Wednesday, September 14, 2005

Posted by Picasa

Hvað ætli það merki að dreyma hauslausa flamingo fugla?

Flensan er í rénun. Er búin að vera í tveggja daga einangrun og verð að viðurkenna að ég hef litið betur út, þrátt fyrir andlits maskann og tvöfaldann skammt af lýsi og vítamínum þá hef ég ekki sigraði í baráttunni við lasarus lúkkið.

Er næstum því búin að downloada öllu Tom Waits safninu og tónlistin hans hefur haldið lífinu í mér síðustu dagana. Og plús það að ég get sungið eins og hann með þessa hálsbólgu ;) Mér finnst platan Swordfishtrombones algjör snilld, reyndar fíla ég hann betur eftir að hann fór að syngja með hásu röddinni. Sum lögin fá mig til að líða eins og ég sé stödd í klikkuðum sirkus í ævintýri. Sé fyrir mér dvergana og skeggjuðu konuna í einhvers konar David Lynch aðstæðum og Tom Waits sjúskaðann í bakgrunninum með Whiský í einni hendi og apa á öxlinni syngjandi the piano has been drinking og there´s one thing you can say about mankind there´s nothing kind about man.

3 comments:

Anonymous said...

Já Waits er whiskykóngurinn

Anonymous said...

jamm eg downloadadi einmitt Tom Waits og upplifdi svipad nema mer leid meira eins og eg vaeri i Tim Burton mynd eftir handriti DAvid Lynch en framleidd ad Spielberg. Kannast tu vid ta tilfinningu?

Anonymous said...

já nokkuð nákvæm lýsing :)

fyrir utan spielberg.....