Friday, September 23, 2005

Klukkuð...


Ég hef víst verið klukkuð, Sandra Pragfari klukkaði mig og ég get nú ekki annað en klukkast.

Klukkun?

1.Ég er með hjartalaga fæðingablett á milli litlu tánnar á hægri fæti. Uppgötvaði hann fyrir mörgum árum þegar ég var að naga á mér táneglurnar.

2.Ég er óttarlegur hrakfallabálkur og rosalega fljótfær. Tek ákvarðanir og sé oft eftir þeim daginn eftir eða jafnvel mínútunni á eftir. Segi stundum hluti sem ég veit ekki alveg hvaðan koma. Ég hef oft fengið glóðurauga, einu sinni á báðum, hef byrjaði í vinnu á vitlausum vinnustað og komist upp með að vinna þar heilt kvöld, brotið tönn, brotið handlegg, sest inn í bíla hjá ókunnugum, og fullt fullt af minniháttar meiðslum og furðulegum uppákomum.

3.Ég er meðlimur í Sálarannsóknarfélagi Reykjavíkur. Fríðindi sem fylgja því eru 300 kr. afláttur hjá öllum miðlum nema þeim sem starfa hjá álfavinafélaginu. Þarf endilega að gerast meðlimur þar. Gekk í gegnum "nýaldartímabil" og fór til miðils, spákonu, talnamiðils og áruteiknara og keypti mér tarot spil og "spáði" fyrir mér á hverjum degi.

4.Ég elska að syngja og skrifa og mála. Það kemur í veg fyrir að ég verði geðveik.

5.Ég átti mér þann draum að eignast pulsuvagn þegar ég var lítil því pulsur voru uppáhalds maturinn minn og að vinna sem þula hjá ríkisútvarpinu því þá gæti ég horft á alla sjónvarpsdagskránna. Mjög háleit markmið, hmmm.

4 comments:

Anonymous said...

nú ertu hrakfallabálkur, mér hefði aldrei dottið það í hug öll þessi ár sem ég hef þekkt þig.

Anonymous said...

nei ég veit, hef farið mjög leynt með það.....

Anonymous said...

tu ert su fyrsta sem eg vet um sem hefur haft pulsuvagnsdrauma

Kristín Erla said...

heheeh, já þetta er mjjög sjaldgæfur draumur og vona að hann rætist aldrei...