðfullt af rangfeðrunum. Guði sé lof fyrir DNA prófin. Þannig að kannski er ég ekkert beinn afkomandi Egils Skallagrímssonar? Damnn. Sit kannski uppi með Þóru Brók og Ísleif Beltislausa :S
En hvað segiði um að taka aftur upp þessi skemmtilegu örnefni? Ég gæti orðið heppin og endað með eitthvað sætt og sniðugt eins og Kristín klára eða eitthvað soleiðis en huhumm líkurnar eru held ég meiri á að enda með eitthvað kaldhæðnislegt eða nastí. Er það ekki tilgangurinn?

Ég er nú svo óheppin að ég rak augað í blóm. Ég get ekki alveg bókað það en held að ef ég ætti skilið örnefni þá væri það Kristín-klaufi eða Klaufa-Stína.

Ég er svoooo fegin að janúar er farin í ársleyfi einhvert til útlanda og hlunkast svo með öll sín leiðindi aftur að ári liðnu. Það besta við janúar er þorrinn og úff ekki er það nú eitthvað til að monta sig af. Finnst samt alltaf æði að fara í árlega þorraveislu hjá ömmu og afa. Það er eitthvað svo notalegt að horfa á fólkið sitt japla á sviðakjömmum og lundaböggum og pína í sig hákarl. Með áherlsu á orðið "horfa". Ég borða bara minn harðfisk og hangikjöt eins og hæna, smekkleg hæna samt ;) Tilhugsunin um að Helgi-hrogn og Ólöf-eyðsluhönd átu sama matinn fékk mig næstum því til að smakka hákarl en svo fór ég að hugsa að ég væri svo pottþétt ekki alíslensk með alla mína svarthærðu, brúneygðu og suðrænu familíu, einhver formóðir mín hefur örugglega heillast af suðrænum sjómönnum sem hljóta að hafa litið út eins og himnasending miðað við hellisbúana hér á íslandi, kommon varla hefur Þórólfur-smjör eða Hrútur verið voða spennó!
Minningar um slátur koma uppí hugann. En það skemmtilegasta sem ég gerði í denn var að sauma sláturkeppina. Var samt oftast í því að skera mörina, sem var frekar fúlt. Tekur fólk slátur í dag? Ji, mér líður eins og ég hafi alist upp á fornöld þegar ég hugsa um slátur.

ohhhhhhhhhh nú verður það bara harkan í ræktinni ætla í fitness keppnina í vor :S
......minningar um slátur koma aftur í huga mér.........

No comments: