Saturday, March 04, 2006

Fugladansinn bannaður á íslandi af ótta við fuglaflensuna
























Já það er vandlifað í þessum heimi. Við vitum öll eitt og það er að við munum einhvern tímann deyja. En við vitum ekki hvenær, eða allavega ekki við sem erum óskygn. Þannig að við eyðum miklum tíma í að hugsa um það hvenær við deyjum og aðallega úr hverju við munum deyja úr. Og þökk sé okkar upplýsinga samfélagi þá höfum við úr miklu að moða. Þetta minnir mig svoldið á leik sem við krakkarnir lékum okkur í sundi sem hét "hvernig viltu deyja". Þá átti maður að standa á bakkanum og velja um eitthvern "skemmtilegan" dauðdaga og hoppa svo með tilþrifum útí djúpu laugina. Ég man að ég valdi oftast það að springa í loft upp.

Alltaf þegar ég keyri útúr hverfinu mínu þá sé ég skrifað stórum graffítí stöfum á vegg við gatnamótin HEIMSENDIR JÚLÍ 2006, held ég. Það eru alltaf einhverjir jólasveinar að spá heimsendi. Og hver man ekki eftir 2000 vandanum? Eini vandinn þá var að fá leigubíl í bæinn að mig minnir. Ég man eftir umræðunni um útfjólubláa geisla sem tröllreið byrjuninni á tíunda áratugnum. Ég hef verið svona rétt um 9 ára aldurinn þegar ég var að labba heim til mín eitt vetrarkveld á patró þegar útfjólublá ljós tóku að skekja himininn og var ég svo hrædd að ég hélt ég væri komin með geislun á háu stigi. En þegar ég kom heim skelfingu lostin um að ég væri geislavirk þá kom það náttlega í ljós að þetta voru norðurljósin. Ókei var extra paranoid krakki. En þegar mar er krakki þá er allt svona svo obboslega ógnvekjandi. Í dag er það fuglaflensan og krakkar eru orðnir skíthræddir við fugla. Tek dæmi úr leikskólanum, einn patti var úti að leika sér og sá krumma fljúga á milli ljósastaura minding his own buisness þegar hann öskrar fuglaflensu fugl! Þetta minnir mig bara á mig og "útfjólubláu ljósin". Svo eru það blessuðu gemsarnir sem eiga að valda okkur heilaæxlum, ein kona sem var á deildinni á hrafnistu horfði ekki á sjónvarp, hlustaði varla á útvarp vegna ótta við bylgjurnar. Við erum öll, mis mikið auðvitað, svoldið gegnsýrð af ótta við það sem fjölmiðlarnir matreiða ofan í okkur af miklum eldmóði. Og af einhverjum ástæðum þá erum við alltaf að einblína á eitthvað mjög hæpið og fjarlægt okkur í staðinn fyrir að skoða vandann þar sem hann er mestur í heiminum. Hungur, Alnæmi í Afríku, afleyðingar stríðs, Náttúruhamfarir og skortur á basic lyfjum í þriðja heiminum er miklu stærri og meiri vandi sem blasir við NÚNA. En af því að við höfum það svo gott þá höfum við tíma til að velta fyrir okkur möguleikanum á því að deyja úr fuglaflensu þegar við eigum meiri möguleika á því að vinna í lottói.

að lokum finnst mér við hæfi að syngja

þið munið öll, þið munið öll, þið munið öll deyja
þið munið stikna þið munið brenna þið munið stikna þið munið brenna
dauðinn situr á atómsprengju hann fer ekki fram hjá

6 comments:

Anonymous said...

já, þetta er viðbjóður, hvað er eiginlega að gerast?!

Anonymous said...

og öll þessi börn eru eftir að þjáðst af fuglaphobiu þanga til þau deyja, æroning ekki satt.

Anonymous said...

júbbb..ég er t.d með norðurljósa phobiu enn þann dag í dag!

Anonymous said...

Vissuð þið að það deyja 180 manns á ári í bandaríkjunum úr "normal" flensu... samt hefur könum nú ekki verið meinuð innganga í landið ennþá...

Anonymous said...

legg til að við bönnum Kana á íslandi hehehe ;)

Anonymous said...

legg til að við bönnum Kana á íslandi hehehe ;)