Friday, October 07, 2005

Breimandi konur og kettir

Erum búin að vera ofsótt af kisu sem er að breima. Hún fer alltaf inn um gluggan á þvottahúsinu og krafsar í dyrnar hjá okkur, breimandi. Fáum reyndar oft óboðna gesti í gegnum þvottahús gluggan, þ.e.a. s. ketti. Og miðað við að það er köttur í hverju húsi hérna þá er það kannski ekki svo skrýtið. En plís kisur sem lesið þetta blogg og eruð að breima, haldið ykkur heima!
Kannski að þvottahúsið okkar sé orðið einhvers konar kisuhóruhús?

11 dagar liðnir í "smátakinu" og ég er ennþá jafn mikilfengleg og áður. Það er ekkert verra en að vita að þú ert að standa þig en engin árangur sést, fer og sprikla á hverjum degi og drekk eitthvað sull allan daginn. Ég vil reyndar sjá árangur sama dag en það er ekki raunhæft hefur mér verið sagt. Þetta er kannski ekkert smátak?
Kalla þetta átak héðan í frá....


Og talandi um breim, ég missti af eðalþættinum Bachelorinn í gær. Og hvað er málið með að skýra þáttinn bachelorinn? Finnst það fáránlega hallærislegt. Mér hefði fundist flottara að nota hið íslenska orð piparsveinninn. Það er bara retro sko. En ég hlakka til að finna kjánahrollinn hríslast um mig við að horfa á þetta. Er bara svo hissa á að það fáist fólk í svona þátt í svona litlu landi. Þessar stelpur eiga eftir að lenda þvílíkt á milli tannana á fólki, ætli þetta verði svona catty eins og í bandarísku útgáfunni? Það er alltaf ein sem engin þolir og allar eru að baktala. Kannski er þetta einhvers konar statistic, ef 1o konur koma saman þá er ein sem er óþolandi? Veit það ekki alveg en ég held það sé orðin svo gömul lumma að konur séu konum verstar. Mér finnst það í raun fáránleg staðhæfing og sögð til þess að réttlæta tíkarskap einstaka kvenna sem setja svartan blett á okkur hinar sem eru ljúfar sem lömb. Hehehe.

Þórður fékk miða á leikritið Himnaríki eftir Árna Ibsen. Förum á morgun. Ég fór einmitt á þetta leikrit fyrir 10 árum síðan og fannst það frábært. Mjög eftirminnanlegt. Það verður gaman að sjá hvort smekkur minn hafi breyst eitthvað á 10 árum.


4 comments:

Anonymous said...

MMMMMJJJJJJÁÁÁÁÁ = i'm ready for your steamy love

Anonymous said...

ég er katta segull......

Anonymous said...

ég er svo innilega ekki spennt fyrir þessum þættum og ekki ástarskipinu

Petrína said...

Já Jón Gnarr kom með ágætis uppástungu á nafni fyrir bachelorinn - íslenski hórkarlinn ;) Kveðja Petrína