Saturday, October 01, 2005

Draumur um svefn

Ég veit ekki hvað er að mér þessa dagana en ég á rosalega erfitt með að sofa. Jafnvel þó ég rétti úr kútnum með því að halda mér vakandi í sólarhring þá næ ég ekki að sofa nema í örfáa tíma í einu. Skil þetta ekki og ég sakna þess að sofa þungum svefni og vakna þyrst í meiri svefn.

Samt ef maður pælir í því þá eyðir manneskjan stórum hluta ævi sinnar sofandi og eins og ég er mikil áhugamanneskja um drauma þá finnst mér það mjög heppilegt að okkur dreymi því annars væri ansi leiðinlegt til lengdar að sofa, ekkert að gerast í heilabúinu, bara svart tómarúm. Bara sofi sofi sof. Það þarf svo lítið til að gleðja mig og fer ég því stundum spennt að sofa því mar veit aldrei hvað draumar bera í skauti sér. Ætli dýr dreymi?

Ég var að koma úr Baðhúsinu, hélt kannski að púlið myndi gera mig þreytta en neibb, kerlan er enn í vökuástandi og þjáist allavega ekki af drómasýki þó hún sé draumasjúk.....

Ég er komin í kór sem ég veit ekki hvað heitir, rámar í Vortex eitthvað en það er aukaatriði. Fyrst ég get ekki sofið þá er eins gott að finna sér eitthvað til að bralla. Kannski geng ég í sirkus í leiðinni, get verið "svefnlausa konan", en það var nú draumur minn sem barn að vera í sirkus, hélt að það hlyti að vera skemmtilegasta starf í heimi fyrir utan náttlega að eiga pulsuvagn og breiða út pulsufagnaðarerindið. Gott ef Guðni Ágústsson og ég yrðum ekki "match made in heaven" :S

Ég er víst í átaki þessa dagana eins og restin af þjóðinni, komin á herbalife og búin að vera svöng í 5 daga horfði á þórð í gær borða tvö súkkulaði stykki og laug að sjálfri mér og honum að mig langaði ekkert í og að súkkulaði væri afkvæmi djöfulsins en innst inní mér kölluðu fíklagenin í einum kór "við viljum súkkulaði", give it to us, mæ pressjöss.
Ég held að besta leiðin til að vera í megrun er að stunda smá sjálfsblekkingar, eins og að segja hátt og skýrt "mér finnst kók ógeðslegt og franskar eru verri en hundskítur á bragðið og súkkulaði er í raun rækjur í dulargervi". Ef ég ímynda mér að óhollur matur sé í raun af rækjukyni þá virkar það á mig.
Nema innst inni veit ég að það er ekkert satt.
Palli er sko ekki alveg einn í heiminum.....

2 comments:

Anonymous said...

já hef reynt að fara í ræktina til þess að sofna, hefur aldrei virkað á mig

Kristín Erla said...

já, ætla ekki að gera það aftur svona án svefns, þurfti að hætta í miðjum tíma til að æla :(