Wednesday, June 29, 2005

Rotnandi blogg og rækjur djöfulsins

Mér líður eins og ég sé Síðast Móhíkaninn þegar ég skrifa þessar línur. Bloggin í kringum mig virðast vera að deyja út. Sorglegt um að litast. Ég og músin fáum sameiginlega gæsahúð á þessu brölti okkar um kirkjugarða netsins. Rotnandi síðurnar stara á mann með orðum frá því í maí og hver nennir að lifa í fortíðinni? Þekki stelpu sem var bloggari góður og bloggaði og bloggaði. En nú er kúkur í klósetti með McDonalds fána það eina sem mar sér. Og ég kíki með eftirvæntingu á síðuna hennar á hverjum degi og bið til guðs og allah um að hún sé nú búin að blogga og fjarlægja skítinn en allt kemur fyrir ekki. Henni er reyndar fyrirgefið þar sem hún hefur "öðrum hnöppum að hneppa" þessa dagana ;)

Hvað hefur gerst í mínu lífi síðan ég bloggaði síðast? Veit að allir bíða spenntir.

-Komst að því að ég er ekki eins mikill grillmeistari og ég hélt. Kjötið sem Dagný og Jorge áttu fékk að finna fyrir því í einotagrillspartýi.
-Keypti mér árskort í baðhúsið, ekki enn búin að fara en kommon ÁRSKORT (hef nægan tíma)
-Fékk fjörfisk í augað í heilann dag!
- Sagði upp vinnunni, fékk á tilfinninguna að ég muni samt alltaf vera miss meltingadeild í hjarta.
-Komst ekki í eftirpartý því ég var að downloda Star Wars.
-Mismælti mig og kallaði sjálfa mig og kærasta minn "svörtu sauða nauðgarana" (ætlaði að segja svörtu sauðs nágrannar)
-Borðaði óvart rækju. (rækjur eru afkvæmi djöfulsins)
-Komst að því að það er ekki sniðugt að sína tengdó freaky myndir af mér.
-Horfði á nokkrar geim heimildarmyndir, þar á meðal um svarthol og geimverur. Vissuð þið að það eru til skrýmsla svarthol? Eins og venjulegt svarthol sé ekki nógu skary :S
-Drápum bílinn okkar. Hann var nú hálf rænulaus greyjið. Fengum nýjann og misstum hann stuttu síðar.
-Heimsótti Prag í draumi.

3 comments:

Anonymous said...

jamm ég hef oft heimsótt prag í draumi síðustu daga. En annars á ég það sameiginlegt með þér að vera yfirbuguð af sorg vegna dauða bloggsíðunnar sem áður veitti mér svo mikla gleði. En það sem guð gefur vill hann víst fá til baka einhvern tíman og við sem eftir lifum verðum bara að hugga okkur við það að það eru fleiri síður á netinu.

Anonymous said...

já Prag er víst að verða meira en draumur hjá þér ;)

.....eins manns bloggdauði er annars manns ?

Anonymous said...

já ég er sammála ykkur með þessa bloggsíðu, hvað er eiginlega að bloggaranum. Lítill fugl hvíslaði því að mér að ástæðan fyrir því að hún sé hætt að blogga sé sú að hún er búin að sjá fyrir sér með lóu finnbogdóttur í nokkra mánuði. Og er það mikið strit. she works hard for the money yes she works hard for the money