Ég er búin að vera hálf einhverf síðustu vikur og notað tímann í allskonar einhverfa hluti eins og að spila tölvuleiki, vaka allar nætur, horfa á sjónvarpsþætti, mála, búa til playlista fyrir öll möguleg og ómöguleg tilefni, elda ódýran mat úr því sem til er í ísskápnum, syngja með hálsbólgu, lesa meistarann og margaríta, rifja upp gítargripin, þróa með mér fullkomnara tásugrip (get gripin ótrúlegustu hluti með tánnum), naga neglurnar niður í kviku, hugsa um sólarlandaferðina sem ég ætla í á næsta ári, hugsa um "hvar í fjandanum er framtíðin og hvernig á ég eftir að bregðast við því þegar hún hellist yfir mig gleypir mig í einum munnbita".
Mæli eindregið með svona "einhverfustundum" fyrir þá sem eru algjörlega dottnir úr tengslum við einhverfa barnið inní sér.

Tærnar mínar hafa aldrei verið í betra formi!
2 comments:
já ég var einmitt að hugsa með mér um daginn hve fallegar tær þú hefðir gott að vita það er til mynd af þeim fyrir fólk með fóta fetish
já fegurri tær eru sjaldséðar....
ætti kannski að gerast tásu módel?
Post a Comment