Wednesday, September 21, 2005

að vera kona eða stytta?



Finnst ykkur ekki sárvanta styttur af k0num í Reykjvík. Við eigum sirka 25 styttur af köllum og eina konu! Reyndar hefur mér alltaf fundist styttur af fólki frekar krípí, þá sérstaklega höfuðstyttur. Ef svo ólíklega vildi til að það yrði gerð stytta af mér í framtíðinni þá ætla ég rétt svo að vona að ég verði ekki höfuðstytta, helst vildi ég sleppa því að verða stytta en hver spyr þig þegar þú ert six feet under? Mér finnst þá að það ætti allavega að gera mann foxy. Get ekki séð að þessir herramenn útum allann bæ séu foxy. Við klæðum okkar styttur allavega í föt, veit ekki hvort það er gott eða slæmt.

Er Bríet Bjarnhéðinsdóttir ekki kandidat í foxy styttu?


Og talandi um kvenréttindi, sú tillaga var lögð fram einhvers staðar í tillögulandi um að allar konur á atvinnuleysisskrá yrðu sendar á leiksskólana til að manna þá. Why? Hvað er málið? Gæti ekki verið mjög góð ástæða fyrir því að sumar konur vilji hreinlega ekki vinna á leiksskóla eins og "að þola ekki börn", guð hvað þetta er heimskulegt. Þó að þú sért kona þá er ekki þar með sagt að þú elskir börn. Kannski eru sumar konur að leita að vinnu til að forðast sín eigin börn og svo á bara að planta þeim á leikskóla að passa annarra manna börn á mjög mikilvægu mótunarskeiði sem eiga síðan eftir að eiga í samskiptaerfiðleikum seinna meir af því að konan á leikskólanum þínum þoldi þig ekki. Og svo er þetta mikil móðgun við það fólk sem nú þegar vinnur gott starf með börnum og svo á bara að ráða hvaða konu sem er á þeim forsendum að hún er kona en ekki endilega hæf manneskja í starfið. Skil þetta ekki alveg. En auðvitað þarf að gera eitthvað í málinu og ég veit nákvæmlega hvað það er, hækka launin. Heyrði í fréttunum að sumir leikskólar þyrftu að ráða pólskar konur sem væri mjög slæmt af því þær töluðu ekki málið. En er það ekki betri kostur en að pína einhverjar konur á atvinnuleysisskrá til að redda málunum. Held það.

3 comments:

Anonymous said...

var i alvoru komid med tessa hugmynd ég fylgist ekki med tví ég er ekki á landinu. En afhverju vaeri ekki eins haegt ad rada atvinnulausa karlmenn, tetta er lika modgun vid karlmenn eins og ad segja ad teir seu ohaefir til ad hugsa um born.

Fostran min a leikskolanum var ohaef og eg hef ekki bedid tess baetur eg hugsa med hryllingi til leikskolans mins.

Folk a leikskolum tarf ad vera haefir starfskraftar og tad er ekki i faeri allra, eg t.d gaeti ekki unnid a leikskola eg profadi tad og gafst upp.

Anonymous said...

tu hefur verid klukkud nu verduru ad segja fimm tilgangslausar stadreyndir um tig og klukka svo fimm adra

Anonymous said...

ég er að klukkast!!!!