Tuesday, October 11, 2005

ælulegt haust og syngjandi atóm

Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig bíllinn okkar var útlítandi í gær. Það fyrsta sem mér datt í hug var að einhver hefði ælt yfir hann frá öllum hliðum en svo þegar ég kom nær þá sá ég að hann var allur útataður í klesstum,rauðum, berjum af trjánnum fyrir ofan hann. Þetta segir manni að það er komið haust. Ælulitirnir allsráðandi..

Söng af fullum krafti í 2 og hálfan tíma samfleytt í dag. Ég fékk að kenna á því hvað ég er iðandi þegar ég syng. Er svo frumstæð að þegar ég syng og fer hátt upp þá lyfti ég mér alltaf uppá tærnar og svo rugga ég og vagga og Elísabet hefur margoft sagt við mig að hún verði sjóveik á að horfa á mig. Finnst að söngkennarar ættu að vera á hærri launum. Í klassískum söng þá áttu að ímynda þér að þú sért tré með ræturnar í jörðinni en ég held að þetta blessaða sjómannablóð sem rennur í æðum mér sé ástæðan. Ég er allavega ekkert tré!
Ég veit að ég verð að venja mig af þessu því þetta skemmir víst bara fyrir og enginn vill verða sjóveikur á því að fara á tónleika. Og í dag var eiginlega í fyrsta skipti sem mér hefur verið sagt að ég sé fölsk og það var algjörlega út af þessu vagg, vagg og veltu dæmi.

Það er komin tími til að henda niður akkerunum og reka skipstjórann og segja honum að fara að gróðursetja tré í staðinn!

Vorum að horfa á mjög svo athyglisverða heimildarmynd um "Skammtafræði", "What The Bleep do We Know" heitir hún. Þetta er eðlisfræði sem kom fram á svipuðum tíma og afstæðiskenning Einsteins held ég en fékk féll í skuggann og þetta hefur verið að ryðja sér meira og meira til rúms. Ji, held ég hafi bara orðið fyrir uppljómun. Það var margt skrýtið sem kom fram og ég er engin eðlisfræðingur og ætla ekki að uppljóstra þekkingarleysi mitt um atóm, nifteindir og rafeindir og breyta því í óeðlisfræði, mæli me ð því að þið horfið á þessa mynd. Það hefur þróast einhvers konar heimspeki í kringum þetta og byggist mikið á því hvernig atóm hegða sér. Þetta er eðlisfræði sem kemur inná manninn, tilfinningar hans og hugsanir.

Nú vona ég að minn eðlisfræðilegi svefn fari að gera vart við sig, kannski ætti ég að reyna að telja atómin í kringum mig? Það ætti að þreyta mig.....

No comments: