Thursday, May 04, 2006

hinn óbærilegi kjánaskapur tilverunnar

orðin mosavaxin af áhyggjum. mér líður eins og gömlum ketti sem hefur aldrei lært að pissa í kassa og veit að kattahimnaríkið bíður með öllu sínu catfight og catwalki. gamla góða karmað stendur fyrir sínu, ekki satt? ekki það að ég viti hvað er satt lengur er búin að vera of lengi í draumalandi til að meta það. hvort er betra draumaland eða ekki draumaland? bæði betra eða bæði verra kannski? að taka ákvörðun sem er ekki svo erfið að taka en hefur hangið yfir mér eins og þrumuský í nokkur ár og er algjörlega að blokkera sólina fyrir mér. það versta er hvað þetta er lítið skref en samt svo óyfirstíganlegt að ég færi frekar í fallhlífastökk. svo þessi sektarkennd yfir því hvað ég er mikill kjáni og allt það. hvort er betra að vera kjáni eða bjáni? kjáni hljómar betur. ohhh kjánaprik. svo vildi ég óska þess að ég gæti bara verið bjánaprik og hætt að velta mér uppúr þessu rugli sem er samt svo mikið órugl að ég bara er alveg að ruglast í ruglinu og ruglipugli plafff. ég er ekkert dramatísk er það?

No comments: