jæja þá er komið nýtt ár sem kallast 2006. Þessi ártöl eru alltaf að verða vísindaskáldsögulegri. Hvar eru flugbílarnir og tímaferðalögin? Það er ekki frá því að mar verði fyrir hálfgerðum vonbrigðum yfir þessum tímum sem áttu að vera svo tæknilegir en eru eiginlega bara alveg eins og þeir voru fyrir tuttugu árum, nema fyrir utan internetið, gemsao g tónpottana (ipod). Ég hélt ég myndi geta skotist til tunglsins í sumarfrí eða farið í gegnum ormagöng inní framtíðina. Svo hélt ég líka að við yrðum búin að uppgötva líf á öðrum hnöttum því let´s face it "we are not alone" og þá tel ég ekki með pöddurnar sem þeir fundu á mars!
Ég var bara stillt á gamlárskveldi, við fórum í veislu til pabba og Helgu og þar var sko svaka stemming og stuð. Fékk rosalegan drykk sem Val (mamma hans James) bjó til, írskt eggjapúns held ég og eftir eitt lítið glas þá dofnaði á mér handleggurinn. Ákvað að drekka ekki meira eftir það því ég átti að mæta í vinnu um morguninn :) Þetta var því rólegasta gamlárskvöld í mörg ár hjá mér. En ég þarf endilega að fá uppskriftina af þessu eggjapúnsi :)
Skemmtanaglöðu nágrannarnir okkar héldu partý í garðinum alla nóttina og sprengdu nokkrar bombur svona til að vekja örugglega þessar fáu hræður sem dirfðust að reyna að sofa. Og þegar ég fór í vinnuna kl átta þá var ennþá svaka stuð hjá þeim. Þessi ungmenni nú til dags! huhh sveijattann og súrmeti.
Sprengjum bara árið 2005 í tætlur gæti hafa verið markmiðið hjá okkur íslendingum þessi áramót og það er gott og blessað svo framalega sem við sprengjum okkur ekki í tætlur. Ég er annars búin að sprengja mig af mat og ætla að vera dugleg í ræktinni sem er by the way EKKI ÁRAMÓTAHEIT í fyrsta skipti í mörg ár. Ákvað að prófa að sleppa áramótaheitum í ár og sjá hvort að ég verði duglegri. Held nebbnilega að þessi heit séu oftar en ekki bölvun. Man ekki eftir fólki sem hefur haldið sín áramótaheit. Held samt að ég hafi hugsað heitið svona óvart, telst það með eða þarf mar að opinbera heitið til að það standi? úff þessi áramótaheitalög eru svo flókin.
Jæja best að skella sér í ormagöng svefnsins.
Monday, January 02, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment