Thursday, August 03, 2006

Síðbúnin ferðasaga

komin heim og ítalíuferðin orðin góð minning sem hægt er að ylja sér við í bláköldum hversdagsleikanum.

Jidúdda hvað var gaman! Nenni ekki að skrifa ferðasögu, þið sem þekkið mig hafið fengið the dirty details beint í æð. Við lentum í smá hremmingum í lok ferðarinnar sem sona eftir á gerir ferðina bara ennþá meira eftirminnilega. Við gerðum ekki ráð fyrir því að bóka gistingu síðustu nóttina, þannig að þegar við komum ósofin eftir næturlest til Munchen og sveitta lestaferð til Friedrichshaven þá var það eina sem komst að hjá okkur var að finna hótel og sofa! En þegar við komum í bæinn þá komumst við að því að það væri Pulsu og Bjór festival sem staðið hafði í 3 daga og enga gistingu var að fá þótt leitað væri útfyrir bæinn. Úff, þá hófst mikil leit að tjaldstæði í 38 stiga hita og þegar við fundum svæðið loksins þá tjáði úrill kona í afgreiðslunni okkur það, á mjög bjagaðri ensku, að engin tjöld væru til leigu þannig að við þyrftum að vera með okkar eigið tjald. Og þá hófst leitin mikla að tjaldi, sem endaði náttlega á því að tjaldabúðin var lokuð þegar við komum þangað! jeij..þá var ekki annað í stöðunni en að skella sér í pulsu og bjór gryfjuna og geispa framan í örlögin!! Fundum okkur síðan girnilegt tré til að sofa undir, það er ekki eins og mar geti ekki treyst fullum þjóðverjum fyrir því að láta mann í friði! Fólk sem getur borðað svona mikið að pulsum og spilað svona hræðilega hallærislega tónlist getur ekki verið hættulegt.
ohhh gæti hugsað mér að búa á ítalíu! Feneyjar voru algjör draumur og Garda vatnið! Fórum til Veróna líka sem er yndisleg borg. Gat náttlega ekki verið þekkt fyrir það að fara ekki að sjá Óperusýningu og fórum á Carmen í risastóru rómversku hringleikahúsi! 4 kl. sýning með hestum og ösnum (og fólki). Tókum auðvitað Íslendinginn í útlöndum á þetta og brunnum illilega en það fylgir bara.

Ætla bara að leyfa myndunum að tala. Ítalíumyndir undir Myndir hér til hliðar!!

No comments: