Friday, August 26, 2005

ó menning


Setti inn nokkrar svipmyndir frá því í sumar :) En ef myndavélin mín hefði ekki drukknað á ættarmótinu þá væru þær eflaust fleiri...

Það styttist í það að ég hætti hérna á meltingadeildinni, er samt ekki alveg búin að átta mig á því ennþá. Svo fer ég að byrja í bókmenntafræðinni og náttlega tónó. Þannig að ég þarf að fara að undirbúa mig undir það að lesa eins og geðsjúklingur og syngja eins og engill. Góð blanda það, geðsjúkur engill ;) .

Fór niðrí bæ á menningardaginn, mjög skemmtileg stemming og allt það, það eina sem mér fannst að var að það var svo margt í boði en samt sá ég eiginlega ekki neitt. Kannski var það bara ég en hvar voru þessi 300 atriði? Mér fannst nú bara samt rosalega gaman, var ekki stungin í bakið!

Fór með mömmu og Ernu frænku á röltið og skoðuðum endalaust af nýaldarbúðum með allskyns lækningum og töframeðulum, ég fékk spádóm frá spákonunni sem er í Brúðkaupsþættinum Já, dró spjald og ég verð ekki heimsfræg og aðeins landsfræg með mikilli þolinmæði. Það er gott að vita þetta. Annars hefði ég eflaust reynt fyrir mér í Hollywood í trilljón ár og endað í kláminu. Landsfrægin er nú pís of keik. En það er um að gera að vera hugmyndaríkur þegar kemur að því fyrir hvað viltu vera fræg/ur? Ég væri til í að vera fræg fyrir einhver afrek, þó ekki íþrótta afrek, finnst íþrótta afreksfólk frekar boring celebs. Ég þótti nú samt efnileg hérna í körfuboltanum í denn :) Neibb, er alveg búin að afskrifa íþróttaleg afrek. Svo vill mar heldur ekki enda sem "Hér og Nú" forsíðuefni. Jæja er alveg búin að gleyma mér í þessum frægðarpælingum.

Jamms, hvar var ég, já menningardagurinn mikli, hitti síðan Ellu systir og við tókum stefnuna beint inní ómenninguna. Og þar sem við vorum í tjilli innan um lýðinn þá þurfti ég að rekast á einu manneskjuna á stór reykarvíkursvæðinu sem mig langaði ekki til að hitta. 100 þúsund manns í bænum og ég þarf að rekast á þann eina sem ég vil ekki hitta! Og mikið þoli ég það ekki þegar mig langar til að öskra og segja hvað mér finnst en í staðin þá brosi ég aulalegasta brosi sem hefur brosað og segi gaman að sjá þig. Ég er alltof kurteis. Þarf að virkja skessuna í mér. Eníhú þá var þetta vandræðalegt móment og gott ef ég var ekki komin úr öllu menningarstuði. Missti síðan af flugelda sýningunni, en hljóp samt útí rigninguna á sokkunum til að sjá leifarnar af sýningunni bak við tré. Mikið er gaman að svona útlenskri rigningu þegar mar stendur í dyrargættinni. Ætla síðan ekkert að fara nánar útí menninguna sem tók við eftir miðnætti.

No comments: