Monday, November 28, 2005

Langi-mangi, Mozart og Grieg?

Éta mat, éta mat, éta lon og don, sagð'ann langi mangi langi mangi langi mangi langi mangi langi mangi svangamanga son.

The theme song of this weekend. Hitti einmitt hann Langa-Manga og hann söng þetta fyrir mig þegar ég var nýbúin að tæta í mig jólahlaðborðið á Borginni. Úff.

Var emmmet að fá herbalife inn um lúguna hjá mér og á eftir að ná 3 kg. af mér fyrir jól og þá hef ég náð 7 kg. takmarkinu mínu! jeij....Langi-Mangi hvað syngur þú þá anorexian þín?

Þarf að vera rosalega dugleg að æfa lögin mín þessa viku því tónleikarnir eru 6.des og ég er ennþá að hiksta útúr mér lögunum. Ætla að syngja Millom Rosor eftir Grieg og Als Luise die Briefe ihres ungetrauen liebhabers verbrannte eftir Mozart og Hjá lygnri móðu eftir einhvern íslending við texta Halldórs Laxness. Eggi gott prógramm hjá kerlu?
Væri nú samt ekki gaman að heyra mig syngja lagið hérna að ofan, kemur örugglega vel út í óperu útsetningu....Svo get ég verið með harðfisk um hálsinn og nartað í hann á milli laga! Bara prófessional...

Monday, November 21, 2005

HormónaMormónarSkormónar

Ég er búin að þjást af bloggleti uppá síðkastið. Fékk reyndar smá útrás hérna í síðasta bloggi og held að ég geti afsakað mig með því að ég fékk ákveðna "frænku" í heimsókn....Hormónar mormónar......En allavega einstaklega sæt mynd af mér.....Ég myndast eikkað svo vel þegar ég er á túr.....það er eitthvað tengt rakadrægninni...

daddaraddara, ég er að breytast í svona nöldursegg, þarf rosalega mikið að kvarta og kveina undan öllu sem gerist eða gerist ekki, held að ég sé að verða gömul á ljóshraða. Í dag var ég næstum því búin að taka áskorun um að verða ólétt, það er sko hægt að mana mig í allann andskotann......helv..keppniskap....

En ég ætla frekar að fara í heimsókn til Dagnýjar og fá að dúlla við litla prinsinn sem fæddist fyrir tæplega viku síðan. Ohh hvað hann er sætur og Dagný er eins og hún hafi aldrei gert neitt annað en að vera móðir :) Til hamingju Dagný og Jorge!!!

Hér eru myndir af prinsinum
http://jorgeislandia.blogspirit.com/album/nuevas_fotos/page1/

Friday, November 18, 2005

Háspenna/lífshætta

aaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhhhhhh.................... Posted by Picasa

Svona eru sumir dagar. Já viljiði ekki bara keyra yfir mig og henda hræinu af mér útí vegakannt og láta það rotna hægt og hljótt og leyfa fuglum með fuglaflensu að plokka í mig af og til?

Þetta hljómar nú svoldið eins og nýtt lag með sálinni?!

Sunday, November 13, 2005

yebb that's me.....


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?

Wednesday, November 09, 2005

Að vera eða ekki vera fátæk/ur



















Ég held ég sé orðin snillingur í því að lifa á sem fæstum krónum síðustu mánuði. Er alltaf fátæk, samt ekkert að svelta ef þið voruð að velta því fyrir ykkur.


Topp 10 í því að lifa mánuðinn af

1. Verslaðu alltaf í Bónus, það er algjörlega skilyrði fyrir því að geta borðað í öll mál. Ein heimsókn í 10/11 og blessuð börnin fá ekki vott né þurrt síðustu daga mánaðarins.

2. Fáðu þér hraðbankakort, þá geturðu fylgst með því hvað þú átt mikið inná bókinni og sérð að það sem þú tekur út úr bankanum kemur ekki svo auðveldlega aftur.

3. Farðu í sítrónuvatnskúrinn, en gallinn við hann er að þú getur ekkert unnið því þú ert svo máttlaus og færð því ekkert útborgað næsta mánuð og þú missir svo mikið af kílóum að fötin þín passa ekki lengur á þig og þú hefur sko alls ekki efni á því að kaupa þér föt.

4. Farðu alltaf í heimsóknir til vina og ættingja á matartímum og púllar "ji, eruði að fara að borða ég ætlaði nú ekkert að trufla ykkur" og í lang flestum tilvikum þá er settur fram aukadiskur eða diskar og þú getur skóflað í þig frítt. Versta við þetta er að til lengdar verður fólk mjög þreytt á þér.

5.Alls ekki eignast maka, börn eða gæludýr. Þau eru öll dýr í rekstri.

6.Ef þú ert svo óheppin að eiga börn þá geturðu farið með þau niðrá tjörn og látið þau hoppa útí eftir brauðmolum. Þau hafa bara gott af því að slást við endur og svani og svamla í skít.

7.Farðu í DV og segðu að þú sért einstæð móðir og búir í bílnum með börnin og að þú hafir lent í einelti í æsku og hafir ekki efni á því að kaupa rítalín handa krökkunum. DV hrindir af stað söfnun handa þér og þú hefur uppúr því ca. 5000 kr.

8.Reyndu að vingast við Jónínu Ben og læra af henni nokkur trix.

9.Drekktu leifar úr bjórglösum á skemmtistöðum eða rændu "óvart" af vinum þínum. Það ætti enginn að þurfa að borga fyrir bjórinn.

10. Bjóddu Kára Stefánsyni að nota líkama þinn í rannsóknir af öllu tagi gegn vægu gjaldi. Endar líklega sem öryrki eftir það allt saman og ferð á öryrkjabætur og þá fyrst þarftu að fara að spara!

Saturday, November 05, 2005

Það er ekki sama hvar hörmungar dynja yfir....

Hvað varð um samhjálpina? Við missum vitið ef hörmungar dynja yfir á vesturlöndum og ríkistjórnin dældi held ég 2 milljónir dollara þegar Fellibylur gekk yfir New Orleans en hvað gerum við þegar jarðskjálfti ríður yfir Pakistan með miklu meira mannfalli og hörmungum? Ekki neitt. Ég er orðin þreytt á því að við metum líf fólks ekki jafnt. Og það ógeðslegasta sem ég hef heyrt í sambandi við jarðskjálftann í Pakistan, sú umræða kom víst upp í Bandaríkjunum stuttu eftir skjálftann,"Hversu margir al qaieda menn létu lífið?"

Og hvað eiga mörg börn eftir að láta lífið nú þegar veturinn gengur í garð og fólk hírist í tjöldum?
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1167257

Tuesday, November 01, 2005

góði guð gef mér hærri yfirdrátt!


Ég er í fríi núna þangað til á föstudaginn í vinnunni. Er samt að drukkna í hljómfræði og tónfræðiverkefnum sem hlaðast upp eins og tónskrattar á stofuborðinu mínu. Horfi á staflann svona annað slagið og fer þá oft að geispa af óskiljanlegum orsökum. Þarf að tónskrattast í þetta. Er samt svo mikil tarna manneskja og ég vinn best ef ég er á síðasta snúningi, hef ennþá ca mánuð til að klífa þetta fjall. Ég get allavega sagt að ég hafi verið blessuð í gær, presturinn sem heldur bænastund í vinnunni fyrir vistmenn bað mig að hjálpa sér og syngja því konan sem syngur með henni var veik. Það er á svona stundum sem ég vildi óska þess að ég væri ekki í söngnámi. En ljúflingurinn sem ég er gat ekki neitað presti um að syngja fyrir blessaða gamlingjana. Er ekki frá því að ég sé meira í náðinni hjá frú guði, væri helst til í feitt launaumslag í þakkabót, takk fyrir. Sem er ólíklegt. Góði guð gefðu mér hærri yfirdrátt! Svona verður maður þegar mar eldist, þegar ég var lítil þá bað ég guð að passa alla sem ég þekkti en núna bið ég um peninga, allt þessum yfirdrætti að kenna, ég kenni bönkunum um þetta allt saman þeir ala á græðginni í okkur til að græða sem mest. En ég bað svo mikið til guðs um góða hluti þegar ég var lítil að ég held ég sé búin með kvótann, sagði að ég væri tarnamanneskja!